22.08.2021
Handboltinn fer að rúlla aftur á morgun, mánudaginn 23. ágúst, og birtum við hér vetrartöfluna góðu. Það er svo sannarlega mikil eftirvænting hjá okkur að byrja aftur og byggja áfram ofan á frábærum árangri á síðasta vetri
20.08.2021
Vilt þú komast á vegginn í KA-heimilinu? Heimavelli KA og KA/Þór í Olís-deildinni. Nú er það auðveldara en nokkru sinni fyrr. Til þess að gera góðan stuðning enn betri ætla KA og KA/Þór að vera með stuðningsmannavegg í KA-heimilinu í vetur
19.08.2021
Það er farið að styttast í handboltaveturinn og munu æfingar hefjast mánudaginn 23. ágúst næstkomandi. Æfingataflan sjálf er í lokayfirferð og verður kynnt um helgina
19.08.2021
Spaðadeild KA óskar eftir badmintonþjálfara fyrir komandi vetur. Gerð er krafa á reynslu úr badminton eða þjálfun en Iðkendur deildarinnar eru á aldrinum 5-18 ára
17.08.2021
Fimleikafélag Akureyrar verður með íþróttaskóla fyrir börn fædd 2016-2019
Hóparnir kallast S-hópar og æfa 1x í viku á laugardögum.
Æfingar hefjast laugardaginn 4.september.
Yfirþjálfari er Ármann Ketilsson ásamt hjálparhellum
16.08.2021
KA tók á móti Stjörnunni í Pepsi Max deildinni á Greifavellinum í gær en mikið var undir hjá báðum liðum. KA sem hefur átt frábært sumar er í hörkubaráttu við topp deildarinnar en gestirnir hafa sogast niður í botnbaráttuna og úr varð mikill baráttuleikur
13.08.2021
Rodrigo Gomes Mateo skrifaði í dag undir nýjan samning við Knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2023. Þetta eru frábærar fréttir enda hefur þessi öflugi varnarsinnaði miðjumaður komið frábærlega inn í liðið en hann er nú á sínu öðru tímabili með KA
12.08.2021
Það er farið að styttast í komandi handboltavetur og fer hið árlega æfingamót Opna Norðlenska fram nú um helgina. Eins og undanfarin ár er keppt í karla- og kvennaflokki og verður spennandi að sjá stöðuna á liðunum eftir sumarfrí
12.08.2021
KA á alls sex fulltrúa í æfingahópum U19 ára landsliða Íslands í blaki sem æfa um helgina að Varmá í Mosfellsbæ. Eftir langa Covid pásu er landsliðsstarfið farið aftur á fullt og munu hóparnir aftur æfa dagana 27.-29. ágúst næstkomandi hér á Akureyri
11.08.2021
KA sækir Keflvíkinga heim í dag í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en leikurinn hefst klukkan 17:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki komast til Keflavíkur