Fréttir

Ýmir Már framlengir við KA

Ýmir Már Geirsson framlengdi í dag samningi sínum við knattspyrnudeild KA um tvö ár og njótum við því áfram krafta þessa öfluga miðjumanns. Ýmir sem er 23 ára gamall er uppalinn hjá félaginu og hefur leikið alls 34 meistaraflokksleiki í deild og bikar

Æfingar hefjast aftur 4. janúar eftir jólafrí

Fimleikafélagið óskar öllum Gleðilegt ár og farsældar á nýju ári. Fimleikastarfið fer í gang aftur eftir jólafrí mánudaginn 4. janúar. Við erum bjartsýn með komandi ár og trúum því að takmarkanir við æfingar komi ekki til eins og árið 2020 og minnum í leiðinni á að haustönnin var framlengd og líkur 17. janúar 2021. Ef iðkandi ætlar ekki að halda áfram á vorönn þá vinsamlegast látið vita á netfangið skrifstofa@fimak.is. Ekki þarf að tilkynna með þátttöku hjá laugardagshópum. Skráning í Nora dugar til að staðfesta skráningu í leikskólahópana.

Stórafmæli í janúar

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í janúar innilega til hamingju.

Uppfærðar siðareglur KA

Aðalstjórn KA samþykkti á dögunum nýjar siðareglur félagsins en þær hafa nú verið einfaldaðar og gilda almennt yfir alla félagsmenn, hvort sem eru iðkendur, þjálfarar, stjórnarmenn og svo framvegis

Aðstoðarþjálfari í 6. og 7. flokk óskast

Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu leitar nú að aðstoðarþjálfara fyrir 6. og 7. flokk drengja. Flokkarnir æfa þrjár æfingar í viku, þriðjudaga, fimmtudaga og um helgar. Möguleiki er að þjálfa einungis á virkum dögum

KA óskar ykkur gleðilegra jóla!

Knattspyrnufélag Akureyrar óskar félagsmönnum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Á sama tíma viljum við þakka fyrir frábæran stuðning sem og alla þá ómetanlegu sjálfboðavinnu sem unnin var fyrir félagið á árinu sem nú er að líða

Losnaðu við flöskurnar og styrktu KA fyrir jólin!

Nú þegar jólahreingerningin er komin á fullt er handknattleiksdeild KA komin með gám við KA-Heimilið þar sem hægt er að losa sig við flöskur og dósir. Það er því um að gera að losa sig við flöskurnar á einfaldan og þægilegan hátt á sama tíma og þú styður við KA

Tilnefningar til íþróttafólks KA árið 2020

Nú þegar árið 2020 líður senn undir lok er komið að því að gera þetta óhefðbundna íþróttaár upp. Fyrr á árinu voru gerðar breytingar á útnefningu íþróttamanns KA og verður nú í fyrsta skiptið valinn íþróttakarl og íþróttakona félagsins

Tilnefningar til Böggubikarsins, þjálfara og liða ársins

Böggubikarinn verður afhendur í sjöunda skiptið á 93 ára afmæli KA í janúar. Alls eru sjö ungir iðkendur tilnefndir fyrir árið 2020. Þá verður í fyrsta skiptið valinn þjálfari og lið ársins hjá félaginu og eru 6 lið og 8 þjálfarar tilnefndir til verðlaunanna

Brynjar Ingi bestur, Sveinn efnilegastur

Brynjar Ingi Bjarnason hefur verið valinn besti leikmaður KA sumarið 2020 en Brynjar Ingi sem er nýorðinn 21 árs stóð fyrir sínu og rúmlega það í vörn KA liðsins. Brynjar lék alla 20 leiki KA í deild og bikar á nýliðnu sumri og skoraði auk þess sín fyrstu tvö mörk fyrir félagið