Fréttir

Styrktarmót handknattleiksdeildar KA 2. sept

Hið árlega styrktarmót handknattleiksdeildar KA verður haldið laugardaginn 2. september en leikið verður á Jaðarsvelli. Í fyrra mættu 136 kylfingar til leiks og var mikið fjör á vellinum

Helgi Rúnar Bragason er fallinn frá

Framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar, Helgi Rúnar Bragason, er látinn aðeins 47 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Helgi Rúnar var ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra ÍBA í mars 2018 og gegndi hann stöðunni allt til hins síðasta

Sameiningarviðræður

Á fundi stjórnar FIMAK í gær var sú àkvörðun tekin ùt frà hagsmunum FIMAK að hefja samningaviðræður við KA. Næsti fundur FIMAK og KA hefur ekki verið ákveðinn en verður settur við fyrsta tækifæri í næstu viku.

Vetrartöflur yngriflokka knattspyrnudeildar KA

Vetrarstarfið í fótboltanum fer nú senn að hefjast og birtum við hér vetrartöflur knattspyrnudeildar. Við ítrekum þó að það er afar mikilvægt að allir notist við Sportabler þar sem æfingar geta tekið breytingum, sérstaklega helgaræfingar vegna mótahalds í Boganum

Blakæfingarnar byrja á mánudaginn!

Æfingar blakdeildar KA hefjast á mánudaginn (28. ágúst) og hvetjum við alla sem hafa áhuga til að koma og prófa þessa stórskemmtilegu íþrótt. Æfingar fara fram í KA-Heimilinu, Naustaskóla og Höllinni en mikil fjölgun hefur orðið í blakinu hjá KA undanfarin ár og erum við afar stolt af því

Þorvaldur aðstoðar Örnu í vetur

Þorvaldur Þorvaldsson verður aðstoðarþjálfari KA/Þórs í vetur og verður því Örnu Valgerði Erlingsdóttur innan handar. Er þetta afar jákvætt skref en Valdi er rétt eins og Arna öllum hnútum kunnugur innan félagsins og er auk þess hokinn reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari

Laus pláss í K-hópa

Við erum með laus pláss í K-hópana okkar sem eru áhaldafimleikahópar stráka. Mario og Tumi taka vel á móti öllum strákum sem vilja koma og prófa áhaldafimleika.

Stundatafla Haustannar 2023

Æfingartafla Haustannar 2023 er loksins komin inn á heimasíðuna. Hún er birt með fyrirvara um breytingar vegna brottfalls, stundaskráa þjálfara úr framhaldsskólum og annarrar hagræðinga.

Handboltaæfingar vetrarins byrja á mánudaginn

Handboltinn fer aftur að rúlla eftir helgi og hefjast æfingar yngriflokka KA og KA/Þórs á mánudaginn, 21. ágúst. Það er svo sannarlega mikil eftirvænting hjá okkur að byrja aftur og byggja áfram ofan á frábærum árangri undanfarinna ára

Arna Valgerður aðalþjálfari KA/Þórs

Arna Valgerður Erlingsdóttir hefur verið ráðin aðalþjálfari kvennaliðs KA/Þórs og er mikil eftirvænting í okkar herbúðum fyrir komandi vetri. KA/Þór hefur á undanförnum árum stimplað sig inn sem eitt besta lið landsins og hampað meðal annars Íslandsmeistaratitlinum og Bikarmeistaratitlinum