29.01.2021
Það var heldur betur eftirvænting fyrir toppslag Aftureldingar og KA í Mizunodeild kvenna sem fór fram í kvöld. Þarna mættust liðin sem börðust um Deildarmeistaratitilinn á síðustu leiktíð auk þess sem fyrri leikur þeirra í vetur fór í oddahrinu þar sem Mosfellingar fóru með sigur af hólmi
29.01.2021
Skrifað var undir samstarfssamning milli Hölds – Bílaleigu Akureyrar og FIMAK nú á dögunum. Höldur hefur stutt vel við bakið á okkur síðustu árin og erum við í FIMAK afar þakklát fyrir þeirra mikilvæga stuðning.
29.01.2021
KA tók á móti Aftureldingu í Olísdeild karla í gærkvöldi en þetta var fyrsti leikur liðanna frá byrjun október. Það fór ekki framhjá neinum að spilformið er ekki alveg á sínum stað og tók það liðin smá tíma að finna taktinn
29.01.2021
Það er stórleikur framundan í Mizunodeild kvenna í blaki í kvöld er KA sækir Aftureldingu heim klukkan 20:00. Þarna mætast liðin sem börðust um Deildarmeistaratitilinn á síðustu leiktíð þar sem KA hafði á endanum betur og má búast við hörkuleik
29.01.2021
Kjarnafæðismótið í knattspyrnu er í fullum gangi og í kvöld leika bæði KA og Þór/KA í Boganum. Athugið að engir áhorfendur eru leyfðir á leikjunum en þess í stað verða báðir leikir í beinni á KA-TV og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála
28.01.2021
Í dag voru tilkynntir æfingahópar hjá U15 ára landsliðum karla og kvenna í knattspyrnu þar sem KA og Þór/KA alls 13 fulltrúa í hópunum. Að eiga svona marga öfluga leikmenn í æfingahópunum er ansi góður stimpill fyrir yngriflokkastarfið okkar og spennandi tímar framundan
28.01.2021
Þá er loksins komið að því að karlalið KA í handboltanum haldi áfram baráttunni í Olísdeildinni en í kvöld mætir lið Aftureldingar í KA-Heimilið. Þetta verður fyrsti leikur strákanna síðan 2. október en mikill spenningur er í hópnum og strákarnir eru klárir í slaginn
27.01.2021
KA fór austur á Neskaupstað og mætti þar liði Þróttar í Mizunodeild karla í blaki í kvöld. Bæði lið höfðu unnið sannfærandi sigra í síðustu umferð og úr varð spennandi og skemmtilegur blakleikur þar sem KA fór á endanum með sigur af hólmi
27.01.2021
Elvar Máni Guðmundsson skrifaði í gær undir sinn fyrsta leikmannasamning við knattspyrnudeild KA en hann fagnaði einmitt 15 ára afmæli sínu á sama tíma. Hann gerði gott betur en að skrifa bara undir fyrsta samninginn því hann lék einnig sinn fyrsta meistaraflokksleik er KA vann KF í gærkvöldi
27.01.2021
KA sækir Þrótt Neskaupstað heim í Mizunodeild karla í blaki í kvöld klukkan 20:00. Þá má búast við spennandi leik en heimamenn hafa sex stig í 3. sæti deildarinnar en KA sem hefur aðeins leikið tvo leiki í vetur er með þrjú stig