Fréttir

Bleikur dagur

1.- og 2.flokkur í hópfimleikum tóku bleika æfingu í tilefni bleika dagsins og hentu auðvitað í bleiku slaufuna??

Hans Viktor skrifar undir hjá KA

Knattspyrnudeild KA barst í dag ansi góður liðsstyrkur þegar Hans Viktor Guðmundsson skrifaði undir samning út keppnistímabilið 2025. Hans Viktor er 27 ára miðvörður sem gengur til liðs við okkur frá Fjölni þar sem hann hefur leikið allan sinn feril

Harley Willard framlengir út 2025

Harley Willard skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2025. Eru þetta afar góðar fréttir enda kom Harley sterkur inn í lið KA á nýliðnu tímabili

Mikael Breki stóð fyrir sínu með U17

Mikael Breki Þórðarson stóð sig virkilega vel með U17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem keppti í undankeppni EM. Strákarnir unnu góðan sigur á Armeníu, gerðu jafntefli við Írland en töpuðu gegn Sviss

Fimm fulltrúar KA með U17 á Nevza

KA átti fimm fulltrúa í U17 ára landsliðum Íslands í blaki er kepptu á Norður-Evrópumóti NEVZA sem fram fór í Ikast í Danmörku. Báðum liðum gekk vel og enduðu að lokum í fimmta sæti

FIMAK stóð sig frábærlega á Haustmóti FSÍ

FIMAK átti 4 keppendur á haustmóti FSÍ um helgina sem fram fór í Gerplu. Þeir stóðu sig allir frábærlega vel og erum við stolt af strákunum. Sólon Sverrisson (unglingaflokkur) keppti í fjölþraut og tók þar 2.sæti. Hann hlaut brons á gólfi, gull í hringum og gull í stökki. Patrekur Páll Pétursson (3.þrep) keppti í fjölþraut og tók þar 2.sæti. Hann hlaut silfur á gólfi, brons á boghesti, gull í hringum og gull á svifrá. Jóel Orri Jóhannesson (3.þrep) fékk silfur í stökki. Mikael Máni Jensson (3.þrep) fékk gull átvíslá. Stórglæislegt hjá þeim og óskum við þeim innilega til hamingju með þessa frábæru frammistöðu, áfram FIMAK!

Stórleikur KA og Hauka kl. 19:30

Það er heldur betur handboltaveisla framundan í KA-Heimilinu í kvöld þegar KA tekur á móti Haukum í Olísdeild karla kl. 19:30. Bæði lið hafa farið vel af stað og eru með 6 stig eftir fyrstu fimm leiki vetrarins og ljóst að það er hörkuleikur framundan

Hallgrímur Mar leikið 203 leiki í röð fyrir KA!

Hallgrímur Mar Steingrímsson heldur áfram að skrifa söguna með því bæta félagsmet sín fyrir KA en hann er leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins auk þess að vera sá markahæsti. Hann gerði svo gott betur í sumar og bætti við Íslandsmeti er hann lék sinn 182 deildarleik í röð fyrir KA

Hallgrímur Mar bestur - Ingimar efnilegastur

Lokahóf knattspyrnudeildar KA fór fram um helgina eftir frábæran sigur á HK í lokaumferð Bestu deildarinnar. KA kláraði eftirminnilegt sumar með stæl en strákarnir unnu afar sannfærandi sigur í neðri hluta Bestu deildarinnar eftir að hafa farið í bikarúrslit

Áhorfsvika 9.október - 14.október

í næstu viku 9.- 14.október verður áhorfsvika í FIMAK. Þá eru foreldrum, systk. ömmum og öfum velkomið að sitja inn í sal á meðan á æfingu stendur og horfa á.Hinar vikurnar biðjum við ykkur að bíða fram í anddyri hússins ef þið ætlið að bíða eftir börnum ykkar á meðan æfingu stendur. Þetta hefur reynst mjög vel fyrir iðkendur, þjálfara og ekki síst aðstandendur. Ef af einhverjum ástæðum þið komist ekki umrædda viku þá endilega talið við þjálfara hópsins um að fá að vera inni utan þess tíma sem getinn er. Ef þið eruð með lítið barn með ykkur þegar þið horfið á vinsamlegast passið að það sé EKKI inn á æfingasvæðinu það getur skapað hættu því hraðinn á iðkendur er mikill í hlaupum og slys geta orðið.