Fréttir

Haraldur Bolli til Danmerkur með U20

Haraldur Bolli Heimisson er í U20 ára landsliði Íslands sem fer til Danmerkur dagana 4.-7. nóvember næstkomandi. Þar mun liði leika tvo æfingaleiki gegn Dönum en leikið verður í Ishøj. Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson eru þjálfarar liðsins en Róbert kom inn í teymið í síðustu viku

10 fulltrúar KA í U15 og U16 landsliðunum

KA á alls 10 fulltrúa í landsliðshópum U15 og U16 ára landsliða Íslands í handbolta sem munu koma saman til æfinga helgina 5.-7. nóvember næstkomandi. Það segir ansi mikið um það frábæra starf sem er unnið hjá félaginu að eiga jafn marga fulltrúa í hópunum tveimur

Stelpurnar í U17 sóttu gull til Danmerkur

Amelía Ýr Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í U17 ára landsliði Íslands í blaki gerðu sér lítið fyrir og sóttu gull á NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku sem lauk í dag. Á mótinu léku auk Íslands lið Danmerkur, Noregs og Færeyja

Sjö fulltrúar KA í hæfileikamótun KSÍ og N1

KA á alls sjö fulltrúa í hæfileikamótun KSÍ og N1 sem fer fram næstu daga. Í hæfileikamótuninni koma saman til æfinga ungir og hæfileikaríkir leikmenn frá félögum víðs vegar af landinu og fá þar smjörþefinn af því að æfa í því umhverfi sem yngrilandslið Íslands vinna í

Badmintonæfingar hefjast í dag

Badmintonæfingar á vegum Spaðadeildar KA hefjast á ný í dag klukkan 18:00 í sal Naustaskóla. Það hefur verið mikill uppgangur í badmintonstarfinu undanfarin ár og því gríðarlega jákvætt að við getum nú hafið æfingar á ný

Stelpurnar tryggðu sér sæti í næstu umferð

Lið KA/Þórs heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt en liðið tryggði sér sæti í næstu umferð Evrópubikarsins er liðið vann afar sannfærandi 37-34 sigur á Kósóvómeisturum KHF Istogu í síðari leik liðanna. Stelpurnar unnu fyrri leikinn 22-26 og vinna því einvígið samtals 63-56

Síðari leikur KA/Þórs kl. 16:00 í dag

KA/Þór mætir Kósóvómeisturunum í KHF Istogu öðru sinni eftir að hafa unnið frábæran 22-26 sigur í leik liðanna í gær. Leikurinn í gær var skráður sem heimaleikur Istogu og er því leikur dagsins skráður sem okkar heimaleikur. Ef Istogu vinnur í dag með fjórum mörkum gilda mörk á útivelli

KA/Þór leiðir fyrir síðari leikinn

KA/Þór lék sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í dag þegar liðið mætti Kósóvómeisturunum í KHF Istogu í Kósóvó í dag. Báðir leikirnir í einvíginu fara fram ytra og er seinni leikurinn strax á morgun, laugardag. Það lið sem hefur betur samanlagt úr leikjunum tveimur fer áfram í næstu umferð

Istogu - KA/Þór í beinni kl. 16:00

KA/Þór mætir Kósóvó meisturunum í KHF Istogu klukkan 16:00 í fyrri leik liðanna í Evrópukeppninni í dag. Mikil eftirvænting er fyrir leiknum enda fyrsta Evrópuverkefni stelpnanna og liðið er staðráðið í að komast áfram í næstu umferð

Igor Bjarni Kostic ráðinn til KA

Knattspyrnudeild KA hefur ráðið Igor Bjarna Kostic og kemur hann inn í þjálfarateymi meistaraflokks KA auk þess sem hann mun vinna í afreksstarfi félagsins. Igor kemur til KA frá Haukum þar sem hann hefur stýrt meistaraflokksliði Hauka undanfarin tvö ár auk þess að leiða afreksþjálfun félagsins