Fréttir

Glæsilegar KA jólakúlur til sölu

Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu er með glæsilegar KA jólakúlur til sölu en kúlan er fallega blá, 7 cm með gullslegnu KA merki og gylltum borða. Jólakúlan kemur í fallegum kassa, kostar 3.000 kr og rennur allur ágóði af sölunni til yngriflokka KA í knattspyrnu

Happadrætti KA og KA/Þór - vinningaskrá

Happadrætti KA og KA/Þór - miðasala í fullum gangi hjá leik- og stjórnarmönnum liðanna. Miðinn kostar 2000kr en ef þú kaupir 3 miða borgar þú aðeins 5000kr.

Styrktu KA með gómsætri þristamús!

Nú getur þú prófað þristamúsina sem allir eru að tala um og styrkt KA í leiðinni! Eftirrétturinn gómsæti hefur slegið í gegn hjá Barion og Mini Garðinum fyrir sunnan og nú getur þú prófað þessa snilld sem allir eru að tala um

Æfingar hjá leikskólahópum hefjast laugardaginn 21. nóvember 2020

Æfingar hjá leikskólahópum hefjast aftur eftir sóttvarnarhlé laugardaginn 21. nóvember 2020. Forsenda þess að æfingar geti hafist er að foreldrar komi ekki inn í húsið. Við verðum því með "móttökunefnd" í forstofunni sem tekur á móti krökkunum og kemur þeim inn í æfingasalinn og skilar þeim aftur í forstofuna að æfingu lokinni. Yngstu krakkarnir verða merkt með símanúmeri foreldra til að auðveldara verði að ná í foreldra ef eitthvað kemur upp á og þau fá heimþrá. Við biðjum foreldra að leggja bifreiðum í stæði þegar krakkarnir eru sótt og koma og sækja þau að forstofunni til að koma í veg fyrir slysahættu á bílaplaninu. Við vonum að krakkarnir treysti sér til að koma á æfingu þó foreldrar verði að bíða fyrir utan og allir verði glaðir að tíma loknum.

Styrkir fyrir börn og ungt fólk í íþrótta- og æskulýðstarfi

Félagsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem koma frá tekjulágum heimilum. „Covid-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á allt íþrótta- og tómstundastarf í landinu. Þegar þrengir að fjárhag fjölskyldna er mikil hætta á að þær dragi úr þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Félagsmálaráðuneytið hefur nú opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Markmiðið með þeim er að jafna tækifæri barnanna til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Alls verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021.

Styrkir fyrir ungt fólk í íþrótta- og æskulýðstarfi

Félagsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem koma frá tekjulágum heimilum.

Æfingar hefjast fimmtudaginn 19. nóvember. Skipulag

Á morgunn fimmtudaginn 19. nóvember hefjast æfingar að nýju eftir að sóttvarnarreglur voru rýmkaðar. Fimleikahúsinu hefur verið skipt í fjögur hólf og skv. Nýjum sóttvarnarreglum mega aðeins 25 iðkendur í 5. -10 bekk vera í hverju hólfi að viðbættum tveim þjálfurum og 50 iðkendur í 1. -4. bekk að viðbættum tveim þjálfurum. Iðkendur 16 ára og eldri eru ennþá í æfingabanni. Mikilvægt er að fylgjast vel með Sportabler því einhverjar æfingar geta færst til í stundatöflu næstu daga og vikulegur æfingatími stytts. Öll skilaboð frá þjálfurum fara fram í gegnum Sportabler. Við munum nota 3 innganga inn í húsið svo vinsamlegast kynnið ykkur mynd af skiptingunni og hvaða inngangur á við um ykkar barn.

Júdóæfingar hefjast hjá yngriflokkum

Æfingar fyrir börn fædd 2005 og síðar hefjast samkvæmt æfingatöflu á morgun miðvikudag 18. nóv. Júdóæfingar barna mega hefjast aftur, samkvæmt nýrri reglugerð sem tekur gildi á morgun 18. nóv. Verður börnum fæddum 2005 og síðar heimilt að mæta aftur til æfinga. Gunni og Berenika eru full tilhlökkunar og klár í að taka við krökkunum, líkleg tilbúin með ný tök og jafnvel köst líka.

Æfingar hefjast fimmtudaginn 19. nóvember

Í ljósi þess að FSÍ var rétt í þessu að gefa út nýjar vinnureglur sem ÍSÍ hefur samþykkt þá þurfum við að nýta morgundaginn sem starfsdag og undirbúnings fyrir æfingar sem hefjast á fimmtudaginn. Vinsamlegast athugið að stundaskrá gæti riðlast meðan krafa um hólfaskiptingar og takmörkun á fjölda þjálfara í sal er til staðar. Reynt verður að koma öllum að í æfingum en þeir sem æfa mest gætu lent í að tímum fækki eithhvað. Vinsamlegast fylgist með á Sportabler hvenær æfingar eru.

Æfingar yngriflokka hefjast á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 18. nóvember, hefjast æfingar yngriflokka á ný eftir Covid pásu. Börn og unglingar á grunnskólaaldri (1. til 10. bekkur) geta nú öll farið að æfa aftur og hvetjum við okkar frábæru iðkendur eindregið til að koma sér strax aftur í gírinn eftir pásuna undanfarnar vikur