Arnór Ísak og Bruno framlengja við handknattleiksdeild

Handbolti
Arnór Ísak og Bruno framlengja við handknattleiksdeild
Bjarni Jónasson, stjórnarmaður með Arnóri Ísak

Arnór Ísak Haddsson og Bruno Bernat framlengdu í gær samninga sína við handknattleiksdeild KA til tveggja ára. Það eru frábær tíðindi að þessir ungu og uppöldu leikmenn taki slaginn næstu tvö árin með KA.

Báðir spiluðu þokkalegt hlutverk á síðasta ári þegar að KA komst alla leið í bikarúrslitin. Þeir eru báðir uppaldir í gegnum yngriflokkastarf félagsins og eru fæddir árið 2002. Arnór hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands í gegnum tíðina og Bruno hefur verið einn efnilegasti markmaður landsins. Arnór spilar sem leikstjórnandi og hefur gríðarlegan kraft og sprengju sem varnarmenn andstæðinganna óttast oft og tíðum. Eitt helsta kennimerki Bruno, fyrir utan frábærar vörslur, eru magnaðar sendingar upp völlinn sem gefa oft góð hraðaupphlaupsmörk.

Félagið fagnar því að þessir tveir verði áfram hjá KA næstu tvö árin!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is