Fréttir

Takk fyrir frábæran stuðning á Dalvíkurvelli!

Það hefur ekki farið framhjá neinum að KA hefur spilað heimaleiki sína til þessa á Dalvíkurvelli. Þrátt fyrir að þurfa að gera sér ferð út fyrir bæjarmörkin og svo aftur heim hefur mikill fjöldi stuðningsmanna okkar ekki látið það stoppa sig og hefur mætingin á leikina á Dalvík verið til fyrirmyndar

Skemmtimót KA í strandblaki á fimmtudaginn

Blakdeild KA stendur fyrir skemmtimóti í strandblaki á fimmtudaginn, 15. júlí, og má reikna með miklu fjöri á strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi. Fyrirkomulagið er að spilað verður í kynjaskiptum deildum þar sem liðunum verður raðað í deildir eftir styrkleika

Þór/KA og ÍBV skildu jöfn (myndaveislur)

Þór/KA tók á móti ÍBV í fyrstu umferð seinni hluta Pepsi Max deildar kvenna í fótboltanum í gær. Fyrir leik munaði aðeins einu stigi á liðunum og voru því gríðarlega mikilvæg stig í húfi fyrir bæði lið en á sama tíma og stutt er upp í efri hluta deildarinnar er stutt niður í botnbaráttuna

Grímsi og Hrannar framlengja út 2023

Hallgrímur Mar og Hrannar Björn Steingrímssynir skrifuðu báðir undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og eru nú samningsbundnir út sumarið 2023. Báðir eru þeir algjörir lykilmenn í liði KA sem er í toppbaráttu efstu deildar í sumar auk þess að vera komið áfram í Mjólkurbikarnum

Byggjum undir öflugt í­þrótta­starf

Á hverju ári stendur KA fyrir íþróttamótum fyrir stúlkur jafnt sem drengi. Um liðna helgi lauk N1 mótinu sem er eitt fjölmennasta íþróttamót sem haldið er hér á landi. Ríflega tvö þúsund drengir, hvaðanæva af landinu, kepptu sín á milli í knattspyrnu hvattir áfram af fjölskyldum og vinum

Ásdís Guðmunds framlengir um tvö ár

Ásdís Guðmundsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og leikur því áfram með Íslandsmeisturunum. Ásdís sem er 23 ára gömul er uppalin hjá KA/Þór og tók ung skrefið upp í meistaraflokk

Arnór Ísak fer á EM í Króatíu með U19

Arnór Ísak Haddsson hefur verið valinn í lokahóp U19 ára landsliðs Íslands í handbolta sem keppir á Evrópumeistaramótinu í Króatíu í sumar. Mótið hefst þann 12. ágúst næstkomandi en Ísland er með sterkt lið í árgangnum og ætlar sér stóra hluti á mótinu

Frábæru N1 móti KA lokið (myndband)

35. N1 mót KA var haldið á KA svæðinu dagana 30. júní - 3. júlí 2021. Mótið heldur áfram að stækka ár frá ári og var metþáttaka í ár er 216 lið kepptu í 9 deildum. Keppendur voru um 2.150 en alls voru leiknir 1056 leikir sem gera 29.832 mínútur af fótbolta

Orðsending knattspyrnudeildar vegna vallarmála

Að gefnu tilefni vill knattspyrnudeild KA taka eftirfarandi fram. Heimavöllur okkar Greifavöllurinn, er enn ekki tilbúinn til notkunar fyrir lið okkar, sem nú berst í toppbaráttu Pepsi Max deildar karla. Við höfðum miklar væntingar til þess að geta spilað næsta leik okkar gegn KR á heimavelli okkar, en því miður ganga þær væntingar okkar ekki eftir

Strandblaksæfingar hefjast 5. júlí

Blakdeild KA verður með skemmtilegar strandblaksæfingar fyrir U12 og U14/U16 ára hópa í júlí og ágúst. Strandblaksæfingarnar hafa slegið í gegn undanfarin ár og ljóst að það ætti enginn að láta þetta framtak framhjá sér fara