01.11.2021
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í nóvember innilega til hamingju.
01.11.2021
Vikuna 1 - 7 nóvember verður áhorfsvika í FIMAK, foreldrar, systk, ömmur og afar eru velkomið að sitja inní sal á meðan á æfingu stendur og horfa á. Hinar vikurnar biðjum við ykkur að bíða fram í anddyri hússins ef þið ætlið að bíða eftir börnum ykkar á meðan æfingu stendur.
ATH Grímuskylda er inní sal hjá þeim sem mæta og horfa á æfingar
01.11.2021
Blakdeild KA stóð fyrir fyrirtækjamóti í blaki í KA-Heimilinu á föstudaginn þar sem stórglæsileg tilþrif litu dagsins ljós. Fjölmörg fyrirtæki sendu lið til leiks á mótið þar sem gleðin var í fyrirrúmi enda getustig leikmanna ansi misjafnt og aðalatriðið að hrista hópinn vel saman
31.10.2021
Norðurlandamót NEVZA í blaki hjá U19 ára landsliðunum fór fram um helgina og átti blakdeild KA alls fimm fulltrúa á mótinu sem fór fram í Rovaniemi í Finnlandi
31.10.2021
Júdódeild KA átti þrjá fulltrúa í landsliði Íslands sem kepptu á opna finnska meistaramótinu á laugardaginn. Þetta voru þau Hekla Dís Pálsdóttir, Gylfi Rúnar Edduson og Birkir Bergsveinsson en þau stóðu sig með miklum sóma og voru félagi sínu og þjóð til fyrirmyndar
29.10.2021
Það er nóg um að vera um helgina eins og svo oft áður hjá okkur í KA um helgina og má með sanni segja að aðstaðan sem félagið býr yfir er nýtt til fulls
29.10.2021
Þór/KA á tvo fulltrúa á úrtaksæfingum U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem æfir dagana 3.-5. nóvember næstkomandi í Skessunni í Hafnarfirði. Þetta eru þær Iðunn Rán Gunnarsdóttir og Steingerður Snorradóttir
27.10.2021
Blakdeild KA á alls fimm fulltrúa í U19 ára landsliðum Íslands sem keppa á NEVZA Norðurlandamótunum sem fara fram í Rovaniemi í Finnlandi um helgina. Hópurinn lagði af stað í dag og keppnin hefst svo á föstudag
26.10.2021
Risaþorrablót KA fer fram í KA-Heimilinu þann 28. janúar næstkomandi og það er alveg ljóst að þú vilt ekki missa af þessari stórkostlegu skemmtun þar sem Villi Naglbítur, Magni, Eyþór Ingi og Bryndís Ásmunds halda uppi stuðinu
26.10.2021
Óðinn Þór Ríkharðsson var í dag valinn í 21 manna æfingahóp A-landsliðs Íslands í handbolta. Landsliðið mun æfa saman dagana 1.-6. nóvember næstkomandi og marka æfingarnar upphafið að undirbúningi liðsins fyrir EM 2022 sem fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu