26.09.2020
Miðasala á leik KA og Gróttu í Olís deild karla í handboltanum hófst klukkan 12:00 í dag og lauk átján mínútum síðar. Vegna Covid reglna getum við aðeins fengið 101 áhorfanda í KA-Heimilið og ljóst að mun færri komast að en vildu
26.09.2020
Baráttan heldur áfram í Olís deild kvenna í dag þegar KA/Þór sækir FH heim í Kaplakrika klukkan 18:00. Stelpurnar töpuðu síðasta leik og eru staðráðnar í að koma sér beint aftur á beinu brautina með sigri gegn baráttuglöðu liði FH
26.09.2020
Þór/KA sækir FH heim í hreinum sex stiga leik í fallbaráttunni í Pepsi Max deild kvenna í fótboltanum. Eftir erfitt gengi að undanförnu eru stelpurnar staðráðnar í að koma sér aftur á beinu brautina og það hefst í dag
25.09.2020
Ívar Örn Árnason framlengdi í dag samningi sínum við Knattspyrnudeild KA og er hann nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2023. Þetta eru ákaflega jákvæðar fréttir enda er Ívar öflugur varnarmaður og ekki síst frábær karakter sem gefst aldrei upp
25.09.2020
KA tekur á móti Gróttu í spennuleik í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, klukkan 17:00 í 3. umferð Olís deildar karla. Strákarnir hafa byrjað veturinn vel og eru með þrjú stig af fjórum mögulegum og ætla sér að sækja önnur tvö með ykkar stuðning
25.09.2020
KA tók á móti HK á Greifavellinum í gær í Pepsi Max deild karla. Gestirnir komust yfir snemma leiks en Almarr Ormarsson tryggði KA-liðinu jafntefli með þrumuskoti fyrir utan teig er 10 mínútur lifðu leiks
24.09.2020
KA og HK mættust í hörkuleik í KA-Heimilinu í gærkvöldi í 2. umferð Mizunodeildar kvenna í blaki. Þarna mættust liðin sem hafa barist um titlana undanfarin ár og stóð leikurinn heldur betur undir nafni sem stórleikur
24.09.2020
Þór/KA/Hamrarnir og Grótta/KR mætast í undanúrslitum Íslandsmótsins í 3. flokki kvenna í knattspyrnu klukkan 12:00 í Boganum í dag. Stelpurnar eru búnar að eiga frábært sumar og tryggðu sér á dögunum sæti í bikarúrslitunum
22.09.2020
KA tekur á móti HK á Greifavellinum á fimmtudaginn klukkan 16:00 í mikilvægum leik í Pepsi Max deildinni. Með sigri geta strákarnir jafnað HK í 7. sætinu en HK er með 18 stig eftir 15 leiki á sama tíma og KA er með 15 stig í 10. sætinu eftir 14 leiki
22.09.2020
KA tekur á móti HK í annarri umferð Mizunodeildar kvenna í blaki í KA-Heimilinu á miðvikudaginn klukkan 20:00. Liðin hafa barist um helstu titlana undanfarin ár og má búast við svakalegum leik en KA liðið er með eitt stig eftir fyrsta leik vetrarins þar sem liðið tapaði í oddahrinu gegn Aftureldingu