12.09.2020
Eftir góðan sigur strákanna í gær er komið að stelpunum að standa vaktina í handboltanum þegar KA/Þór sækir sterkt lið ÍBV heim klukkan 16:30 í dag. Eyjakonur eru með gríðarlega vel mannað lið og er spáð 2. sæti deildarinnar af flestum spámönnum og ljóst að verkefni dagsins verður krefjandi
11.09.2020
Handboltinn hefst í kvöld þegar karlalið KA tekur á móti Fram klukkan 19:30 í KA-Heimilinu. Þetta verður fyrsti keppnisleikur liðsins í hálft ár og ljóst að eftirvæntingin er mikil og ætla strákarnir sér að byrja veturinn af krafti og sækja tvö stig með ykkar stuðning
10.09.2020
Blaktímabilið hefst um helgina hér á Akureyri þegar Ofurbikarinn fer fram. Þar keppa fimm lið í karla- og kvennaflokki. Mótið hefst á föstudaginn en þá verður leikið í Naustaskóla og í Höllinni. Á laugardag og sunnudag er svo leikið í Höllinni og KA-Heimilinu
09.09.2020
KA tekur á móti Fram í fyrsta leik vetrarins í Olís deild karla í KA-Heimilinu á föstudaginn klukkan 19:30. Strákarnir eru heldur betur klárir í slaginn og ætla sér að byrja veturinn með trompi með ykkar stuðning
02.09.2020
Sólveig Lára Kristjánsdóttir skrifaði í dag undir nýjan eins árs samning við KA/Þór og tekur því slaginn með liðinu í vetur. Sólveig Lára gekk til liðs við KA/Þór veturinn 2018-2019 og átti frábært tímabil sem skilaði henni meðal annars í æfingahóp A-landsliðsins
01.09.2020
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í september innilega til hamingju.
01.09.2020
Vetrarstarfið er komið á fullt í blakinu og viljum við bjóða alla áhugasama velkomna að koma og prófa.
29.08.2020
Sóttvarnaryfirvöld hafa veitt heimild fyrir áhorfendum á leikjum. Þar sem 100 manna samkomubann er í gildi getum við tekið við 100 áhorfendum í stúkuna á Greifavöll á morgun, sunnudag, þegar KA tekur á móti Stjörnunni klukkan 14:00
29.08.2020
Stjórn Þórs/KA og Hamranna harmar umræður um málefni tveggja leikmanna félagsins sem voru lánaðar til knattspyrnudeildar Fram fyrr í sumar, en æfðu áfram með Þór/KA vegna búsetu þeirra á Akureyri, og stóð til að kalla til baka nú í ágúst
28.08.2020
Júdóæfingar hefjast næst komandi mánudag.
Í boði eru æfingar frá 6-100 ára. Þjálfarar okkar verða þau Gunnar Örn Arnórssonog Berenika Bernat.