13.07.2020
Karlalið KA hefur fengið góðan liðsstyrk en André Collin hefur skrifað undir samning hjá félaginu og mun bæði leika með liðinu sem og koma að þjálfun karla- og kvennaliðs KA. Collin sem er 41 árs og 1,94 metrar á hæð er reynslumikill leikmaður og hefur verið gríðarlega sigursæll bæði á Spáni og í Brasilíu
13.07.2020
Baráttan heldur áfram í Pepsi Max deild karla í dag þegar KA tekur á móti Fjölni á Greifavellinum klukkan 18:00. Bæði lið eru án sigurs eftir fyrstu leiki sumarsins og ljóst að gríðarlega mikilvæg stig eru í húfi fyrir bæði lið
12.07.2020
Þór/KA tók á móti Keflavík í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær en leikurinn var fyrsti leikurinn hjá okkar liði í þó nokkurn tíma en síðasti leikur fór fram 24. júní. Á sama tíma hefur lið Keflavíkur verið á miklu skriði en Keflavík er á toppi Lengjudeildarinnar og mátti því búast við hörkuleik
06.07.2020
Við í KA búum svo vel að njóta krafta nokkurra frábærra ljósmyndara sem mynda starf okkar í bak og fyrir. Það hefur heldur betur verið nóg að gera undanfarnar vikur í fótboltanum og birtum við nú myndaveislur frá fyrstu þremur heimaleikjum sumarsins
05.07.2020
34. N1 mót KA fór fram á KA-svæðinu undanfarna daga og tókst ákaflega vel til. Mótið heldur áfram að stækka ár frá ári og var metþáttaka í ár er 212 lið kepptu í 9 deildum. Keppendur voru um 2.000, 204 lið frá 49 félögum en alls voru leiknir 1060 leikir sem gera 29.952 mínútur af fótbolta
05.07.2020
KA og Breiðablik gerðu dramatískt jafntefli í dag í 4. umferð Pepsi Max deildar karla. KA komst yfir í uppbótartíma en gestirnir jöfnuðu enn síðar í uppbótartímanum. Æsispennandi lokamínútur.
05.07.2020
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í júlí innilega til hamingju.
26.06.2020
Í kvöld var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla og var KA í pottinum eftir 6-0 stórsigur liðsins á Leikni Reykjavík á Greifavellinum á miðvikudaginn. Meðal annars voru öll 12 liðin í efstu deild í pottinum og ljóst að krefjandi viðureign væri framundan
26.06.2020
KA og KA/Þór standa fyrir stórskemmtilegu handboltamóti á Akureyri um helgina fyrir 4. flokk karla og kvenna. Árlega fer iðulega mikill fjöldi ungra handboltamanna til Svíþjóðar á sumarmótið Partille Cup en það er því miður ekki í boði í sumar og brá handknattleiksdeildin því á það ráð að halda álíka sumarmót hér á Akureyri
26.06.2020
U-15 ára landslið Íslands í knattspyrnu munu æfa á næstunni og eigum við alls 8 fulltrúa í úrtökuhópum landsliðanna. Bæði lið munu æfa á Selfossi en stelpurnar munu æfa 29. júní til 2. júlí á meðan strákarnir munu æfa dagana 6.-9. júlí