04.06.2020
Í dag tilkynnti Arnar Pétursson þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta 22 manna æfingahóp sem hefur undirbúning fyrir forkeppni HM. Landsliðið átti að spila gegn Tyrklandi í mars en þeim leikjum var frestað vegna Covid-19 ástandsins og næsta verkefni er því forkeppni HM
04.06.2020
Handboltaskóli HSÍ fyrir efnilega handboltakrakka fædd árið 2007 fór fram um síðustu helgi. Alls voru fjórir strákar úr KA valdir og fjórar stelpur úr KA/Þór og fór því ansi mikið fyrir okkar fulltrúum á svæðinu. Handboltaskólinn er undanfari hæfileikamótunar HSÍ og er frábær undirbúningur fyrir yngri landslið Íslands
03.06.2020
KA á alls sex fulltrúa í æfingahópum U16 ára landsliðs Íslands í handbolta. Valdir voru tveir hópar sem munu æfa helgina 12.-14. júní næstkomandi. Hópunum er skipt upp eftir fæðingarári (2004 og 2005) en þjálfarar landsliðsins eru þeir Halldór Jóhann Sigfússon og Kári Garðarsson en báðir eru þeir uppaldir KA-menn
31.05.2020
Stelpurnar í 6. flokki kvenna lokuðu skemmtilegum handboltavetri með lokahófi í Kjarnaskógi á föstudaginn. Arna Valgerður Erlingsdóttir þjálfari stóð fyrir flottri dagskrá til að kóróna veturinn enda ýmislegt sem hægt er að bralla í skóginum
28.05.2020
KA/Þór á alls fjóra fulltrúa í æfingahópum U16 ára landsliðs Íslands í handbolta. Valdir voru tveir hópar sem munu æfa helgina 5.-7. júní næstkomandi. Hópunum er skipt upp eftir fæðingarári (2004 og 2005) og eftir helgina verður skorið niður í einn æfingahóp sem mun æfa næstu tvær helgar
22.05.2020
Kvennalið KA/Þórs hélt glæsilegt lokahóf í veislusal Greifans í kvöld og gerði þar upp nýliðið handboltatímabil. Liðið endaði í 6. sæti Olís deildarinnar en hápunktur vetrarins var án nokkurs vafa bikarævintýri liðsins þar sem stelpurnar fóru í fyrsta skipti í sögunni í úrslitaleikinn
21.05.2020
Handknattleiksdeild KA verður með sumaræfingar fyrir metnaðarfulla og öfluga krakka. Æfingarnar eru samstarfsverkefni unglingaráðs og meistaraflokka KA og KA/Þórs og munu leikmenn meistaraflokka því aðstoða við æfingarnar og miðla af sinni þekkingu
19.05.2020
KA/Þór réð í dag Andra Snæ Stefánsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna og mun hann því taka að sér stjórn liðsins fyrir komandi handboltavetur. Mikill uppgangur hefur verið hjá kvennaliðinu okkar undanfarin ár og ljóst að spennandi vetur er framunda
09.05.2020
Arnór Ísak Haddsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Handknattleiksdeild KA og verður því áfram í eldlínunni komandi vetur. Arnór sem verður 18 ára á árinu er enn í þriðja flokki og skrifar því undir uppeldissamning við félagið sem getur aðeins gilt í eitt ár
08.05.2020
Ragnar Snær Njálsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA og snýr því aftur heim til Akureyrar. Raggi sem er uppalinn hjá KA er 34 ára gamall og gengur til liðs við félagið frá Stjörnunni þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil