Fréttir

Fullt hús hjá KA/Þór (myndaveislur)

KA/Þór tók á móti Stjörnunni í Olísdeild kvenna um helgina í KA-Heimilinu en liðin hafa barist grimmilega undanfarin ár og ætla sér bæði stóra hluti í vetur. Það mátti því búast við krefjandi leik en stelpurnar okkar sýndu frábæra spilamennsku og tryggðu sér stigin tvö

Myndaveislur frá lokaleik sumarsins

KA og FH áttust við á Greifavellinum um helgina í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar þetta sumarið. KA gat með sigri tryggt sér 3. sæti deildarinnar en það var þó ljóst að verkefni dagsins yrði krefjandi enda FH með hörkulið sem hafði unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum

3. Sætið undir í stórleik dagsins

Það er heldur betur stórleikur framundan í dag þegar KA tekur á móti FH í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar. KA situr fyrir leikinn í 3. sæti deildarinnar og tryggir með sigri næstbesta árangur í sögu félagsins auk þess sem sætið gæti gefið þátttökurétt í Evrópukeppni á næstu leiktíð

KA/Þór - Stjarnan kl. 16:30 í dag

Baráttan heldur áfram í Olísdeild kvenna í dag er Íslandsmeistarar KA/Þórs taka á móti Stjörnunni í KA-Heimilinu klukkan 16:30. Stelpurnar unnu góðan sigur á ÍBV á dögunum og þá slógu þær út Stjörnuna í Bikarkeppninni í fyrsta leik tímabilsins

Arnar Grétarsson áfram með KA

Knattspyrnudeild KA og Arnar Grétarsson hafa gengið frá samkomulagi um að Arnar muni áfram stýra liði KA á næstu leiktíð. Arnar sem tók við liðinu um mitt seinasta sumar hefur komið af miklum krafti inn í félagið og lyft öllu starfi okkar upp á hærra plan

Sannfærandi sigur KA (myndaveislur)

KA lék sinn fyrsta heimaleik í Olísdeild karla í gær er nýliðar Víkings mættu norður. KA sem hafði byrjað tímabilið á góðum útisigri á HK var staðráðið í að sækja annan sigur og það má segja að sigur strákanna hafi í raun aldrei verið í hættu í gær

Myndaveislur frá heimasigrum í blakinu

Karla- og kvennalið KA hófu blaktímabilið á góðum heimasigrum og býður Þórir Tryggvason ljósmyndari upp á myndaveislu frá báðum leikjum. Karlarnir unnu háspennusigur í oddahrinu á Þrótti Fjarðabyggð eftir að gestirnir höfðu leitt 1-2 eftir fyrstu þrjár hrinurnar

Myndaveisla er KA lagði Þrótt 3-1

KA lék sinn fyrsta leik í úrvalsdeild kvenna í blaki í gær er Þróttur Reykjavík mætti norður í KA-Heimilið. KA liðið er nokkuð breytt frá síðustu leiktíð auk þess sem að það vantaði aðeins í liðið í gær og því mátti reikna með krefjandi verkefni

Fyrsti heimaleikur strákanna er í kvöld

KA leikur sinn fyrsta heimaleik í Olísdeild karla þegar Víkingur mætir í KA-Heimilið klukkan 19:30 í kvöld. Strákarnir unnu góðan sigur í fyrsta leik vetrarins á dögunum og ætla klárlega að fylgja því eftir með ykkar stuðning í kvöld

KA/Þór með bingó á sunnudag

KA/Þór verður með stórskemmtilegt bingó á sunnudaginn klukkan 14:00 í Naustaskóla. Glæsilegir vinningar verða í boði og þá er vöfflukaffi á svæðinu. Allur ágóði fer í fyrsta evrópuverkefni stelpnanna og ljóst að þú vilt ekki missa af þessu fjöri sem hentar öllum aldri