Fréttir

3. flokkur hampaði titlinum eftir sigur á Þór

Strákarnir í 3. flokki karla í handboltanum unnu nágranna sína í Þór 22-30 í Íþróttahöllinni í dag og hömpuðu í leikslok Deildarmeistaratitlinum fyrir sigur í 2. deild. Strákarnir hafa verið afar flottir í vetur og töpuðu aðeins einum leik

Víkingar unnu toppslaginn (myndaveisla)

KA tók á móti Víkingum í toppslag í 5. umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta á Dalvíkurvelli í gær. Bæði lið voru ósigruð með 10 stig fyrir leikinn og var mikil eftirvænting fyrir leiknum. Þórir Tryggvason ljósmyndari var á leiknum og býður til myndaveislu frá herlegheitunum og kunnum við honum bestu þakkir fyrir

Brynjar Ingi valinn í A-landslið Íslands

Brynjar Ingi Bjarnason var í dag valinn í A-landslið Íslands í knattspyrnu sem er á leið til Bandaríkjanna þar sem liðið mun spila æfingaleik við Mexíkó. Leikurinn fer fram 30. maí næstkomandi

KA tryggði úrslitakeppnissæti (myndaveisla)

KA tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í handboltanum með frábærum 30-29 sigri á FH í hádramatískum leik í KA-Heimilinu. Ekki nóg með að tryggja sæti í úrslitakeppninni með sigrinum þá lyfti liðið sér upp í 3.-4. sæti deildarinnar og er aðeins tveimur stigum frá FH í 2. sætinu fyrir síðustu tvær umferðirnar

Sigur tryggir sæti í úrslitakeppninni

Það er heldur betur mikið undir í kvöld er KA tekur á móti FH í Olísdeild karla. KA liðið tryggir sér sæti í úrslitakeppninni með sigri og gott betur því liðið myndi stökkva upp í 3.-4. sæti deildarinnar með sigrinum. Að leik loknum eru aðeins tvær umferðir eftir í deildinni og ansi mikilvægt að koma sér í góða stöðu

KA í lokaúrslit eftir frábæran sigur

KA tryggði sér í kvöld sæti í lokaúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla með frábærum 1-3 útisigri á HK í öðrum leik liðanna í undanúrslitum keppninnar. KA hafði unnið fyrri leik liðanna 3-1 í KA-Heimilinu og gat því með sigri klárað einvígið í kvöld

Risastórir heimaleikir á döfinni!

Það eru stórir hlutir að gerast hjá okkar liðum þessa dagana og leika karlalið KA í handbolta og fótbolta mikilvæga heimaleiki í deildarkeppninni á fimmtudag og föstudag auk þess sem KA/Þór hefur leik í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag

Sumaræfingar handboltans - skráning hafin

Handknattleiksdeild KA verður með sumaræfingar fyrir metnaðarfulla og öfluga krakka í sumar rétt eins og undanfarin ár. Æfingarnar eru samstarfsverkefni unglingaráðs og meistaraflokka KA og KA/Þórs og munu leikmenn meistaraflokka því aðstoða við æfingarnar og miðla af sinni þekkingu

KA og Þór/KA fengu útileik í bikarnum

Dregið var í Mjólkurbikarnum í hádeginu og fengu bæði KA og Þór/KA krefjandi útileiki. KA sækir Stjörnuna heim í 32-liða úrslitum karlamegin en Þór/KA sækir FH heim í 16-liða úrslitum kvennamegin

Þriðji sigur KA í röð kom í Keflavík

KA sótti Keflvíkinga heim í fjórðu umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Fyrir leikinn var KA eitt af fjórum toppliðum deildarinnar með 7 stig og alveg klárt að strákarnir voru mættir á Suðurnesið til að sækja þrjú mikilvæg stig