Fréttir

Veislan hefst á sunnudaginn!

Handboltinn byrjar að rúlla á sunnudaginn þegar KA/Þór tekur á móti Fram í leik Meistara Meistaranna kl. 14:15. Liðin mættust eins og frægt er orðið á síðasta tímabili þegar stelpurnar okkar tryggðu sér sinn fyrsta titil í sögunni

Stórafmæli í september

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í september innilega til hamingju.

Fimleikar - Prufutímar

Í upphafi haustannar býður fimleikafélagið upp á prufutíma. Nokkur pláss eru laus hjá félaginu og því tilvalið að prófa tíma. Fimleikar eru frábær grunnur að hreyfingu þar sem æfingar eru blanda af styrk, þoli, teygjum og tækni. Nokkrar greinar fimleika eru í boði hjá félaginu og má þar nefna leikskólahópana, grunnhópa, áhaldafimleika, hópfimleika og Parkour. Félagið leggur mikla áherslu á menntun þjálfara og tekur virkan þátt í að senda ráðna þjálfara á þjálfaranámskeið sem haldin eru á vegum Fimleikasambands Íslands ásamt því að taka almenn þjálfaranámskeið á vegum ÍSÍ. Skráningar í alla hópa nema laugardagshópa fara fram í gegnum skráningarform á Sportabler ýmist beint í viðeigandi hóp eða í gegnum nýskráningu.

Heimaleikur gegn ÍA á sunnudag

KA tekur á móti ÍA í 19. umferð Pepsi Max deildarinnar á sunnudaginn klukkan 16:00. Það var frábær stemning í stúkunni á miðvikudaginn er KA tók á móti Breiðablik og skiptir miklu máli að við höldum áfram að styðja strákana á lokaspretti sumarsins

André Collin stýrir karlaliði KA

André Collin mun áfram stýra karlaliði KA í blaki í vetur en hann tók við liðinu á miðri síðustu leiktíð eftir að hafa gengið til liðs við félagið sem leikmaður fyrir síðustu leiktíð. André hefur komið af miklum krafti inn í félagið og við hlökkum mikið til áframhaldandi samstarfs á komandi vetri

Vetrartafla knattspyrnudeildar KA

Fótboltasumrinu er að ljúka og birtum við hér vetrartöflu knattspyrnudeildar KA. Æfingataflan tekur gildi þriðjudaginn 31. ágúst næstkomandi í 5.-8. flokki ásamt 4. flokki kvenna. Strákarnir í 2., 3. og 4. flokki æfa samkvæmt plani frá þjálfurum í september

Mateo og Oscar Íslandsmeistarar í strandblaki

Íslandsmótið í strandblaki fór fram um síðustu helgi og voru þó nokkrir keppendur á vegum blakdeildar KA sem létu til sín taka. Þeir Mateo Castrillo og Oscar Fernandez stóðu uppi sem Íslandsmeistarar en þeir unnu frábæran sigur í efstu deild keppninnar og óskum við þeim til hamingju með titilinn

Tryggðu þér miða á stórleikinn í Stubb!

KA tekur á móti Breiðablik á Greifavellinum á miðvikudaginn klukkan 18:00. Þetta er einhver stærsti leikur sem félagið hefur spilað í langan tíma en með sigri væri KA aðeins þremur stigum frá sjálfu toppsæti deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni

Komdu í júdó!

Æfingar júdódeildar KA hefjast 6. september næstkomandi og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að kíkja á æfingu upp í júdósal KA-Heimilisins og upplifa þessa stórskemmtilegu íþrótt

Blakæfingarnar byrja á morgun!

Æfingar Blakdeildar KA hefjast á morgun, mánudaginn 23. ágúst, en æft verður bæði í KA-Heimilinu og Naustaskóla. Mikil aukning hefur orðið í blakstarfinu hjá okkur undanfarin ár sem segir mikið til um hve gott starf blakdeildar er og hve gaman það er að spila blak