12.09.2020
KA tekur á móti Fylkismönnum á Greifavellinum á sunnudaginn klukkan 16:00 í Pepsi Max deild karla. Árbæingar hafa leikið gríðarlega vel í sumar og sitja í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig. Það er því krefjandi verkefni framundan hjá okkar liði en KA situr í 10. sætinu með 11 stig en hefur leikið einum leik minna en Fylkismenn
12.09.2020
KA hóf tímabilið í Olís deildinni af krafti með 23-21 sigri á Fram í KA-Heimilinu í gærkvöldi. Strákarnir sýndu mikinn karakter og sigldu heim krefjandi sigri en fyrir veturinn er liðunum spáð svipuðu gengi og ljóst að sigurinn getur reynst mikilvægur þegar upp er staðið
12.09.2020
Avis bílaleiga og Blakdeild KA hafa framlengt samning sinn og því ljóst að blakliðin okkar öflugu njóta því áfram góðs stuðnings frá Avis í vetur. Þetta eru gríðarlega jákvæðar fréttir enda hefur Avis verið einn stærsti styrktaraðili Blakdeildar undanfarin ár
12.09.2020
Eftir góðan sigur strákanna í gær er komið að stelpunum að standa vaktina í handboltanum þegar KA/Þór sækir sterkt lið ÍBV heim klukkan 16:30 í dag. Eyjakonur eru með gríðarlega vel mannað lið og er spáð 2. sæti deildarinnar af flestum spámönnum og ljóst að verkefni dagsins verður krefjandi
11.09.2020
Handboltinn hefst í kvöld þegar karlalið KA tekur á móti Fram klukkan 19:30 í KA-Heimilinu. Þetta verður fyrsti keppnisleikur liðsins í hálft ár og ljóst að eftirvæntingin er mikil og ætla strákarnir sér að byrja veturinn af krafti og sækja tvö stig með ykkar stuðning
10.09.2020
Blaktímabilið hefst um helgina hér á Akureyri þegar Ofurbikarinn fer fram. Þar keppa fimm lið í karla- og kvennaflokki. Mótið hefst á föstudaginn en þá verður leikið í Naustaskóla og í Höllinni. Á laugardag og sunnudag er svo leikið í Höllinni og KA-Heimilinu
09.09.2020
KA tekur á móti Fram í fyrsta leik vetrarins í Olís deild karla í KA-Heimilinu á föstudaginn klukkan 19:30. Strákarnir eru heldur betur klárir í slaginn og ætla sér að byrja veturinn með trompi með ykkar stuðning
02.09.2020
Sólveig Lára Kristjánsdóttir skrifaði í dag undir nýjan eins árs samning við KA/Þór og tekur því slaginn með liðinu í vetur. Sólveig Lára gekk til liðs við KA/Þór veturinn 2018-2019 og átti frábært tímabil sem skilaði henni meðal annars í æfingahóp A-landsliðsins
01.09.2020
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í september innilega til hamingju.
01.09.2020
Vetrarstarfið er komið á fullt í blakinu og viljum við bjóða alla áhugasama velkomna að koma og prófa.