Fréttir

Jóna Margrét til liðs við Cartagena

Jóna Margrét Arnarsdóttir skrifaði í dag undir hjá spænska liðinu FC Cartagena. Þetta er afar spennandi skref hjá okkar frábæra leikmanni en Jóna sem er enn aðeins 19 ára gömul fór fyrir liði KA sem hampaði öllum titlunum í vetur

Telma Lísa framlengir um tvö ár

Telma Lísa Elmarsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og er nú samningsbundin félaginu út tímabilið 2024-2025. Þetta eru afar jákvæðar fréttir enda Telma sterk skytta sem og öflugur varnarmaður sem er uppalin hjá KA/Þór

Aron Daði skrifar undir fyrsta samninginn

Aron Daði Stefánsson hefur skrifað undir sinn fyrsta meistaraflokkssamning við handknattleiksdeild KA. Aron Daði sem er 16 ára gamall er gríðarlega efnilegur og spennandi leikmaður sem er að koma uppúr yngriflokkum félagsins en samningurinn gildir út tímabilið 2024-2025

Dagur Árni framlengir um tvö ár

Dagur Árni Heimisson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2024-2025. Dagur Árni sem er enn aðeins 16 ára gamall spilaði stórt hlutverk í meistaraflokksliði KA á nýliðnum vetri og er einn af efnilegustu leikmönnum landsins

Heimaleikur gegn Breiðablik í undanúrslitunum

KA tryggði sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins með gríðarlega sætum 2-1 sigri á liði Grindavíkur í kvöld en sigurmarkið gerði Jakob Snær Árnason á lokamínútum leiksins. Birgir Baldvinsson kom KA yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Marko Vardic jafnaði fyrir gestina um miðbik síðari hálfleiks

Frábær vetur hjá FIMAK krökkum - Framtíðin er þeirra!

Norðurlandamótið í áhaldafimleikum fór fram í Gerplu, Versölum í helgina 2. - 3. júlí. Sólon Sverrisson var flottur fulltrúi Íslands í keppni Úrvalsliða drengja. Fimak er afar stolt af þessum flotta unga íþróttamanni .

Glæsileg vorsýning að baki

Glæsileg vorsýning að baki. Enn og aftur vill Stjórn FIMAK þakka öllum þjálfurum og sjálfboðaliðum sem lögðu fram vinnu sína. Stjórnin vill þakka Kjarnafæði/Norðlenska fyrir pylsurnar sem okkur voru gefnar. Greifanum fyrir lán á grillum/gasi. Það er venja fimleikafélagsins að veita viðurkenningar í lok vetrar. Þjálfarar sjá um það val. Viðurkenningar eru veittar fyrir ástundun og virkni annars vegar og mestu framfarir hins vegar.

Undanúrslit bikarsins í húfi á morgun

Það er heldur betur stórleikur á Greifavellinum á morgun, þriðjudag, þegar KA tekur á móti Grindavík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins klukkan 17:30. Sæti í undanúrslitum bikarsins er í húfi og alveg ljóst að við þurfum að troðfylla stúkuna og koma strákunum áfram í næstu umferð

Knattspyrnudeild óskar eftir sumarstarfsmanni

KA óskar að ráða sumarstarfsmann fyrir knattspyrnudeild. Um er að ræða fjölbreytt verkefni á vegum deildarinnar

Logi Gautason framlengir um tvö ár

Logi Gautason skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024-2025. Logi sem spilar í vinstra horni er á átjánda ári og er gríðarlega spennandi leikmaður sem steig sín fyrstu skref í meistaraflokk í vetur