13.09.2021
Handboltinn fer af stað í dag og það með bombu þegar KA sækir Stjörnuna heim í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins. Raunar er þetta bikarkeppnin frá síðustu leiktíð en vegna Covid var restinni af bikarkeppninni frestað til haustsins
10.09.2021
Stelpurnar í 5. flokki KA hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum um síðustu helgi en stelpurnar lögðu FH 6-0 að velli í úrslitaleiknum sem fram fór á Greifavellinum. Stelpurnar áttu stórkostlegt sumar en þær unnu alla leiki sína og það á sannfærandi hátt en þær gerðu 115 mörk og fengu aðeins á sig 9 mörk
10.09.2021
Davíð Hlíðdal Svansson er genginn til liðs við KA en þessi öflugi og reyndi markvörður verður liðinu til taks í vetur. Davíð þekkir handboltann út og inn en hann hefur leikið með Aftureldingu, Fram og nú síðast HK auk þess sem hann lék með Nøtterøy í Noregi
08.09.2021
Blakdeild KA hefur gert nýja samninga við þau Miguel Mateo Castrillo og Paula del Olmo Gomez. Þau Mateo og Paula hafa skipað algjört lykilhlutverk bæði innan sem utan vallar í blakstarfi KA undanfarin ár og virkilega ánægjulegt að þau taki áfram slaginn með okkur
08.09.2021
Handknattleiksdeild KA býður upp á þrælskemmtilegan handboltaleikjaskóla í vetur fyrir hressa krakka fædd árin 2016-2018. Skólinn sló í gegn á síðasta vetri og klárt mál að þetta skemmtilega framtak er komið til að vera
05.09.2021
KA átti þrjá fulltrúa í U19 ára landsliði kvenna sem lék á Smáþjóðamótinu SCA um helgina en leikið var á Laugarvatni. Íslenska liðið mætti Gíbraltar, Möltu og Færeyjum. Fulltrúar KA voru þær Heiðbrá Björgvinsdóttir, Jóna Margrét Arnarsdóttir og Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir
03.09.2021
5. flokkur kvenna leikur til úrslita á Íslandsmótinu bæði í A og B liðum á Greifavellinum á morgun. Stelpurnar hafa verið frábærar í sumar og ætla sér að kóróna tímabilið með stæl á heimavelli. Það er því um að gera að mæta á völlinn og styðja stelpurnar á stóra sviðinu
03.09.2021
Handboltinn byrjar að rúlla á sunnudaginn þegar KA/Þór tekur á móti Fram í leik Meistara Meistaranna kl. 14:15. Liðin mættust eins og frægt er orðið á síðasta tímabili þegar stelpurnar okkar tryggðu sér sinn fyrsta titil í sögunni
01.09.2021
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í september innilega til hamingju.
30.08.2021
Í upphafi haustannar býður fimleikafélagið upp á prufutíma. Nokkur pláss eru laus hjá félaginu og því tilvalið að prófa tíma. Fimleikar eru frábær grunnur að hreyfingu þar sem æfingar eru blanda af styrk, þoli, teygjum og tækni. Nokkrar greinar fimleika eru í boði hjá félaginu og má þar nefna leikskólahópana, grunnhópa, áhaldafimleika, hópfimleika og Parkour. Félagið leggur mikla áherslu á menntun þjálfara og tekur virkan þátt í að senda ráðna þjálfara á þjálfaranámskeið sem haldin eru á vegum Fimleikasambands Íslands ásamt því að taka almenn þjálfaranámskeið á vegum ÍSÍ. Skráningar í alla hópa nema laugardagshópa fara fram í gegnum skráningarform á Sportabler ýmist beint í viðeigandi hóp eða í gegnum nýskráningu.