Fréttir

Arnar Grétarsson framlengir við KA

Arnar Grétarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Knattspyrnudeild KA og mun því áfram stýra KA. Arnar sem tók við liðinu í júlí síðastliðnum hefur komið af miklum krafti inn í starfið og aðeins tapað einum leik í Pepsi Max deildinni og híft liðið upp töfluna

Handboltaskólinn í fríi um helgina

Handboltaleikjaskóli KA fer í smá frí vegna Covid stöðunnar og verður því ekki tími á sunnudaginn. Handboltaleikjaskólinn er nýtt framtak hjá Handknattleikdeild KA sem gefur krökkum fædd árin 2015-2017 tækifæri á að hreyfa sig og fá smjörþefinn af því að æfa handbolta en skólinn fer iðulega fram kl. 10:00 í Naustaskóla á sunnudögum

Orðsending vegna júdóæfinga næstu daga

Mikilvægasta vörnin gegn COVID-19 í tengslum við æfingar er að farið sé eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda eins og nokkur kostur er. Heimilt er að stunda keppnisíþróttir og við stefnum því á að halda úti júdóæfingum eins og kostur er. Undanþága frá 1 metra reglu fyrir iðkendur og þjálfara gildir aðeins á æfingasvæðinu, ekki utan þess.

Myndaveisla frá mikilvægum sigri Þórs/KA

Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Selfyssingum í Pepsi Max deild kvenna er liðin mættust í Boganum á sunnudaginn. Baráttan í deildinni er gríðarlega hörð og skiptir hvert einasta stig gríðarlega miklu máli en nú eru aðeins tvær umferðir eftir af deildinni

Hörkuleikur framundan á Víkingsvelli í dag

KA sækir Víkinga heim klukkan 14:00 á Víkingsvöll í Pepsi Max deildinni í dag. Með mikilli baráttu er KA liðið búið að koma sér upp í 8. sæti deildarinnar og ætlar sér enn hærra en aðeins stigi ofar eru Skagamenn í 7. sætinu

Mikilvægur leikur hjá Þór/KA í Boganum

Þór/KA tekur á móti Selfoss klukkan 13:30 í Boganum í dag í mikilvægum leik í Pepsi Max deild kvenna. Stelpurnar unnu góðan sigur í síðustu umferð og ætla sér önnur mikilvæg þrjú stig í dag í baráttunni um áframhaldandi veru í efstu deild

Bikarúrslitaleikur 3. flokks kl. 11:30 í dag

Þór/KA/Hamrarnir leika gegn Fylki í bikarúrslitum 3. flokks kvenna klukkan 11:30 á Würth vellinum í Árbænum í dag. Stelpurnar hafa verið frábærar í sumar og ætla sér klárlega að enda tímabilið á bikar!

Bættu hlaupatæknina og náðu alla leið!

Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu stendur fyrir metnaðarfullu hlaupatækninámskeiði fyrir iðkendur fædd 2005-2008 dagana 8. til 16. október næstkomandi. Þetta er frábært tækifæri fyrir metnaðarfulla iðkendur til að bæta hlaupatæknina sína og fá öðruvísi nálgun í vegferðinni í að ná alla leið!

Úrslitaleikur 3. flokks C á morgun kl. 16:30

KA og ÍA/Skallagrímur mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki karla C á KA-vellinum á morgun, laugardag, klukkan 16:30. Strákarnir hafa verið magnaðir í sumar og ætla sér þann stóra!

KA sækir Stjörnuna heim kl. 19:30

Baráttan heldur áfram í Olís deild karla í handboltanum í kvöld er KA sækir Stjörnuna heim í TM-Höllina. KA-liðið hefur farið vel af stað og er með fjögur stig af sex mögulegum og er taplaust eftir fyrstu þrjá leiki sína