26.04.2017
Það er nóg um að vera á fimmtudaginn í KA-heimilinu.
Klukkan 19:30 verður síðasta matarkvöldið í KA-heimilinu en þar verður boðið upp á nautarib-eye, franskar og bernaise-sósu. Það kostar 2000kr, sem er gjöf en ekki gjald fyrir hlaðborð af bestu gerð.
Klukkan 20:30 er síðan árlegt kynningarkvöld knattspyrnudeildar þar sem Túfa mun kynna til leiks lið sumarsins í Pepsi-deildinni. Léttar veitingar verða í boði.
26.04.2017
Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar fer fram fimmtudaginn 11.maí kl.20:30 í íþróttahölllinni.Við hvetjum foreldra, þjálfara og aðra sem láta málefni félagsins sig varða til þess að mæta á fundinn.
25.04.2017
Á fimmtudaginn kl. 17:45 mætir Þór/KA Val í fyrsta leik Pepsi-deildar kvenna.
25.04.2017
Á morgun, miðvikudag, mætir KA/Þór liði FH í oddaleik í seríu þeirra um laust sæti í Olís-deild kvenna á næsta ári. KA/Þór vann sinn heimaleik hér á sumardaginn fyrsta en tapaði í Kaplakrika á sunnudaginn. Það verður því hart barist í KA-heimilinu á miðvikudag kl. 18:00 og hvetjum við alla til þess að koma á völlinn - það er frítt inn!!
21.04.2017
Við minnum á að það er frí á æfingum í dag föstudag og á morgun laugardag
21.04.2017
Við minnum á að í dag föstudag og morgun laugardag eru ekki æfingar vegna Akureyrarfjörs
21.04.2017
Mánudaginn 24. apríl kl. 20:00 verður kynning á Pepisdeildarliði Þór/KA og 2. flokki félagsins í KA-heimilinu.
Lið sumarsins verða kynnt ásamt nýjum búningi liðsins. Veitingar í boði - allir hjartanlega velkomnir
19.04.2017
Mánudaginn 1. maí leikur KA sinn fyrsta leik í Pepsi deildinni þegar liðið sækir Breiðblik heim. Mikil eftirvænting er fyrir sumrinu hjá öllum KA mönnum og ætla stuðningsmenn að fjölmenna á leikinn.
19.04.2017
Dregið var í happadrætti KA í gærkvöldi og hér er vinningaskráin! Hægt er að nálgast vinningana upp í KA-heimili milli 13 og 17 alla virka daga.
18.04.2017
KA/Þór tekur á móti FH í fyrsta leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deild kvenna kl. 16:00 á fimmtudaginn, Sumardaginn fyrsta.