10.08.2021
Það er venja fimleikafélagsins að veita viðurkennigar í lok vetrar og hafa þessar viðurkenningar verið veittar á vorsýningu félagsins. Þar sem vorsýning félagsins fór ekki fram sökum fjöldatakmarkanna þá ákváðu þjálfarar í hópfimleikum að færa iðkendum viðurkenningarnar heim að dyrum. Viðurkenningarnar eru veittar fyrir ástundun og virkni annars vegar og mestu framfarir hins vegar. Valið var mjög erfitt eftir veturinn enda mismikið hægt að leggja stund á íþróttina vegna þeirra hamla sem hefur verið í heimunum öllum.
06.08.2021
Búið er að ráða yfirþjálfara í hópfimleikum og hefur hún þegar hafið störf hjá okkur í FIMAK.
04.08.2021
Hallgrímur Mar Steingrímsson er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu knattspyrnudeildar KA en hann sló metið er hann skoraði tvívegis í 2-1 sigri KA á Keflavík í gær á Greifavellinum. Samtals hefur Grímsi nú skorað 74 mörk fyrir félagið í deild og bikar
02.08.2021
Danski bakvörðurinn Mark Gundelach er genginn til liðs við KA og mun leika með liðinu út núverandi keppnistímabil. Mark sem er 29 ára gamall kemur frá HB Köge í Danmörku en hann hefur einnig leikið með Roskilde, SönderjyskE og Nordsjælland í Danmörku
01.08.2021
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í ágúst innilega til hamingju.
29.07.2021
Jakob Snær Árnason hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild KA út árið 2024. Jakob sem er 24 ára gamall kantmaður kemur frá Þór þar sem hann spilaði 89 leiki og skoraði í þeim 8 mörk auk þess sem hann lék eitt sumar með KF þar sem hann lék 8 leiki og skoraði 3 mörk
25.07.2021
Hasarinn heldur áfram í Pepsi Max deild karla í dag þegar KA sækir Leiknismenn heim í Breiðholtið. Með sigri blandar KA liðið sér af krafti inn í toppbaráttuna sem hefur heldur betur harnað að undanförnu auk þess sem KA hefur leikið einum leik minna en flest lið deildarinnar
20.07.2021
Dregið var í fyrstu umferðir Evrópubikarkeppni kvenna í dag en Íslandsmeistarar KA/Þórs taka þátt í fyrsta skiptið í Evrópukeppni eftir frábæran árangur á síðustu leiktíð. Raunar ætlaði liðið að taka þátt í Evrópukeppni á síðustu leiktíð en ekkert varð af því vegna Covid veirunnar
19.07.2021
Handknattleiksdeild KA í samvinnu við Icelandic Summer Games verður með strandhandboltamót í Kjarnaskógi um verslunarmannahelgina. Mótið hefur slegið í gegn undanfarin ár og stefnum við á að gera enn betur í ár
19.07.2021
KA tók á móti HK á Greifavellinum í gær en leikurinn var fyrsti heimaleikur KA liðsins á Akureyri í sumar. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum auk þess sem að þrjú ansi mikilvæg stig voru í húfi. Ekki skemmdi svo fyrir að veðrið lék við Akureyringa og mættu rétt tæplega 1.000 manns á völlinn