03.10.2021
KA/Þór landaði sjálfum Bikarmeistaratitlinum eftir sannfærandi 26-20 sigur á Fram í úrslitaleiknum að Ásvöllum í gær. Stelpurnar sýndu frábæran leik, leiddu nær allan leikinn og var sigurinn í raun aldrei í hættu í síðari hálfleik
02.10.2021
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í október innilega til hamingju.
01.10.2021
KA/Þór tryggði sér sæti í sjálfum Bikarúrslitaleiknum með afar sannfærandi 33-16 sigri á liði FH í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í gærkvöldi. Stelpurnar náðu snemma að stinga af og var sigurinn aldrei í hættu og KA/Þór því komið í úrslitaleik bikarsins annað tímabilið í röð
01.10.2021
Knattspyrnudeild KA og Dusan Brkovic hafa framlengt samning sinn og mun Dusan því spila áfram með KA á næsta tímabili. Dusan sem er 32 ára gamall varnarmaður frá Serbíu gekk til liðs við KA fyrir nýliðið tímabil og kom frábærlega inn í liðið
29.09.2021
Coca-Cola bikarveislan hefst á morgun, fimmtudag þegar KA/Þór mætir FH í undanúrslitum keppninnar. Leikurinn fer fram að Ásvöllum og hefst klukkan 20:30. Miðasalan er hafin í Stubb og okkar hólf í stúkunni eru A-H
28.09.2021
Tvíburabræðurnir Nökkvi Þeyr og Þorri Mar Þórisson hafa framlengt við knattspyrnudeild KA og eru nú samningsbundnir félaginu út sumarið 2024. Þetta eru frábærar fréttir enda hafa bræðurnir verið ákaflega öflugir í gula og bláa búningnum og orðnir algjörir lykilmenn í KA liðinu
28.09.2021
KA/Þór á alls fjóra fulltrúa í A-landsliði Íslands sem leikur í undankeppni EM 2022 á næstunni sem og tvo fulltrúa í B-landsliðinu sem er að fara aftur af stað. Þetta er heldur betur frábær viðurkenning á okkar góða starfi en KA/Þór er eins og flestir vita ríkjandi Íslandsmeistarar
28.09.2021
Lokahóf knattspyrnudeildar KA fór fram um helgina þar sem mögnuðu tímabili KA var fagnað og gert upp. Hófið var haldið í Golfskálanum og það með Októberfest blæ undir stjórn Rikka G. Þá spiluðu þeir Stebbi Jak og Magni fyrir gesti og myndaðist svo sannarlega skemmtileg stemning
28.09.2021
Áhorfsvika
Í upphafi hvers mánaðar, 1. til og með 7. hvers mánaðar, eru foreldrum, systk. ömmum og öfum velkomið að sitja inn í sal á meðan á æfingu stendur og horfa á . Hinar vikurnar biðjum við ykkur að bíða fram í anddyri hússins ef þið ætlið að bíða eftir börnum ykkar á meðan æfingu stendur. Þetta hefur reynst mjög vel fyrir iðkendur, þjálfara og ekki síst aðstandendur.Ef af einhverjum ástæðum þið komist ekki umrædda viku þá endilega talið við þjálfara hópsins um að fá að vera inni utan þess tíma sem getinn er. Ef þið eruð með lítið barn með ykkur þegar þið horfið á vinsamlegast passið að það sé EKKI inn á æfingasvæðinu það getur skapað hættu því hraðinn á iðkendur er mikill í hlaupum og slys geta orðið.
ATH.Grímuskylda er á áhorfsvikunni, skrá þarf nafn, kennitölu og símanúmer áður en gengið er inní salinn. Skráningarblað verður aðgengilegt í forstofunni.
28.09.2021
Aðalstjórn KA boðar til opins félagsfundar um málefni Spaðadeildar KA næstkomandi fimmtudag klukkan 19:15 í KA-Heimilinu