Fréttir

5-0 stórsigur og sæti í úrslitum tryggt

KA mætti Dalvík/Reyni í lokaleik sínum í riðli 1 í Kjarnafæðismótinu í gærkvöldi. Fyrir leikinn hafði KA unnið 6-0 sigur á KF og 5-1 sigur á Þór 2 og dugði því jafntefli gegn liði Dalvík/Reynis til að tryggja sér sæti í úrslitaleik mótsins

KA mætir Dalvík/Reyni kl. 20:30

KA leikur lokaleik sinn í riðli 1 á Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu í kvöld er liðið mætir Dalvík/Reyni klukkan 20:30 í Boganum. KA sem hefur unnið sannfærandi sigra á KF og Þór 2 til þessa tryggir sér sigur í riðlinum með stigi eða sigri í kvöld og þar með sæti í úrslitaleiknum sjálfum

Endurkoma KA skilaði stigi í Krikanum

KA sótti FH heim í Olísdeild karla í handboltanum í gærkvöldi en fyrir leikinn voru FH-ingar með 8 stig en KA var með 4 stig en hafði leikið einum leik minna. Strákarnir voru klárir að svara fyrir svekkjandi tap í síðustu umferð og mættu vel stemmdir til leiks

Háspennusigur KA í oddahrinu

KA tók á móti Aftureldingu í Mizunodeild karla í blaki í gærkvöldi en bæði lið eru í toppbaráttu og þurftu nauðsynlega á stigunum að halda. Á sama tíma mættust Hamar og HK sem voru með fullt hús stiga fyrir kvöldið og því tveir sex stiga leikir á sama tíma

Komdu í handboltaleikjaskóla KA!

Handknattleiksdeild KA bryddaði upp á þeirri nýjung í vetur að bjóða upp á handboltaleikjaskóla fyrir hressa krakka fædd 2015-2017. Viðtökurnar hafa verið frábærar og hefur heldur betur verið gaman að fylgjast með krökkunum kynnast handbolta á skemmtilegan hátt

KA tekur á móti Aftureldingu í kvöld

KA tekur á móti Aftureldingu í Mizunodeild karla í blaki í kvöld klukkan 20:15. Liðin eru í toppbaráttunni og má búast við hörkuleik en KA liðið hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og unnið báða leiki sína á nýju ári

Útileikur í Kaplakrika kl. 19:30 í kvöld

Baráttan heldur áfram í Olísdeild karla í handboltanum í kvöld er KA sækir FH heim í Kaplakrika klukkan 19:30. Það eru mikilvæg stig í húfi en FH er með 8 stig í 2.-5. sæti deildarinnar á sama tíma og KA er með 4 stig í 8. sætinu en á leik til góða á FH

Stórafmæli félagsmanna í febrúar

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í febrúar innilega til hamingju.

Steinþór Már snýr aftur í KA

Steinþór Már Auðunsson er kominn aftur heim en þessi stóri og stæðilegi markvörður hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA. Steinþór sem verður 31 árs í febrúar gengur til liðs við KA frá Magna á Grenivík þar sem hann hefur spilað undanfarin ár

Frábær árangur KA á Héraðsmóti Völsungs

Völsungur hélt Héraðsmót í blaki í gær þar sem krakkar 15 ára og yngri léku listir sínar. Það var kærkomið fyrir iðkendur okkar að fá að komast á mót enda langt síðan síðasta yngriflokkamót fór fram