31.05.2021
Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í júdó og átti Júdódeild KA alls níu fulltrúa á mótinu, sex drengi og þrjár stúlkur. Eftir erfiðan vetur voru krakkarnir spenntir að fá að reyna á sig á stóra sviðinu og ekki stóð á árangri hjá þeim
31.05.2021
Um helgina fór fram Íslandsmót yngriflokka í blaki en keppt var á Neskaupstað. Keppt var í þremur aldursflokkum og tefldi KA fram liðum í öllum flokkum og sendi alls fjögur lið til keppni
30.05.2021
Íslandsmótið í Badminton fór fram um helgina og hampaði Spaðadeild KA tveimur Íslandsmeistaratitlum. Þeir Ásgeir Adamsson og Ari Þórðarson sigruðu í B-flokki tvíliðaleiks og þá vann Ari einnig B-flokkinn í einliðaleiknum
30.05.2021
KA/Þór tók á móti ÍBV í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna í KA-Heimilinu í gær. Liðin höfðu unnið sitthvorn leikinn og því ljóst að það lið sem færi með sigur af hólmi myndi fara í lokaúrslitin og mæta þar Val
30.05.2021
Brynjar Ingi Bjarnason lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Íslands hönd í nótt er Ísland mætti Mexíkó í æfingaleik í Dallas í Bandaríkjunum. Brynjar Ingi sem er aðeins 21 árs gamall var í byrjunarliðinu og lék nær allan leikinn í hjarta varnarinnar í 2-1 tapi Íslands
28.05.2021
Jón Heiðar Sigurðsson, Allan Norðberg, Patrekur Stefánsson og Jóhann Geir Sævarsson framlengdu allir samning sinn við Handknattleiksdeild KA í dag. Þetta eru frábærar fréttir enda leika þeir allir stórt hlutverk í okkar öfluga liði sem hefur leik í úrslitakeppninni á þriðjudaginn er Valsmenn mæta norður
28.05.2021
Á morgun, laugardag, fer fram hreinn úrslitaleikur um sæti í lokaúrslitum Íslandsmótsins í handbolta. KA/Þór fær ÍBV í heimsókn klukkan 15:00 og það er alveg ljóst að þetta verður hörkuleikur enda tvö frábær lið að mætast
28.05.2021
KA og Þór mættust í lokaumferð Olísdeildar karla í handboltanum í KA-Heimilinu í gær. Það má með sanni segja að taugarnar hafi verið þandar en liðunum tókst ekki að skora mark fyrr en eftir tíu mínútna leik og að lokum þurftu þau að sætta sig við jafnan hlut með 19-19 jafntefli
27.05.2021
Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar fer fram fimmtudaginn 10. júní kl. 20:30 í matsal Giljaskóla Við hvetjum foreldra, þjálfara og aðra sem láta málefni félagsins sig varða til þess að mæta á fundinn. Það vantar fólk í trúnaðarstörf hjá félaginu, stjórn, nefndir og ráð.
27.05.2021
Fim - leikjaskóli FIMAK
Í sumar býður FIMAK upp á fim-leikjanámskeið fyrir 6-10 ára krakka (2010-2015).
Námskeiðin verða frá kl. 8:00 - 14:00 alla virka daga en einnig er hægt að kaupa pláss frá kl 8:00 – 12:00 , námskeiðin standa yfir í viku í senn.
Námskeiðin samanstanda af fimleikaæfingum og ýmsum leikjum, bæði úti og inni. Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti fyrir morgunkaffi og hádegi fyrir þá sem eru til kl 14.