26.04.2021
Knattspyrnudeild KA og Landsbankinn skrifuðu í dag undir nýjan styrktarsamning sem mun gilda út keppnisárið 2022. Landsbankinn hefur verið öflugur bakhjarl deildarinnar og erum við afar þakklát fyrir áframhaldandi samstarf sem mun skipta miklu máli í knattspyrnustarfi KA
23.04.2021
Handknattleiksdeild KA og markvörðurinn knái Nicholas Satchwell skrifuðu í dag undir nýjan samning og er Nicholas því samningsbundinn KA næstu tvö árin. Þetta eru mikil gleðitíðindi enda hefur Nicholas komið sterkur inn í lið KA í vetur og staðið sig með prýði
23.04.2021
Dregið var í happdrætti meistaraflokks KA í knattspyrnu í dag og þökkum við öllum þeim sem styrktu liðið með því að taka þátt. Fjáröflun sem þessi skiptir sköpum fyrir baráttuna í Pepsi Max deildinni í sumar og ákaflega gaman að sjá hve margir tóku þátt að þessu sinni
23.04.2021
KA sækir Þrótt Neskaupstað heim í lokaleik Mizunodeildar kvenna í blaki í dag en nýverið tók blaksambandið þá ákvörðun að skera út leiki í deildarkeppninni til að tryggja það að úrslitakeppnin fari fram í vor
22.04.2021
KA tók á móti nágrönnum sínum í Þór í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins á KA-vellinum í gær. Liðin höfðu bæði unnið sannfærandi sigra í sínum riðli en riðlakeppninni lauk í upphafi febrúar og Akureyringar því búnir að bíða í þó nokkurn tíma eftir leiknum
22.04.2021
Baráttan heldur áfram í Olís deild karla í handboltanum í dag þegar KA sækir Gróttu heim klukkan 16:00 í Hertz höllinni. Þetta verður fyrsti leikur strákanna í akkúrat mánuð eftir síðustu Covid pásu og verður áhugavert að sjá hvernig liðin mæta til leiks
21.04.2021
Það er heldur betur stórleikur á KA-vellinum í dag þegar KA og Þór mætast í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins klukkan 19:00. Nú eru einungis nokkrir dagar í að hasarinn í sumar hefjist og verður spennandi að sjá standið á strákunum auk þess sem að leikir KA og Þórs eru ávallt veisla
21.04.2021
Það er bæjarslagur í 4. flokki karla yngri í handboltanum í dag þegar KA og Þór mætast klukkan 16:50 í KA-Heimilinu. Eins og alltaf má búast við miklum baráttuleik þegar þessi lið mætast og alveg ljóst að strákarnir okkar verða klárir í slaginn
19.04.2021
Við hjá FIMAK bjóðum foreldrum/forráðarmönnum að halda afmælisveislur fyrir börn í fimleikasalnum hjá okkur.
Ákveðið var að bjóða upp á þá nýjung að bjóða salinn til útleigu á fimmtudaginn 22.apríl eða sumardaginn fyrsta.
Laus eru tvö pláss þann dag.
Ef þið hafið áhuga á að nýta ykkur það endilega sendið okkur póst á afmæli@fimak.is eða hér í gegnum síðuna.
16.04.2021
Handboltaleikjaskóli KA hefst að nýju á sunnudaginn eftir covid pásu en skólinn er fyrir hressa krakka fædd 2015-2017. Viðtökurnar hafa verið frábærar og hefur heldur betur verið gaman að fylgjast með krökkunum kynnast handbolta á skemmtilegan hátt