Fréttir

Snorri Bergþórsson ráðinn framkvæmdastjóri FIMAK

Snorri Bergþórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri FIMAK.Snorri hefur undanfarna þrjá vetur verið í viðskiptafræðinámi við HA en hann mun ljúka því námi um næstu áramót, þar sem hann á einungis eftir að skila lokaritgerð.

Vinnudagur á Akureyrarvelli á þriðjudag

Á morgun, þriðjudag, ætlum við að taka vinnudag á Akureyrarvelli þar sem við óskum eftir sjálfboðaliðum til þess að hafa völlinn og stúkuna klára fyrir fyrsta heimaleik í Pepsi-deildinni sem er á sunnudaginn næsta.

3. flokkur kvenna í úrslit á Íslandsmóti

3. flokkur kvenna bar í gær sigurorð af Fylki í undanúrslitum á Íslandsmótinu í leik sem fór fram í KA-heimilinu. Leikurinn fór 24-20 fyrir KA/Þór.

FH - KA í Kaplakrika kl. 18:00

KA sækir Íslandsmeistara FH heim í dag kl. 18:00 í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Norðurlandsmót í badminton 2017

Verður haldið í Íþróttahúsinu Hrafnagilsskóla dagana 12. - 14. maí n.k.

Íslandsmót 6. flokks karla og kvenna eldra ár - myndir

KA/Þór með bakið uppvið vegg

KA/Þór mætti Selfoss í annað sinn í umspili liðanna um laust sæti í úrvalsdeild í gær. Leiknum lyktaði með 24-20 sigri gestanna og eru þær því komnar í 2-0 í einvíginu. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sætið eftirsótta.

4. flokkur karla í úrslit á Íslandsmóti

4. flokkur karla í handbolta tryggði sér sæti í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn með sex marka sigri á HK á sunnudaginn í KA-heimilinu

Fjórir frá blakdeild í landsliðum BLÍ

BLÍ tilkynnti í dag um landsliðshópa sem taka þátt í næstu verkefnum BLÍ. Þar á KA fjóra fulltrúa. Það eru þau Hulda Elma Eysteinsdóttir, Ævarr Freyr Birgisson, Valþór Ingi Karlsson og Filip Szewzcyk.

KA sigraði Breiðablik í Pepsideildinni

KA bar sigurorð af Breiðablik, 3-1 í gær í fyrsta leik sínum í Pepsi-deildinni. Mörk KA skoruðu þeir Elfar Árni Aðalsteinsson, Darko Bulatovic og Ásgeir Sigurgeirsson. Næsti leikur KA er gegn FH á mánudaginn kl. 18:00 í Kaplakrika