30.10.2020
Elfar Árni Aðalsteinsson skrifaði í dag undir nýjan samning og er hann nú samningsbundinn Knattspyrnudeild KA út sumarið 2022. Þetta eru gríðarlega jákvæðar fréttir en Elfar Árni er markahæsti leikmaður KA í efstu deild og hefur verið algjör lykilmaður í uppbyggingu KA frá komu sinni sumarið 2015
30.10.2020
Sæl verið þið ágæta júdófólk og forráðamenn. Vegna þess ástands sem ríkir í nærumhverfi okkar og hertra reglna sem taka eiga gildi nú um miðnætti höfum við tekið þá ákvörðun að fella niður allar æfingar frá og með deginum í dag (föstudag 30. október) þar til annað verður ákveðið.
29.10.2020
Handknattleiksdeild KA er með gám á lóð KA þar sem hægt er að losa sig við tómar flöskuumbúðir og styrkja handboltastarfið hjá KA í leiðinni. Það er því um að gera að kíkja til okkar með flöskurnar og styðja starfið okkar í leiðinni!
28.10.2020
Filip Pawel Szewczyk hefur af persónulegum ástæðum ákveðið að taka sér frí frá þjálfun meistaraflokks karla og mun einbeita sér í kjölfarið að því að spila. Hann mun áfram koma að þjálfun yngri flokka félagsins
24.10.2020
Handboltaleikjaskóli KA verður ekki á morgun, sunnudaginn 25. október, vegna Covid stöðunnar. Stefnt er hinsvegar á að vera með tíma um næstu helgi og mun koma inn tilkynning þegar nær dregur
23.10.2020
Nú er að hefjast sala á KA andlitsgrímum sem uppfylla öll skilyrði almannavarna og því um að gera að tryggja öryggi sitt og annarra á sama tíma og þú sýnir félaginu þínu stuðning!
15.10.2020
Æfingar yngri flokka KA í knattspyrnu hafa verið í haustfríi undanfarnar vikur en hefjast á nýjan leik laugardaginn 17. október. Frábær árangur náðist í sumar hjá liðum KA og eru gríðarlega spennandi tímar framundan í fótboltanum hjá okkur
14.10.2020
Við viljum minna alla á að huga að eigin sóttvörnum og ef að hægt er að leysa erindi þitt í KA-heimilið með símtali eða tölvupósti bendum við á að nota þá leið frekar en að koma í húsið.
12.10.2020
Kristijan Jajalo skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við Knattspyrnudeild KA og er því samningsbundinn út sumarið 2022. Þetta eru ákaflega jákvæðar fréttir enda hefur Jajalo staðið fyrir sínu í rammanum frá því hann gekk til liðs við KA fyrir sumarið 2019
12.10.2020
Kvennalið KA/Þórs í handboltanum er farið af stað með sölu á KA og Þórs náttfötum fyrir krakka sem og náttbuxur fyrir alla. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að fjárfesta í þessum glæsilegu náttfötum/náttbuxum og styrkja í leiðinni okkar frábæra lið