15.12.2020
Smelltu á fréttina til að sjá vinningshafa í happadrætti handknattleiksdeildar KA og KA/Þór
Nálgast má vinningana í KA-heimilinu frá klukkan 16:00 á miðvikudaginn 16.desember og fram að Þorláksmessu gegn framvísun vinningsmiðans.
14.12.2020
Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu er með glæsilegar KA jólakúlur til sölu en kúlan er fallega blá, 7 cm með gullslegnu KA merki og gylltum borða. Jólakúlan kemur í fallegum kassa, kostar 3.000 kr og rennur allur ágóði af sölunni til yngriflokka KA í knattspyrnu
12.12.2020
Hallgrímur Jónasson hefur skrifað undir nýjan samning við Knattspyrnudeild KA og verður því áfram aðstoðarþjálfari liðsins. Arnar Grétarsson tók við stjórn sem aðalþjálfari liðsins í sumar og hefur samstarf þeirra Arnars og Hallgríms gengið afar vel og mjög jákvætt að njóta áfram krafta þeirra á komandi tímabili
11.12.2020
Handboltaleikjaskólinn fer í gang aftur á sunnudaginn. Hann verður þó með breyttu sniði sökum COVID19.
Aðeins börn sem treysta sér að vera án foreldra sinna á meðan æfingunni stendur eru hvött til þess að koma.
03.12.2020
Knattspyrnudeild KA og Steinþór Freyr Þorsteinsson hafa gert eins árs framlengingu á samning sínum og því ljóst að Steinþór leikur með KA á næstu leiktíð. Þetta eru miklar gleðifregnir enda er Steinþór öflugur leikmaður og flottur karakter sem hefur komið sterkur inn í félagið
01.12.2020
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í desember innilega til hamingju.
27.11.2020
Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu er með glæsilegar KA jólakúlur til sölu en kúlan er fallega blá, 7 cm með gullslegnu KA merki og gylltum borða. Jólakúlan kemur í fallegum kassa, kostar 3.000 kr og rennur allur ágóði af sölunni til yngriflokka KA í knattspyrnu
26.11.2020
Happadrætti KA og KA/Þór - miðasala í fullum gangi hjá leik- og stjórnarmönnum liðanna.
Miðinn kostar 2000kr en ef þú kaupir 3 miða borgar þú aðeins 5000kr.
23.11.2020
Nú getur þú prófað þristamúsina sem allir eru að tala um og styrkt KA í leiðinni! Eftirrétturinn gómsæti hefur slegið í gegn hjá Barion og Mini Garðinum fyrir sunnan og nú getur þú prófað þessa snilld sem allir eru að tala um
20.11.2020
Æfingar hjá leikskólahópum hefjast aftur eftir sóttvarnarhlé laugardaginn 21. nóvember 2020. Forsenda þess að æfingar geti hafist er að foreldrar komi ekki inn í húsið. Við verðum því með "móttökunefnd" í forstofunni sem tekur á móti krökkunum og kemur þeim inn í æfingasalinn og skilar þeim aftur í forstofuna að æfingu lokinni. Yngstu krakkarnir verða merkt með símanúmeri foreldra til að auðveldara verði að ná í foreldra ef eitthvað kemur upp á og þau fá heimþrá. Við biðjum foreldra að leggja bifreiðum í stæði þegar krakkarnir eru sótt og koma og sækja þau að forstofunni til að koma í veg fyrir slysahættu á bílaplaninu. Við vonum að krakkarnir treysti sér til að koma á æfingu þó foreldrar verði að bíða fyrir utan og allir verði glaðir að tíma loknum.