21.02.2021
KA sótti nágranna sína í Þór heim í Olísdeild karla í dag en liðin mættust nýverið í bikarkeppninni þar sem KA fór með 23-26 sigur eftir ansi krefjandi og erfiðan leik. Leikjaálagið hefur verið svakalegt að undanförnu en leikurinn í dag var sá þriðji á sex dögum hjá strákunum og ljóst að erfitt verkefni biði þeirra í Höllinni
21.02.2021
Það er heldur betur skammt stórra högga á milli í handboltanum þessa dagana en KA sækir nágranna sína í Þór heim klukkan 16:00 í Höllinni í dag. Þetta er þriðji leikur liðsins á sex dögum auk þess sem aðeins ellefu dagar eru síðan KA og Þór mættust í Coca-Cola bikarnum
20.02.2021
KA mætti Víking Ólafsvík í Lengjubikarnum í Akraneshöllinni í dag en leikurinn var liður í 2. umferð riðlakeppninnar. Bæði lið höfðu tapað fyrsta leik sínum og ljóst að mikilvæg stig væru í húfi ef liðin vildu enn eiga möguleika á sæti í 8-liða úrslitum keppninnar
20.02.2021
KA leikur sinn annan leik í Lengjubikarnum í dag er liðið sækir Víking Ólafsvík í Akraneshöllinni klukkan 16:00. Liðin leika í riðli 1 en KA tapaði sínum fyrsta leik 0-1 gegn Íslandsmeisturum Vals í Boganum um síðustu helgi
20.02.2021
KA tók á móti Fylki í Mizunodeild karla í blaki í gærkvöldi en fyrir leikinn var KA í harðri toppbaráttu á meðan gestirnir voru enn án stiga. Það reiknuðu því flestir með þægilegum sigri KA en það kom heldur betur annað á daginn
19.02.2021
Aðalfundur knattspyrnudeildar KA sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Fundurinn verður þess í stað haldinn fimmtudaginn 25. febrúar næstkomandi klukkan 20:00 í KA-Heimilinu
19.02.2021
KA tryggði sér dýrmætt stig gegn Val í KA-Heimilinu í gærkvöldi með ótrúlegri endurkomu á lokamínútum leiksins. Það stefndi allt í sigur gestanna sem leiddu 20-26 er fimm og hálf mínúta var eftir og enn leiddu þeir 23-27 er tæpar þrjár mínútur voru eftir
19.02.2021
KA tekur á móti Fylki í Mizunodeild karla í blaki klukkan 20:00 í KA-Heimilinu. KA liðið hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og unnið síðustu fimm leiki sína eftir tap gegn Hamarsmönnum í fyrstu umferð deildarinnar
18.02.2021
KA tók á móti Val í Olísdeild karla í handboltanum í kvöld en aðeins munaði einu stigi á liðunum fyrir leikinn og bjuggust flestir við hörkuleik. Það varð heldur betur raunin og ljóst að þessi leikur mun seint renna okkur KA mönnum úr minni
18.02.2021
Það er skammt stórra högga á milli í handboltanum þessa dagana en í kvöld tekur KA á móti Valsmönnum aðeins þrem dögum eftir að strákarnir unnu frækinn sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum. Eftir þrjá daga mæta strákarnir svo Þór í öðrum nágrannaslagnum á stuttum tíma