Fréttir

KA/Þór í úrslit eftir svakalegan leik (myndaveislur)

KA/Þór tók á móti ÍBV í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna í KA-Heimilinu í gær. Liðin höfðu unnið sitthvorn leikinn og því ljóst að það lið sem færi með sigur af hólmi myndi fara í lokaúrslitin og mæta þar Val

Brynjar Ingi lék 80 mínútur gegn Mexíkó

Brynjar Ingi Bjarnason lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Íslands hönd í nótt er Ísland mætti Mexíkó í æfingaleik í Dallas í Bandaríkjunum. Brynjar Ingi sem er aðeins 21 árs gamall var í byrjunarliðinu og lék nær allan leikinn í hjarta varnarinnar í 2-1 tapi Íslands

Jón, Allan, Patti og Jói framlengja við KA

Jón Heiðar Sigurðsson, Allan Norðberg, Patrekur Stefánsson og Jóhann Geir Sævarsson framlengdu allir samning sinn við Handknattleiksdeild KA í dag. Þetta eru frábærar fréttir enda leika þeir allir stórt hlutverk í okkar öfluga liði sem hefur leik í úrslitakeppninni á þriðjudaginn er Valsmenn mæta norður

Oddaleikurinn er á morgun! Fyllum húsið!

Á morgun, laugardag, fer fram hreinn úrslitaleikur um sæti í lokaúrslitum Íslandsmótsins í handbolta. KA/Þór fær ÍBV í heimsókn klukkan 15:00 og það er alveg ljóst að þetta verður hörkuleikur enda tvö frábær lið að mætast

Myndaveislur frá bæjarslag KA og Þórs

KA og Þór mættust í lokaumferð Olísdeildar karla í handboltanum í KA-Heimilinu í gær. Það má með sanni segja að taugarnar hafi verið þandar en liðunum tókst ekki að skora mark fyrr en eftir tíu mínútna leik og að lokum þurftu þau að sætta sig við jafnan hlut með 19-19 jafntefli

Aðalfundur FIMAK 2021

Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar fer fram fimmtudaginn 10. júní kl. 20:30 í matsal Giljaskóla Við hvetjum foreldra, þjálfara og aðra sem láta málefni félagsins sig varða til þess að mæta á fundinn. Það vantar fólk í trúnaðarstörf hjá félaginu, stjórn, nefndir og ráð.

Fim-leikjaskóli FIMAK

Fim - leikjaskóli FIMAK Í sumar býður FIMAK upp á fim-leikjanámskeið fyrir 6-10 ára krakka (2010-2015). Námskeiðin verða frá kl. 8:00 - 14:00 alla virka daga en einnig er hægt að kaupa pláss frá kl 8:00 – 12:00 , námskeiðin standa yfir í viku í senn. Námskeiðin samanstanda af fimleikaæfingum og ýmsum leikjum, bæði úti og inni. Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti fyrir morgunkaffi og hádegi fyrir þá sem eru til kl 14.

Sveinn Margeir valinn í U21 landsliðið

Sveinn Margeir Hauksson er í æfingahóp U21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu sem æfir dagana 1.-3. júní næstkomandi. Sveinn Margeir sem er 19 ára gamall kom af krafti inn í meistaraflokkslið KA á síðasta tímabili og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér

Montrétturinn undir þegar KA tekur á móti Þór

Kæru KA-menn, það er komið að því! KA tekur á móti Þór í síðustu umferð Olísdeildar karla á morgun, fimmtudag, klukkan 19:30. Strákarnir eru komnir í úrslitakeppnina en þurfa á sigri að halda til að koma sér í betri stöðu fyrir þá veislu!

Strákarnir þurfa á þínum stuðning að halda!

KA tekur á móti Hamar í síðasta heimaleik vetrarins í blakinu í kvöld en þetta er önnur viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hamar vann fyrri leikinn og ljóst að KA þarf að sigra í kvöld til að tryggja hreinan úrslitaleik um titilinn