Fréttir

Rut, Árni Bragi og Andri Snær best á lokahófi HSÍ

Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag þar sem handboltaveturinn sem nú er nýliðinn var gerður upp. KA og KA/Þór voru heldur betur sigursæl og rökuðu til sín verðlaunum eftir frábæran vetur þar sem KA/Þór vann alla þrjá titlana sem í boði voru og KA steig mikilvægt skref áfram er liðið komst í úrslitakeppnina

Arnór Ísak og Haraldur Bolli í U19

KA á tvo fulltrúa í æfingahóp U19 ára landsliðs Íslands í handbolta sem undirbýr sig fyrir EM í Króatíu sem fer fram í sumar. Þetta eru þeir Arnór Ísak Haddsson og Haraldur Bolli Heimisson en báðir hafa þeir fengið tækifærið með meistaraflokksliði KA í vetur

KA sækir ÍA heim klukkan 18:00

Það er loksins komið að næsta leik í fótboltanum þegar KA sækir ÍA heim niður á Skipaskaga. Strákarnir hafa verið í leikjapásu vegna landsliðsverkefnisins sem Brynjar Ingi Bjarnason tók þátt í. Leikurinn í dag hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á stod2.is fyrir áskrifendur Stöð 2 Sport

Myndir frá Íslandsmeisturum KA í 4. flokki

KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í 4. flokki yngri í handboltanum um helgina þegar strákarnir unnu frábæran 15-20 sigur á Aftureldingu í úrslitaleik. Strákarnir töpuðu ekki leik allan veturinn og standa því uppi sem Íslands- og Deildarmeistarar

Fimm úr Þór/KA á úrtaksæfingar U15

Þór/KA á alls fimm fulltrúa á úrtaksæfingum U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem fara fram dagana 21.-24. júní næstkomandi á Selfossi. Ólafur Ingi Skúlason er landsliðsþjálfari U15 og hefur umsjón með æfingunum

KA stelpur unnu TM mótið í Eyjum

KA sendi alls fimm lið á TM mótið í Vestmannaeyjum sem fór fram um helgina. TM mótið er eitt allra stærsta mót ársins og er ávallt beðið eftir því með mikilli eftirvæntingu. Ekki nóg með að hart sé barist inn á vellinum þá fer ávallt fram hæfileikakeppni milli félaganna

KA Íslandsmeistari í 4. flokki yngri

KA og Afturelding mættust í úrslitaleik Íslandsmótsins í 4. flokki karla yngri í dag en allir úrslitaleikir yngriflokka í handboltanum fóru fram í dag að Varmá í Mosfellsbæ. Lið Aftureldingar var því á heimavelli en þarna mættust tvö bestu lið landsins

Sigurmyndband Íslandsmeistara KA/Þórs

KA/Þór varð Íslandsmeistari kvenna í handbolta á dögunum eins ætti ekki að hafa farið framhjá neinum. Stelpurnar áttu stórkostlegt tímabil sem þær hófu á því að verða Meistarar Meistaranna, tryggðu sér svo Deildarmeistaratitilinn eftir harða baráttu og loks sjálfan Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Val í úrslitaeinvíginu

Rut og Árni Bragi best á lokahófi KA og KA/Þórs

Lokahóf handknattleiksdeildar KA og KA/Þórs var haldið með pompi og prakt í gær á Vitanum. Frábærum handboltavetri var þar fagnað vel og innilega þar sem Íslandsmeistaratitill KA/Þórs stóð að sjálfsögðu uppúr

KA fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Knattspyrnufélag Akureyrar og allar deildir innan félagsins fengu afhent viðurkenningarskjöl vegna endurnýjunar á fyrirmyndarfélagi ÍSÍ í KA-Heimilinu í dag