21.12.2021
Blaksamband Íslands valdi í dag úrvalslið fyrri hluta úrvalsdeildanna í blaki við hátíðlega athöfn. KA á tvo fulltrúa í liði úrvalsdeildar kvenna en það eru þær Valdís Kapitola Þorvarðardóttir og Tea Andric en báðar hafa þær staðið sig frábærlega með liði KA sem trónir á toppi deildarinnar
18.12.2021
Yngri landslið Íslands í handbolta, nánar tiltekið U20, U18, U16 og U15 hjá strákunum og U16 og U15 hjá stelpunum munu æfa á Höfuðborgarsvæðinu í byrjun janúar auk þess sem verður haldið áfram með fyrirlestraröðina Afreksmaður framtíðarinnar þar sem yngri landsliðin fá fræðslu sem nýtist þeim innan vallar sem utan
18.12.2021
Strákarnir á eldra ári í 4. flokki unnu afar sannfærandi 19-41 sigur á nágrönnum sínum í Þór í Síðuskóla í gærkvöldi en KA liðið náði 0-6 forystu í leiknum og leiddi 7-18 í hálfleik. Þetta var síðasti leikur strákanna á árinu sem hefur svo sannarlega verið magnað hjá þeim
17.12.2021
Rut Arnfjörð Jónsdóttir leikmaður KA/Þórs var í dag valin besta handknattleikskona ársins af Handknattsleikssambandi Íslands. Rut fór fyrir liði KA/Þórs á árinu sem varð Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari auk þess sem að hún spilaði sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd á árinu
16.12.2021
KA og Akureyrarbær skrifuðu í dag undir samning vegna uppbyggingar við nýjan gervigrasvöll með stúku á KA-svæðinu auk endurnýjunar og endurnýtingu á þeim gervigrasvelli sem nú er til staðar á svæðinu
16.12.2021
KA jólakúlurnar sem yngriflokkaráð KA í knattspyrnu var með til sölu á dögunum eru tilbúnar til afhendingu og verður hægt að nálgast þær í KA-Heimilinu milli klukkan 13:00 og 14:00 á laugardag og sunnudag
15.12.2021
Dregið hefur verið í jólahappdrætti KA og KA/Þórs og kunnum við öllum þeim sem styrktu handboltaliðin okkar með miðakaupum kærlega fyrir stuðninginn. Aðeins var dregið úr seldum miðum en vinningana má vitja í KA-Heimilið frá og með morgundeginum, 16. desember og fram til 23. desember
12.12.2021
KA tók á móti HK í síðasta heimaleik ársins í Olísdeild karla í KA-Heimilinu á föstudaginn en leikurinn var sá fyrsti í síðari umferð deildarinnar. KA vann góðan sigur er liðin mættust í Kópavogi fyrr í vetur og voru strákarnir staðráðnir í að sækja önnur mikilvæg tvö stig gegn liði HK
11.12.2021
KA hefur náð samkomulagi við VfL Gummersbach um að Óðinn Þór Ríkharðsson verði á láni hjá þýska liðinu út desember mánuð. Mikil meiðsli hafa herjað á lið Gummersbach sem er í efsta sæti næstefstu deildar en framundan eru þrír mikilvægir leikir sem Óðinn mun leika með liðinu
09.12.2021
KA tekur á móti HK í síðasta heimaleik ársins í handboltanum klukkan 19:30 á föstudaginn. Strákarnir unnu frábæran sigur í síðasta leik og þurfa á þínum stuðning að halda til að endurtaka leikinn