13.11.2023
Fimak komið á almennaheillaskrá - skattafrádráttur. Skráning kemur fram á yfirliti á vef Skattsins
11.11.2023
Í morgun mættu um 150 frískir krakkar/kríli í fimleikaskóla FIMAK og leyfðu foreldrum sínum að horfa á og jafnvel prófa hinar ýmsu æfingar.
08.11.2023
Kæru stuðningsmenn KA og KA/Þórs.
Handknattleiksdeild KA ætlar að endurnýja stuðningsmannavegginn góða sem hangir uppi í stiganum í KA-heimilinu. Þar má sjá fjölda nafna sem styðja og styrkja starf handknattleiksdeildar.
Nú eru síðustu forvöð að skrá sig á vegginn en hann fer í prentun í næstu viku. Hægt er að skrá eins mörg nöfn og maður vill auk þess sem hægt er að fá lógó fyrirtækja á vegginn.
Deildin óskar eftir 10.000 kr. fyrir hvert nafn sem fer að sjálfsögðu í að styrkja starf beggja deilda - en stærri framlög eru líka vel þegin
Takk fyrir stuðninginn!
Reikningur handknattleikdeildar er: 0162-26-11888 kt 571005-0180 6599533
05.11.2023
Vel heppnuðu Þrepamóti 1 (4. og 5.þrep) lauk í dag. 186 flottir fimleikakrakkar tóku þátt og stóðu sig frábærlega.
03.11.2023
Breki Hólm Baldursson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA en Breki er gríðarlega öflugur og spennandi leikmaður sem er að koma uppúr yngriflokkastarfi félagsins
01.11.2023
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í nóvember innilega til hamingju.
30.10.2023
KA átti þrjá fulltrúa í U19 ára landsliði Íslands í blaki er keppti á Norður-Evrópumóti NEVZA sem fram fór í Finnlandi undanfarna daga. Þetta eru þær Auður Pétursdóttir, Lilja Kristín Ágústsdóttir og Lilja Rut Kristjánsdóttir en auk þeirra stýrði Miguel Mateo Castrillo þjálfari KA liðinu
30.10.2023
Helgina 4. - 5. nóvember fer fram þrepamót í áhaldafimleikum í sal Fimleikafélags Akureyrar við Giljaskóla.
25.10.2023
Knattspyrnudeild KA og Macron á Íslandi hafa gert með sér samstarfssamning til næstu ára. Macron er ítalskur íþróttavöruframleiðandi sem hefur verið í örum vexti á undanförnum árum. Vörur og þjónusta Macron verða kynntar félagsmönnum KA á næstunni
23.10.2023
FIMAK styður Kvennaverkfall 24.október 2023. Kvennþjálfarar FIMAK hafa leyfi stjórnar til að fella niður æfingar á morgun.