01.07.2021
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í júlí innilega til hamingju.
01.07.2021
Íþróttamaður Fimleikafélags Akureyrar árið 2020 er Salka Sverrisdóttir. Salka hefur frá leikskólaaldri æft áhaldafimleika hjá Fimak, lengst af undir stjórn Florin og Mirelu Paun en síðastliðinn vetur hjá Mihaelu og Jan Bogodoi. Salka kláraði lokaþrep íslenska fimleikastigans vorið 2019 og tóku þá við æfingar og keppni í frjálsum æfingum en þess má geta að Salka er fyrsti iðkandi Fimak til að keppa í frjálsum æfingum fyrir hönd félagsins og í vor keppti hún með fyrsta liði Fimak í frjálsum æfingum á Bikarmóti FSÍ. Á síðasta ári var hún fyrst iðkenda Fimak valin í unglingalandslið stúlkna í áhaldafimleikum og var stefnan sett á þátttöku á Norðurlandamóti sem því miður féll niður vegna Covid. Salka er dugleg, ósérhlífin og viljasterk og þessir eiginleikar hafa fleytt henni langt í íþróttinni. Hún er mikil og góð fyrirmynd annarra iðkenda félagsins, hjálpsöm, réttsýn og vingjarnleg og það er yfirleitt mikið fjör í kringum hana á æfingum. Hún er verðugur handhafi titilsins íþróttamaður Fimak og við óskum henni alls hins besta í framtíðinni.
01.07.2021
Mikkel Qvist snýr aftur til liðs við KA en knattspyrnudeild KA og Horsens hafa náð saman um lánsamning út núverandi leiktíð. Mikkel sem vakti verðskuldaða athygli með KA liðinu á síðustu leiktíð en hann lék alls 17 leiki í deild og bikar og gerði í þeim eitt mark
30.06.2021
Knattspyrnudeild KA hefur gengið frá samkomulagi við ítalska liðið U.S. Lecce um félagaskipti Brynjars Inga Bjarnasonar með hefðbundum fyrirvörum, til að mynda um læknisskoðun
29.06.2021
Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Steingerður Snorradóttir eru í lokahóp U16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem keppir á Norðurlandamótinu í Kolding í Danmörku dagana 4.-13. júlí næstkomandi
29.06.2021
Handboltastelpurnar í KA/Þór áttu stórkostlegt keppnisár og draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn er orðinn að veruleika. Eftir mikla uppbyggingu og vinnuframlag leikamanna, þjálfara, foreldra, stuðnings- og stjórnarmanna er ekki annað hægt en að skyggnast bak við tjöldin og kynnast meisturunum örlítið betur. N4 hefur unnið að heimildarmynd um gullstelpurnar.
28.06.2021
Dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í dag og var KA í pottinum eftir dramatískan 1-2 útisigur á Stjörnunni á dögunum. Aftur varð niðurstaðan útileikur og aftur gegn andstæðing úr efstu deild en að þessu sinni sækja strákarnir Keflvíkinga heim
23.06.2021
Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag þar sem handboltaveturinn sem nú er nýliðinn var gerður upp. KA og KA/Þór voru heldur betur sigursæl og rökuðu til sín verðlaunum eftir frábæran vetur þar sem KA/Þór vann alla þrjá titlana sem í boði voru og KA steig mikilvægt skref áfram er liðið komst í úrslitakeppnina
16.06.2021
KA á tvo fulltrúa í æfingahóp U19 ára landsliðs Íslands í handbolta sem undirbýr sig fyrir EM í Króatíu sem fer fram í sumar. Þetta eru þeir Arnór Ísak Haddsson og Haraldur Bolli Heimisson en báðir hafa þeir fengið tækifærið með meistaraflokksliði KA í vetur
16.06.2021
Það er loksins komið að næsta leik í fótboltanum þegar KA sækir ÍA heim niður á Skipaskaga. Strákarnir hafa verið í leikjapásu vegna landsliðsverkefnisins sem Brynjar Ingi Bjarnason tók þátt í. Leikurinn í dag hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á stod2.is fyrir áskrifendur Stöð 2 Sport