Fréttir

Styrktu KA/Þór með glæsisokkum!

KA/Þór leikur í fyrsta skiptið í Evrópukeppni á næstu dögum er stelpurnar sækja lið KFH Istogu heim. Istogu er meistari í Kósóvó og verða báðir leikir einvígisins spilaðir í Kósóvó. Það er því krefjandi en jafnframt spennandi verkefni hjá stelpunum framundan

Rut lék sinn 100 A-landsleik

Rut Jónsdóttir náði þeim glæsilega áfanga í kvöld að leika sinn 100 A-landsleik fyrir Íslands hönd er Ísland mætti Svíþjóð á útivelli. Rut lék sinn fyrsta landsleik aðeins 17 ára gömul en hún hefur verið algjör burðarás í liðinu undanfarin ár

Höldur styrkir Blakdeild KA

Höldur og Blakdeild KA skrifuðu undir nýjan styrktarsamning í gær en Arna Hrönn Skúladóttir markaðsstjóri Hölds og Arnar Már Sigurðsson formaður Blakdeildar KA undirrituðu samninginn

Æfingar falla niður fram yfir helgi

Því miður þurfum við að halda áfram að fella niður æfingar þangað til storminum lægir. Vegna tilmæla aðgerðastjórnar LSNE höfum við ákveðið að fella niður æfingar fram til mánudags hjá öllum grunn - og leikskólahópum. Staðan verður endurmetin um helgina og önnur tilkynning gefin út á sunnudaginn. Kær kveðja Stjórn & Skrifstofustjóri FIMAK

Æfingar 16 ára og yngri í bið

Allar æfingar fyrir 16 ára og yngri í handbolta, fótbolta og blaki eru komnar í bið framyfir næstu helgi vegna stöðu Covid smita í samfélaginu. Athugið að upphaflega var fréttin að þetta næði eingöngu til 14 ára og yngri en í samráði við yfirvöld höfum við uppfært takmarkanir upp í 16 ára og yngri

Júdóæfingar falla niður þessa viku

Kæru foreldrar og iðkendur í júdó. Vegna aukinna smita í grunnskólum Akureyrar hefur stjórn júdódeildar ákveðið að fella niður æfingar hjá grunnskólakrökkum út komandi viku (4. - 8. október).

Æfingar falla niður

Tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður allar æfingar hjá FIMAK fram til fimmtudagsins 7.október vegna fjölgunar á Covid smitum á Akureyri. Tekin verður staðan aftur um miðja viku og ákveðið þá framhaldið. Gerum þetta vel og gerum þetta saman

KA/Þór Bikarmeistari!

KA/Þór landaði sjálfum Bikarmeistaratitlinum eftir sannfærandi 26-20 sigur á Fram í úrslitaleiknum að Ásvöllum í gær. Stelpurnar sýndu frábæran leik, leiddu nær allan leikinn og var sigurinn í raun aldrei í hættu í síðari hálfleik

Stórafmæli í október

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í október innilega til hamingju.

KA/Þór í Bikarúrslitaleikinn!

KA/Þór tryggði sér sæti í sjálfum Bikarúrslitaleiknum með afar sannfærandi 33-16 sigri á liði FH í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í gærkvöldi. Stelpurnar náðu snemma að stinga af og var sigurinn aldrei í hættu og KA/Þór því komið í úrslitaleik bikarsins annað tímabilið í röð