Fréttir

Bikarúrslitaleikur 3. flokks kl. 11:30 í dag

Þór/KA/Hamrarnir leika gegn Fylki í bikarúrslitum 3. flokks kvenna klukkan 11:30 á Würth vellinum í Árbænum í dag. Stelpurnar hafa verið frábærar í sumar og ætla sér klárlega að enda tímabilið á bikar!

Bættu hlaupatæknina og náðu alla leið!

Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu stendur fyrir metnaðarfullu hlaupatækninámskeiði fyrir iðkendur fædd 2005-2008 dagana 8. til 16. október næstkomandi. Þetta er frábært tækifæri fyrir metnaðarfulla iðkendur til að bæta hlaupatæknina sína og fá öðruvísi nálgun í vegferðinni í að ná alla leið!

Úrslitaleikur 3. flokks C á morgun kl. 16:30

KA og ÍA/Skallagrímur mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki karla C á KA-vellinum á morgun, laugardag, klukkan 16:30. Strákarnir hafa verið magnaðir í sumar og ætla sér þann stóra!

KA sækir Stjörnuna heim kl. 19:30

Baráttan heldur áfram í Olís deild karla í handboltanum í kvöld er KA sækir Stjörnuna heim í TM-Höllina. KA-liðið hefur farið vel af stað og er með fjögur stig af sex mögulegum og er taplaust eftir fyrstu þrjá leiki sína

Styrktu KA/Þór og KA

Nú um mánaðarmótin mun koma inn valgreiðslukrafa til allra Akureyringa sem geta þá lagt handknattleiksliðunum KA og KA/Þór lið í sinni baráttu í Olísdeildunum. Greiddu kröfunua og styrktu handboltafólkið okkar til dáða!

Útileikur gegn Breiðablik kl. 18:00

KA sækir Breiðablik heim á Kópavogsvöll klukkan 18:00 í Pepsi Max deild karla í dag. Leikurinn er liður í 14. umferð deildarinnar en var frestað vegna þátttöku Blika í Evrópukeppni. Liðin léku bæði á sunnudaginn síðasta og eiga svo aftur leik næsta sunnudag og því leikið þétt um þessar mundir

Stórafmæli félagsmanna

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í október innilega til hamingju.

Fyrsti heimaleikur strákanna er í kvöld

KA tekur á móti Hamar Hveragerði í stórleik í Mizunodeild karla í blaki klukkan 20:15 í KA-Heimilinu í kvöld. Bæði lið ætla sér stóra hluti í vetur og má búast við hörkuleik en KA liðið tryggði sér á dögunum sigur í Ofurbikarnum og er þetta fyrsti leikur liðsins í deildinni í vetur

Brynjar Ingi framlengir við KA út 2023

Brynjar Ingi Bjarnason framlengdi í dag samning sinn við Knattspyrnudeild KA og er hann nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2023. Þetta eru gríðarlega góðar fréttir enda hefur Brynjar verið frábær í vörn KA í sumar og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér

Styrktu KA með áskrift að Stöð 2 Sport!

Nú er í gangi frábært tilboð þar sem þú færð áskrift að Stöð 2 Sport Ísland á sama tíma og þú styrkir handknattleiksdeild KA. Með áskrift að Stöð 2 Sport Ísland færð þú aðgang að öllu íslensku efni á stöðinni og mánaðarverðið er aðeins 3.990 kr. á mánuði