02.05.2017
Á morgun, miðvikudag mætast KA/Þór og Selfoss öðru sinni í umspili sínu um sæti í efstu deild kvenna að ári. Leikurinn er kl. 18:00 í KA-heimilinu. Frítt er á völlinn í boði Mílu
02.05.2017
Mikil stemning er í kringum KA í dag eftir frábæran 1-3 sigur liðsins á Breiðablik í Kópavogi í gær. Stuðningsmenn KA stóðu sig frábærlega í stúkunni rétt eins og leikmenn liðsins á vellinum sjálfum.
02.05.2017
Dagana 27.og 28.maí fer fram Vorsýning FIMAK.Fimleikafélagið er 40 ára í ár og mun sýningin verða glæsilegri en nokkru sinni fyrr af því tilefni.Að sögn sýningastjóranna Huldu Rúnar, Karenar Hrannar og Mihaelu Bogodai er æft stíft en mikil leynd er yfir atriðunum enn sem komið er en þær lofa mikilli skemmtun.
02.05.2017
Þriðjudaginn 3. maí kl. 18:00 í Boganum taka okkar stúlkur á móti Breiðablik.
01.05.2017
Við óskum þeim félögum sem eiga stórafmæli í maí innilega til hamingju.
30.04.2017
KA leikur á morgun, 1. maí, sinn fyrsta leik í deild þeirra bestu síðan sumarið 2004. Mikil eftirvænting er fyrir leiknum og er fjölmennur hópur sem leggur leið sína suður til að sjá leik Breiðabliks og KA á Kópavogsvelli en leikurinn hefst klukkan 17:00
30.04.2017
Þeir Brynjar Ingi, Frosti og Angantýr gera allir 3 ára samning við KA.
30.04.2017
Auka-aðalfundur handknattleiksdeildar verður haldinn sunnudaginn 07.maí
29.04.2017
KA lék sinn fyrsta evrópuleik þegar Búlgarska stórliðið CSKA Sofia mætti á Akureyrarvöll þann 19. september árið 1990. KA hafði orðið Íslandsmeistari árið 1989 og keppti því fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni Meistaraliða árið 1990
29.04.2017
Strákarnir á yngra ári í 4. flokki leika til undanúrslita á Íslandsmótinu í KA-Heimilinu á morgun, sunnudag, þegar lið HK mætir norður. Leikurinn hefst klukkan 13:30 og hvetjum við alla til að mæta og styðja strákana til sigurs enda leikurinn upp á líf og dauða, sjáumst í KA-Heimilinu, áfram KA!