30.11.2021
Næstum því tvö ár eru liðin frá því að A-landslið karla og kvenna í blaki spiluðu leiki en sú bið er brátt á enda. Landsliðin taka þátt í Novotel Cup í Lúxemborg dagana 28.-30. desember næstkomandi og framundan er undirbúningur fyrir mótið
30.11.2021
Iðunn Rán Gunnarsdóttir stóð í ströngu með U17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu á dögunum. Stelpurnar komu saman til æfinga í Skessunni og léku svo æfingaleik gegn liði Vals á Origo vellinum. U17 ára liðið fór þar með góðan 4-2 sigur af hólmi
30.11.2021
Auður Pétursdóttir og Rakel Hólmgeirsdóttir voru í dag valdar í lokahóp U17 ára landsliðs Íslands í blaki sem tekur þátt í undankeppni EM í Köge í Danmörku dagana 17.-19. desember næstkomandi. Tamas Kaposi er aðalþjálfari og Tamara Kaposi-Peto er aðstoðarþjálfari
30.11.2021
Landslið Íslands í knattspyrnu skipað leikmönnum 19 ára og yngri hefur staðið í ströngu að undanförnu en Þór/KA á einn fulltrúa í hópnum en það er hún Ísfold Marý Sigtryggsdóttir. Þá bættist María Catharina Ólafsdóttir Gros við hópinn í miðju verkefninu en hún leikur nú með liði Celtic
29.11.2021
Meistaraflokkar KA og KA/Þórs í handbolta standa fyrir stórglæsilegur jólahappdrætti þar sem yfir 60 vinningar eru í boði. Aðeins verður dregið úr seldum miðum og því ansi góðar líkur á að detta í lukkupottinn. Dregið verður 14. desember og því um að gera að tryggja sér miða sem fyrst
29.11.2021
Stúlknalandslið Íslands í blaki skipað leikmönnum 17 ára og yngri kom saman til æfinga á Húsavík um helgina en framundan er undankeppni fyrir Evrópumótið í desember. KA átti tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Auður Pétursdóttir og Rakel Hólmgeirsdóttir
27.11.2021
Kvennalandslið Íslands í handbolta tók þátt í æfingamóti í Tékklandi sem lauk í dag og átti KA/Þór alls fimm fulltrúa í hópnum. Þetta eru þær Aldís Ásta Heimisdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Rut Jónsdóttir og Unnur Ómarsdóttir
26.11.2021
Íþróttabandalag Akureyrar stendur fyrir fræðslufyrirlestrum um kynferðislega áreitni (KÁF) fyrir þjálfara, stjórnarmenn, starfsmenn og foreldrafulltrúa aðildarfélaga ÍBA í desember mánuði
24.11.2021
Landsbankinn og blakdeild KA framlengdu á dögunum styrktarsamning sinn til næstu tveggja ára. Landsbankinn hefur verið öflugur bakhjarl blakdeildar sem og annarra deilda félagsins og erum við afar þakklát fyrir áframhaldandi samstarf sem skiptir sköpum í okkar metnaðarfulla starfi
24.11.2021
Undirbúningur fyrir komandi knattspyrnusumar er kominn af stað og mun KA taka þátt í nýju og spennandi verkefni í byrjun næsta árs. KA er eitt 12 liða sem keppa á Scandinavian League mótinu sem fer fram dagana 24. janúar til 5. febrúar á Alicante á Spáni