18.04.2017
Friðfinnur Hermannsson, eða Freddi eins og hann var oft kallaður, lést í gærmorgun eftir erfiða baráttu við krabbamein.
Friðfinnur var leikmaður meistaraflokks karla í fótbolta til margra ára. Friðfinnur var vinsæll í hóp og einstaklega skemmtilegur liðsfélagi. Hann er af mikilli KA fjölskyldu en bæði hann, bræður hans og foreldrar voru og eru alltaf boðin og búin til þess að hjálpa KA ef til þarf.
Við leikslok þakkar KA Fredda samveruna á liðnum áratugum og sendir fjölskyldu og ástvinum hans sínar dýpstu samúðarkveðjur
12.04.2017
Akureyrarfjör Landsbankans 2017 fer fram 20.til og með 22.april nk. ATH að engar æfingar verða hjá okkur þá daga vegna mótsins. Allir iðkendur sem æfa á virkum dögum, utan við parkour hópa, taka þátt í Akureyrarfjörinu.
12.04.2017
KA tekur á móti Grindavík í undanúrslitum Lengjubikarsins í Boganum kl. 17:15 á Skírdag
12.04.2017
Við minnum á að eftir daginn í dag fara allir hópar í páskafrí.Æfingar hefjast að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 18.apríl næstkomandi.
11.04.2017
Tveir leikir eru í gangi hjá Getraunastarfi KA, Brekkudeildin og Almenni Hópleikurinn og við skulum renna eldsnöggt yfir stöðuna.
09.04.2017
Sunnudaginn 9.apríl fór fram hja FIMAK parkourmót í samstarfi við AK Exreme.Yfir 100 þátttakendur voru á mótinu frá félögum alls staðar af landinu.Keppt var í fimm aldursflokkum, auk þess sem Akureyrarmeistara FIMAK í drengja og stúlknaflokki voru krýndir.
06.04.2017
Við óskum þeim félögum sem eiga stórafmæli í apríl innilega til hamingju.
06.04.2017
Í næstu viku, mánudag til miðvikudag, verða æfingar hjá öllum hópum samkvæmt stundaskrá.Daganna 20 til 22 april nk verður haldið innanfélagsmót (Akureyrarfjör Landsbankans) hjá okkur.
03.04.2017
Liðna helgi fór fram Íslandsmót í þrepum í Laugarbóli hjá Ármenningum.Á þessu móti keppa þeir sem náð hafa lágmarksskori í því þrepi sem þeir hafa keppt í yfir veturinn.