05.02.2021
KA mætti Dalvík/Reyni í lokaleik sínum í riðli 1 í Kjarnafæðismótinu í gærkvöldi. Fyrir leikinn hafði KA unnið 6-0 sigur á KF og 5-1 sigur á Þór 2 og dugði því jafntefli gegn liði Dalvík/Reynis til að tryggja sér sæti í úrslitaleik mótsins
04.02.2021
KA leikur lokaleik sinn í riðli 1 á Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu í kvöld er liðið mætir Dalvík/Reyni klukkan 20:30 í Boganum. KA sem hefur unnið sannfærandi sigra á KF og Þór 2 til þessa tryggir sér sigur í riðlinum með stigi eða sigri í kvöld og þar með sæti í úrslitaleiknum sjálfum
04.02.2021
KA sótti FH heim í Olísdeild karla í handboltanum í gærkvöldi en fyrir leikinn voru FH-ingar með 8 stig en KA var með 4 stig en hafði leikið einum leik minna. Strákarnir voru klárir að svara fyrir svekkjandi tap í síðustu umferð og mættu vel stemmdir til leiks
04.02.2021
KA tók á móti Aftureldingu í Mizunodeild karla í blaki í gærkvöldi en bæði lið eru í toppbaráttu og þurftu nauðsynlega á stigunum að halda. Á sama tíma mættust Hamar og HK sem voru með fullt hús stiga fyrir kvöldið og því tveir sex stiga leikir á sama tíma
03.02.2021
Handknattleiksdeild KA bryddaði upp á þeirri nýjung í vetur að bjóða upp á handboltaleikjaskóla fyrir hressa krakka fædd 2015-2017. Viðtökurnar hafa verið frábærar og hefur heldur betur verið gaman að fylgjast með krökkunum kynnast handbolta á skemmtilegan hátt
03.02.2021
KA tekur á móti Aftureldingu í Mizunodeild karla í blaki í kvöld klukkan 20:15. Liðin eru í toppbaráttunni og má búast við hörkuleik en KA liðið hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og unnið báða leiki sína á nýju ári
03.02.2021
Baráttan heldur áfram í Olísdeild karla í handboltanum í kvöld er KA sækir FH heim í Kaplakrika klukkan 19:30. Það eru mikilvæg stig í húfi en FH er með 8 stig í 2.-5. sæti deildarinnar á sama tíma og KA er með 4 stig í 8. sætinu en á leik til góða á FH
03.02.2021
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í febrúar innilega til hamingju.
01.02.2021
Steinþór Már Auðunsson er kominn aftur heim en þessi stóri og stæðilegi markvörður hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA. Steinþór sem verður 31 árs í febrúar gengur til liðs við KA frá Magna á Grenivík þar sem hann hefur spilað undanfarin ár
01.02.2021
Völsungur hélt Héraðsmót í blaki í gær þar sem krakkar 15 ára og yngri léku listir sínar. Það var kærkomið fyrir iðkendur okkar að fá að komast á mót enda langt síðan síðasta yngriflokkamót fór fram