04.10.2021
Allar æfingar fyrir 16 ára og yngri í handbolta, fótbolta og blaki eru komnar í bið framyfir næstu helgi vegna stöðu Covid smita í samfélaginu. Athugið að upphaflega var fréttin að þetta næði eingöngu til 14 ára og yngri en í samráði við yfirvöld höfum við uppfært takmarkanir upp í 16 ára og yngri
03.10.2021
Kæru foreldrar og iðkendur í júdó.
Vegna aukinna smita í grunnskólum Akureyrar hefur stjórn júdódeildar ákveðið að fella niður æfingar hjá grunnskólakrökkum út komandi viku (4. - 8. október).
03.10.2021
Tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður allar æfingar hjá FIMAK fram til fimmtudagsins 7.október vegna fjölgunar á Covid smitum á Akureyri.
Tekin verður staðan aftur um miðja viku og ákveðið þá framhaldið.
Gerum þetta vel og gerum þetta saman
03.10.2021
KA/Þór landaði sjálfum Bikarmeistaratitlinum eftir sannfærandi 26-20 sigur á Fram í úrslitaleiknum að Ásvöllum í gær. Stelpurnar sýndu frábæran leik, leiddu nær allan leikinn og var sigurinn í raun aldrei í hættu í síðari hálfleik
02.10.2021
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í október innilega til hamingju.
01.10.2021
KA/Þór tryggði sér sæti í sjálfum Bikarúrslitaleiknum með afar sannfærandi 33-16 sigri á liði FH í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í gærkvöldi. Stelpurnar náðu snemma að stinga af og var sigurinn aldrei í hættu og KA/Þór því komið í úrslitaleik bikarsins annað tímabilið í röð
01.10.2021
Knattspyrnudeild KA og Dusan Brkovic hafa framlengt samning sinn og mun Dusan því spila áfram með KA á næsta tímabili. Dusan sem er 32 ára gamall varnarmaður frá Serbíu gekk til liðs við KA fyrir nýliðið tímabil og kom frábærlega inn í liðið
29.09.2021
Coca-Cola bikarveislan hefst á morgun, fimmtudag þegar KA/Þór mætir FH í undanúrslitum keppninnar. Leikurinn fer fram að Ásvöllum og hefst klukkan 20:30. Miðasalan er hafin í Stubb og okkar hólf í stúkunni eru A-H
28.09.2021
Tvíburabræðurnir Nökkvi Þeyr og Þorri Mar Þórisson hafa framlengt við knattspyrnudeild KA og eru nú samningsbundnir félaginu út sumarið 2024. Þetta eru frábærar fréttir enda hafa bræðurnir verið ákaflega öflugir í gula og bláa búningnum og orðnir algjörir lykilmenn í KA liðinu
28.09.2021
KA/Þór á alls fjóra fulltrúa í A-landsliði Íslands sem leikur í undankeppni EM 2022 á næstunni sem og tvo fulltrúa í B-landsliðinu sem er að fara aftur af stað. Þetta er heldur betur frábær viðurkenning á okkar góða starfi en KA/Þór er eins og flestir vita ríkjandi Íslandsmeistarar