Fréttir

KA/Þór leiðir fyrir síðari leikinn

KA/Þór lék sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í dag þegar liðið mætti Kósóvómeisturunum í KHF Istogu í Kósóvó í dag. Báðir leikirnir í einvíginu fara fram ytra og er seinni leikurinn strax á morgun, laugardag. Það lið sem hefur betur samanlagt úr leikjunum tveimur fer áfram í næstu umferð

Istogu - KA/Þór í beinni kl. 16:00

KA/Þór mætir Kósóvó meisturunum í KHF Istogu klukkan 16:00 í fyrri leik liðanna í Evrópukeppninni í dag. Mikil eftirvænting er fyrir leiknum enda fyrsta Evrópuverkefni stelpnanna og liðið er staðráðið í að komast áfram í næstu umferð

Igor Bjarni Kostic ráðinn til KA

Knattspyrnudeild KA hefur ráðið Igor Bjarna Kostic og kemur hann inn í þjálfarateymi meistaraflokks KA auk þess sem hann mun vinna í afreksstarfi félagsins. Igor kemur til KA frá Haukum þar sem hann hefur stýrt meistaraflokksliði Hauka undanfarin tvö ár auk þess að leiða afreksþjálfun félagsins

Stórkostlegur sigur í toppslagnum

KA sótti Íslandsmeistara Aftureldingar heim í algjörum toppslag í úrvalsdeild kvenna í blaki í kvöld en fyrir leikinn voru liðin jöfn á toppnum með fullt hús stiga. Afturelding hafði ekki tapað hrinu til þessa og ljóst að verkefnið yrði ansi krefjandi

Stelpurnar mættar til Kósóvó

Lið KA/Þórs er mætt til Kósóvó en stelpurnar munu þar leika tvívegis gegn liði KFH Istogu. Istogu er Kósóvómeistari auk þess að vera Bikarmeistari í landinu og ljóst að verkefnið verður ansi krefjandi en um leið ansi skemmtilegt enda í fyrsta skiptið sem KA/Þór tekur þátt í Evrópukeppni

Toppslagur í Mosfellsbænum í kvöld

Það er heldur betur toppslagur í úrvalsdeild kvenna í blaki í kvöld þegar KA sækir Íslandsmeistara Aftureldingar heim. Liðin eru jöfn á toppnum með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins og ljóst að það verður hart barist að Varmá kl. 20:00

Ný keppnistreyja KA - forsala hafin

Knattspyrnufélag Akureyrar og Errea kynna nýja fatalínu KA fyrir tímabilin 2022 og 2023. Fatalínan er sérhönnuð af starfsmönnum Errea í samvinnu við knattspyrnudeild KA. Línan verður í forsölu í vefverslun Errea og í framhaldinu einnig í versluninni M Sport í Kaupangi

Ívar Arnbro á reynslu í Svíþjóð

Ívar Arnbro Þórhallsson er um þessar mundir á reynslu í Svíþjóð en Ívar sem er 15 ára gamall er gríðarlega efnilegur markvörður sem er að koma uppúr yngriflokkum félagsins. Þá var Ívar sjö sinnum í leikmannahópi meistaraflokks KA á nýliðnu tímabili

Hallgrímur Jónasson framlengir við KA

Hallgrímur Jónasson skrifaði í dag undir nýjan samning við Knattspyrnudeild KA og er því áfram samningsbundinn liðinu út næsta tímabil. Ásamt því að vera leikmaður KA hefur Hallgrímur undanfarin tvö tímabil verið aðstoðarþjálfari liðsins og mun áfram sinna báðum störfum

Amelía Ýr í lokahóp U17 landsliðsins

U17 ára stúlknalandslið Íslands í blaki leikur á næstu dögum á NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku. KA á einn fulltrúa í lokahópnum en það er hún Amelía Ýr Sigurðardóttir. Amelía sem leikur í stöðu uppspilara hefur hefur sýnt gríðarlegar framfarir á undanförnum árum og á tækifærið svo sannarlega skilið