8 fulltrúar KA og KA/Þórs í Hæfileikamótun HSÍ

Handbolti
8 fulltrúar KA og KA/Þórs í Hæfileikamótun HSÍ
Strákarnir sáttir eftir æfingar helgarinnar

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fór fram í Garðabæ um helgina. Þar æfðu strákar og stelpur fædd árið 2006 undir stjórn þeirra Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Dögg Bragadóttur. Þá hélt Bjarni Fritzson áhugaverðan fyrirlestur fyrir krakkana.

Alls voru 8 fulltrúar úr KA og KA/Þór valdir á æfingarnar en þetta voru þau Dagur Árni Heimisson, Hugi Elmarsson, Jens Bragi Bergþórsson, Magnús Dagur Jónatansson, Óskar Þórarinsson, Hekla Halldórsdóttir, Lydia Gunnþórsdóttir og Sara María Jóhannesdóttir.

Því miður var Hugi meiddur og gat því ekki tekið þátt á æfingunum en annars voru fulltrúar okkar mjög flottir á æfingunum og stóðu sig með prýði. Krakkarnir fengu þarna að kynnast umhverfinu hjá yngri landsliðum okkar og því skemmtilegt tækifæri. Það er klárt að þetta var vel heppnuð helgi og er klárlega gulrót fyrir iðkendur okkar að halda áfram að gera sitt besta og á HSÍ hrós skilið fyrir framtakið.


Stelpurnar stóðu svo sannarlega fyrir sínu um helgina


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is