26.05.2021
KA/Þór sækir ÍBV heim í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna. Eyjakonur unnu 26-27 sigur í leik liðanna í KA-Heimilinu og því þurfa stelpurnar okkar að sigra í kvöld til að tryggja oddaleik í einvíginu
25.05.2021
Ívar Arnbro Þórhallsson skrifaði í dag undir sinn fyrsta samning við meistaraflokkslið KA í knattspyrnu en samningurinn er til þriggja ára. Ívar sem er 15 ára gamall er gríðarlega efnilegur markvörður sem er að koma uppúr yngriflokkum félagsins
25.05.2021
Eins og undanfarin ár verður Blakdeild KA með skemmtilegar strandblaksæfingar fyrir öfluga krakka í sumar. Paula del Olmo stýrir æfingunum sem hafa slegið í gegn á síðustu árum og ljóst að það verður enginn svikinn af fjörinu í sandinum í Kjarnaskógi
25.05.2021
Líkt og undanfarin ár verður Íþrótta- og leikjaskóli KA með hefðbundnu sniði í sumar. Námskeiðin verða sem hér segir og er skólinn opinn frá 7:45-12:15
24.05.2021
Pætur Mikkjalsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA og mun ganga til liðs við KA á næsta tímabili. Pætur sem er 24 ára gamall Færeyskur landsliðsmaður er öflugur línumaður og kemur til liðs við KA frá H71 í Færeyjum
24.05.2021
KA/Þór og ÍBV mættust í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar í KA-Heimilinu í gær. Úr varð mikill spennuleikur og var stemningin í KA-Heimilinu eftir því. Eftir hörkuleik voru það gestirnir sem lönduðu 26-27 sigri og leiða því einvígið 1-0 fyrir leik liðanna í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn
23.05.2021
Það verður mikið líf í KA-Heimilinu á morgun, mánudaginn 24. maí, þegar Héraðsmót í blaki fer fram. Þar munu krakkar frá 8 til 12 ára aldurs leika listir sínar og verður afar gaman að sjá þessa öflugu framtíðarleikmenn spreita sig
23.05.2021
Það var hart barist á Dalvíkurvelli á föstudaginn þegar KA og Víkingur mættust í toppslag í Pepsi Max deildinni. Því miður féllu hlutirnir ekki með okkur að þessu sinni en strákarnir svara fyrir sig í næsta leik, það er ekki spurning
22.05.2021
Einar Birgir Stefánsson hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild KA um tvö ár. Einar sem er 24 ára línumaður hefur verið í lykilhlutverki í meistaraflokksliði KA undanfarin ár og er það afar jákvætt að halda honum áfram innan okkar raða
22.05.2021
Strákarnir í 4. flokki yngri í handboltanum hömpuðu í gær tveimur Deildarmeistaratitlum en KA1 vann efstu deildina og það án þess að tapa leik. KA2 vann svo 3. deildina eftir harða baráttu á toppnum