16.09.2021
Handboltinn er kominn af stað og í dag sækir KA lið HK heim í fyrstu umferð Olísdeildar karla klukkan 18:00 í Kórnum. Það er heldur betur spennandi vetur framundan og strákarnir eru staðráðnir í að byrja af krafti
15.09.2021
U15 ára landslið Íslands í knattspyrnu leikur tvo æfingaleiki við Finna dagana 20.-24. september næstkomandi. Hópurinn kemur saman til æfinga þann 18. september en leikirnir fara svo fram í Mikkeli í Finnlandi
14.09.2021
KA/Þór sótti Stjörnuna heim í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í kvöld en liðin börðust hart á síðustu leiktíð og mátti búast við ansi erfiðum leik. KA/Þór gerði sér hinsvegar lítið fyrir og vann sannfærandi sigur 23-28 og tryggði sér sæti í bikarúrslitahelginni
13.09.2021
Handboltinn fer af stað í dag og það með bombu þegar KA sækir Stjörnuna heim í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins. Raunar er þetta bikarkeppnin frá síðustu leiktíð en vegna Covid var restinni af bikarkeppninni frestað til haustsins
10.09.2021
Stelpurnar í 5. flokki KA hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum um síðustu helgi en stelpurnar lögðu FH 6-0 að velli í úrslitaleiknum sem fram fór á Greifavellinum. Stelpurnar áttu stórkostlegt sumar en þær unnu alla leiki sína og það á sannfærandi hátt en þær gerðu 115 mörk og fengu aðeins á sig 9 mörk
10.09.2021
Davíð Hlíðdal Svansson er genginn til liðs við KA en þessi öflugi og reyndi markvörður verður liðinu til taks í vetur. Davíð þekkir handboltann út og inn en hann hefur leikið með Aftureldingu, Fram og nú síðast HK auk þess sem hann lék með Nøtterøy í Noregi
08.09.2021
Blakdeild KA hefur gert nýja samninga við þau Miguel Mateo Castrillo og Paula del Olmo Gomez. Þau Mateo og Paula hafa skipað algjört lykilhlutverk bæði innan sem utan vallar í blakstarfi KA undanfarin ár og virkilega ánægjulegt að þau taki áfram slaginn með okkur
08.09.2021
Handknattleiksdeild KA býður upp á þrælskemmtilegan handboltaleikjaskóla í vetur fyrir hressa krakka fædd árin 2016-2018. Skólinn sló í gegn á síðasta vetri og klárt mál að þetta skemmtilega framtak er komið til að vera
05.09.2021
KA átti þrjá fulltrúa í U19 ára landsliði kvenna sem lék á Smáþjóðamótinu SCA um helgina en leikið var á Laugarvatni. Íslenska liðið mætti Gíbraltar, Möltu og Færeyjum. Fulltrúar KA voru þær Heiðbrá Björgvinsdóttir, Jóna Margrét Arnarsdóttir og Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir
03.09.2021
5. flokkur kvenna leikur til úrslita á Íslandsmótinu bæði í A og B liðum á Greifavellinum á morgun. Stelpurnar hafa verið frábærar í sumar og ætla sér að kóróna tímabilið með stæl á heimavelli. Það er því um að gera að mæta á völlinn og styðja stelpurnar á stóra sviðinu