Fréttir

Myndband með öllum mörkum KA í sumar

Covid-19 setti heldur betur svip sinn á fótboltasumarið 2020 en þrátt fyrir það tókst KA að halda stöðugleika sínum og landa 7. sæti Pepsi Max deildarinnar. Sumarið var sögulegt en KA vann sinn 100 leik í efstu deild er liðið vann 2-4 útisigur á Gróttu og jafnaði þar að auki metið yfir flest jafntefli á einu tímabili þrátt fyrir að enn væru fjórir leikir eftir er tímabilinu var aflýst

Stórafmæli félagsmanna

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í nóvember innilega til hamingju.

Bane áfram markmannsþjálfari KA

Knattspyrnudeild KA og Branislav Radakovic hafa skrifað undir nýjan eins árs samning og verður Branislav því áfram markmannsþjálfari karlaliðs KA

Íþróttastarf verður óheimilt um allt land þar til 17. nóvember.

Því miður þá stöndum við aftur frammi fyrir því að íþróttastarf verður óheimilt um allt land þar til 17. nóvember samkvæmt nýjum hertum sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á miðnætti í kvöld, 30. október. Í Reglugerð frá heilbrigðisráðherra má lesa að íþróttir, þar með talið æfingar og keppnir, barna og fullorðinna hvort sem er innan- eða utandyra, með eða án snertingar eru óheimilar. Einstaklingsbundnar æfingar án snertingar eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing. Reglurnar verða endurmetnar eftir aðstæðum með hliðsjón af því hvort hægt verði að aflétta þeim fyrr, eða hvort framlenging sé nauðsynleg.

Elfar Árni framlengir út 2022!

Elfar Árni Aðalsteinsson skrifaði í dag undir nýjan samning og er hann nú samningsbundinn Knattspyrnudeild KA út sumarið 2022. Þetta eru gríðarlega jákvæðar fréttir en Elfar Árni er markahæsti leikmaður KA í efstu deild og hefur verið algjör lykilmaður í uppbyggingu KA frá komu sinni sumarið 2015

Júdóæfingar falla niður

Sæl verið þið ágæta júdófólk og forráðamenn. Vegna þess ástands sem ríkir í nærumhverfi okkar og hertra reglna sem taka eiga gildi nú um miðnætti höfum við tekið þá ákvörðun að fella niður allar æfingar frá og með deginum í dag (föstudag 30. október) þar til annað verður ákveðið.

Flöskugámur handknattleiksdeildar

Handknattleiksdeild KA er með gám á lóð KA þar sem hægt er að losa sig við tómar flöskuumbúðir og styrkja handboltastarfið hjá KA í leiðinni. Það er því um að gera að kíkja til okkar með flöskurnar og styðja starfið okkar í leiðinni!

André Collin tekur við stjórn karlaliðs KA

Filip Pawel Szewczyk hefur af persónulegum ástæðum ákveðið að taka sér frí frá þjálfun meistaraflokks karla og mun einbeita sér í kjölfarið að því að spila. Hann mun áfram koma að þjálfun yngri flokka félagsins

Handboltaleikjaskólinn áfram í fríi

Handboltaleikjaskóli KA verður ekki á morgun, sunnudaginn 25. október, vegna Covid stöðunnar. Stefnt er hinsvegar á að vera með tíma um næstu helgi og mun koma inn tilkynning þegar nær dregur

KA andlitsgrímur til sölu!

Nú er að hefjast sala á KA andlitsgrímum sem uppfylla öll skilyrði almannavarna og því um að gera að tryggja öryggi sitt og annarra á sama tíma og þú sýnir félaginu þínu stuðning!