15.01.2021
Heimsmeistaramótið í handbolta er í fullum gangi og um að gera að koma og prófa þessa skemmtilegu íþrótt. Ef þú hefur áhuga á að koma á æfingu og prófa handbolta hjá okkur í KA og KA/Þór þá skaltu ekki hika við að láta sjá þig, þú munt ekki sjá eftir því
15.01.2021
Dagana 20.-22 janúar næstkomandi eru úrtaksæfingar hjá bæði drengja- og stúlknalandsliðum Íslands í knattspyrnu skipuð leikmönnum 16 ára og yngri. Þór/KA á þrjá fulltrúa kvennamegin og svo eru tveir frá KA í drengjaliðinu en æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði
14.01.2021
Eftir langa íþróttapásu undanfarna mánuði er loksins komið að því að við getum farið að fylgjast aftur með liðunum okkar. Þó er ljóst að einhver bið er í að áhorfendum verði hleypt á leiki en þess í stað stefnir KA-TV á að gefa enn frekar í og sýna frá hvort sem um ræðir leiki meistaraflokka eða yngriflokka félagsins
14.01.2021
Kvennaliði KA í blaki hefur borist mikill liðsstyrkur en Mireia Orozco skrifaði í gær undir samning við blakdeild KA. Mireia sem er 27 ára gömul og kemur frá Spáni er gríðarlega öflugur kantsmassari og mun koma til með að styrkja okkar öfluga lið enn frekar
10.01.2021
Á 93 ára afmælisfögnuði KA var árið gert upp og þeir einstaklingar sem stóðu uppúr verðlaunaðir. Þar ber hæst kjör á íþróttakarli og íþróttakonu KA á árinu. Deildir félagsins tilnefndu karl og konu úr sínum röðum en knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason var valinn íþróttakarl ársins og blakkonan Gígja Guðnadóttir valin íþróttakona ársins
10.01.2021
Knattspyrnufélag Akureyrar heldur upp á 93 ára afmæli sitt að þessu sinni með sjónvarpsþætti vegna Covid 19 stöðunnar. Í þættinum er íþróttakarl og íþróttakona ársins hjá félaginu kjörin auk þjálfara og liðs ársins. Böggubikarinn er að sjálfsögðu á sínum stað og Ingvar Már Gíslason formaður flytur ávarp sitt
10.01.2021
Akureyrarbær og Knattspyrnufélag Akureyrar skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu er snýr að uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði KA við Dalsbraut. Það er ljóst að þetta eru gríðarlega jákvæð tíðindi fyrir félagið og stórt skref í átt að þeirri framtíðarstefnu sem félagið hefur unnið að undanfarin ár
08.01.2021
Þjálfarar yngri landsliða Íslands í handbolta gáfu í dag út æfingahópa fyrir komandi verkefni í sumar en um er að ræða U-21, U-19 og U-17 ára landslið karla og U-19 og U-17 ára landslið kvenna. Það má með sanni segja að okkar fulltrúar séu sýnilegir en alls voru 14 leikmenn valdir úr röðum KA og KA/Þórs
07.01.2021
Handboltaleikjaskólinn fer í gang aftur á sunnudaginn. Hann verður þó með breyttu sniði sökum COVID19. Stefnt er að því að hafa æfingu núna á sunnudaginn, 10. janúa í Íþróttahúsi Naustaskóla. Síðan er vonast eftir tilslökunum á samkomubanni þannig að foreldrar geti mætt með börnum sínum síðar í mánuðinum.
06.01.2021
Knattspyrnufélag Akureyrar fagnar 93 ára afmæli sínu þann 8. janúar næstkomandi og hefur félagið iðulega haldið upp á afmæli sitt fyrsta sunnudag eftir afmælisdaginn. Vegna Covid-19 stöðunnar verður hinsvegar breyting á fögnuðinum að þessu sinni