08.07.2021
Á hverju ári stendur KA fyrir íþróttamótum fyrir stúlkur jafnt sem drengi. Um liðna helgi lauk N1 mótinu sem er eitt fjölmennasta íþróttamót sem haldið er hér á landi. Ríflega tvö þúsund drengir, hvaðanæva af landinu, kepptu sín á milli í knattspyrnu hvattir áfram af fjölskyldum og vinum
06.07.2021
Ásdís Guðmundsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og leikur því áfram með Íslandsmeisturunum. Ásdís sem er 23 ára gömul er uppalin hjá KA/Þór og tók ung skrefið upp í meistaraflokk
05.07.2021
Arnór Ísak Haddsson hefur verið valinn í lokahóp U19 ára landsliðs Íslands í handbolta sem keppir á Evrópumeistaramótinu í Króatíu í sumar. Mótið hefst þann 12. ágúst næstkomandi en Ísland er með sterkt lið í árgangnum og ætlar sér stóra hluti á mótinu
05.07.2021
35. N1 mót KA var haldið á KA svæðinu dagana 30. júní - 3. júlí 2021. Mótið heldur áfram að stækka ár frá ári og var metþáttaka í ár er 216 lið kepptu í 9 deildum. Keppendur voru um 2.150 en alls voru leiknir 1056 leikir sem gera 29.832 mínútur af fótbolta
02.07.2021
Að gefnu tilefni vill knattspyrnudeild KA taka eftirfarandi fram. Heimavöllur okkar Greifavöllurinn, er enn ekki tilbúinn til notkunar fyrir lið okkar, sem nú berst í toppbaráttu Pepsi Max deildar karla. Við höfðum miklar væntingar til þess að geta spilað næsta leik okkar gegn KR á heimavelli okkar, en því miður ganga þær væntingar okkar ekki eftir
02.07.2021
Blakdeild KA verður með skemmtilegar strandblaksæfingar fyrir U12 og U14/U16 ára hópa í júlí og ágúst. Strandblaksæfingarnar hafa slegið í gegn undanfarin ár og ljóst að það ætti enginn að láta þetta framtak framhjá sér fara
01.07.2021
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í júlí innilega til hamingju.
01.07.2021
Íþróttamaður Fimleikafélags Akureyrar árið 2020 er Salka Sverrisdóttir. Salka hefur frá leikskólaaldri æft áhaldafimleika hjá Fimak, lengst af undir stjórn Florin og Mirelu Paun en síðastliðinn vetur hjá Mihaelu og Jan Bogodoi. Salka kláraði lokaþrep íslenska fimleikastigans vorið 2019 og tóku þá við æfingar og keppni í frjálsum æfingum en þess má geta að Salka er fyrsti iðkandi Fimak til að keppa í frjálsum æfingum fyrir hönd félagsins og í vor keppti hún með fyrsta liði Fimak í frjálsum æfingum á Bikarmóti FSÍ. Á síðasta ári var hún fyrst iðkenda Fimak valin í unglingalandslið stúlkna í áhaldafimleikum og var stefnan sett á þátttöku á Norðurlandamóti sem því miður féll niður vegna Covid. Salka er dugleg, ósérhlífin og viljasterk og þessir eiginleikar hafa fleytt henni langt í íþróttinni. Hún er mikil og góð fyrirmynd annarra iðkenda félagsins, hjálpsöm, réttsýn og vingjarnleg og það er yfirleitt mikið fjör í kringum hana á æfingum. Hún er verðugur handhafi titilsins íþróttamaður Fimak og við óskum henni alls hins besta í framtíðinni.
01.07.2021
Mikkel Qvist snýr aftur til liðs við KA en knattspyrnudeild KA og Horsens hafa náð saman um lánsamning út núverandi leiktíð. Mikkel sem vakti verðskuldaða athygli með KA liðinu á síðustu leiktíð en hann lék alls 17 leiki í deild og bikar og gerði í þeim eitt mark
30.06.2021
Knattspyrnudeild KA hefur gengið frá samkomulagi við ítalska liðið U.S. Lecce um félagaskipti Brynjars Inga Bjarnasonar með hefðbundum fyrirvörum, til að mynda um læknisskoðun