10.02.2021
Fimleikafélag Akureyrar óskar eftir að ráða skrifstofustjóra í 60% starf. FIMAK er eitt af þremur stærstu íþróttafélögum Akureyar. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf sem kemur að flestu því er viðkemur fimleikafélaginu. Skrifstofustjóri heyrir beint undir Aðalstjórn félagsins og muna vinna í nánu samstarfi við hana. Möguleiki er að fara í fullt starf með þjálfun í sal samhliða.
10.02.2021
Einn af leikjum ársins fór fram í kvöld er KA og Þór mættust í 32-liða úrslitum Coca-Cola bikars karla í handboltanum í Íþróttahöllinni. Þetta var fyrsta bikarviðureign liðanna frá árinu 1998 og má vægast sagt segja að bæjarbúar hafi beðið spenntir eftir leiknum
10.02.2021
Aðalfundur knattspyrnudeildar KA verður haldinn í KA-heimilinu föstudaginn 19. febrúar 2021 kl. 20:00
10.02.2021
Arnar Pétursson þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta valdi í dag 19 leikmenn í æfingahóp sem mun æfa á höfuðborgarsvæðinu 17.-21. febrúar næstkomandi. KA/Þór á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Ásdís Guðmundsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir
10.02.2021
KA og Þór mætast í 32-liða úrslitum Coca-Cola bikars karla klukkan 19:30 í Höllinni í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á RÚV 2. Í gær rifjuðum við upp ógleymanlega viðureign liðanna í bikarkeppninni árið 1998 sem er einmitt síðasti bikarslagur liðanna fyrir leik kvöldsins
09.02.2021
KA og Þór mættust í 4. flokki karla yngri í handbolta í kvöld en leikið var í Síðuskóla. Tímabilið er nýlega komið aftur af stað hjá strákunum eftir Covid pásu og var deildarkeppninni endurraðað til að passa upp á að hægt yrði að klára allar deildir
09.02.2021
Einn af leikjum ársins fer fram í Íþróttahöllinni á morgun, miðvikudag, er Þór og KA mætast í bikarkeppni karla í handboltanum. Liðin hafa ekki mæst í bikarkeppninni frá árinu 1998 og má með sanni segja að mikil eftirvænting sé fyrir leiknum
08.02.2021
KA tók á móti ÍR í Olísdeild karla í KA-Heimilinu í gær en fyrir leikinn var KA með 5 stig í hörkubaráttu um miðja deild en ÍR-ingar á botninum án stiga. ÍR hafði þó átt frábæran leik gegn Stjörnunni í síðustu umferð og mátti því reikna með krefjandi viðureign
08.02.2021
ÁK Smíði hefur gert tveggja ára styrktarsamning við handknattleikslið KA og KA/Þórs. ÁK Smíði kemur þar með inn í góðan hóp öflugra bakhjarla handboltans en bæði KA og KA/Þór hafa fest sig í sessi sem lið í efstu deild og situr KA/Þór nú í efsta sæti Olísdeildar kvenna
07.02.2021
KA tekur á móti ÍR í 8. umferð Olísdeildar karla í KA-Heimilinu í dag klukkan 16:00 en fyrir leikinn er KA með 5 stig eftir sex leiki en ÍR er á botni deildarinnar án stiga en hefur rétt eins og KA spilað einum leik minna en flest liðin í deildinni