21.09.2022
Handboltaleikjaskóli KA hefst á sunnudaginn, 25. september, eftir gott sumarfrí en skólinn hefur slegið í gegn undanfarin ár. Viðtökurnar hafa verið frábærar og hefur heldur betur verið gaman að fylgjast með krökkunum kynnast handbolta á skemmtilegan hátt
21.09.2022
Jóna Margrét Arnarsdóttir æfir þessa dagana með spænska liðinu FC Cartagena þar sem hún er nú á reynslu. Jóna hefur staðið í ströngu í sumar með A-landsliði Íslands í blaki í undankeppni EM og fær núna þetta spennandi tækifæri hjá öflugu liði Cartagena
21.09.2022
Handboltinn er farinn að rúlla og var heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu á dögunum er KA tók á móti ÍBV í fyrsta heimaleik vetrarins. Eftir æsispennandi leik þurftu liðin að sættast á jafnan hlut eftir 35-35 jafntefli
19.09.2022
Hallgrímur Mar Steingrímsson bætti enn eitt félagsmetið hjá KA í 0-1 sigrinum á Val á dögunum en hann er nú leikjahæsti leikmaður KA í efstu deild með 128 leiki
19.09.2022
KA vann glæsilegan 0-1 útisigur á Val í lokaumferð Bestu deildarinnar fyrir úrslitakeppnina að Hlíðarenda í gær. Þessi frábæri árangur liðsins í sumar er um margt sögufrægur en fjölmörg félagsmet féllu í sumar
16.09.2022
Það er loksins komið að fyrsta heimaleiknum í handboltanum þegar KA tekur á móti ÍBV í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, klukkan 16:30. Við teflum fram ungu og spennandi liði í vetur sem er uppfullt af uppöldum KA strákum og verður afar gaman að fylgjast með framgöngu þeirra í vetur
16.09.2022
Miguel Mateo Castrillo og Oscar Fernandez Celis hafa tekið við þjálfun hjá U17 ára landsliðum Íslands í blaki. Mateo þjálfar stúlknalandsliðið en Mateo er einnig spilandi þjálfari karlaliðs KA og svo þjálfari kvennaliðs KA og hefur heldur betur sannað sig sem einn besti blakþjálfari landsins
15.09.2022
Evrópumótið í hópfimleikum 2022 fer fram í Lúxemborg núna þessa dagana og erum við í FIMAK gríðarlega stolt að eiga hlut í þremur keppendum.
Salka Sverrisdóttir keppir með stúlknalandsliðinu sem keppir til úrslita á föstudaginn.
Gísli Már Þórðarson keppir með blönduðu liði unglinga sem keppir einnig til úrslita á föstudaginn.
Jóhann Gunnar Finnsson keppir með karlalandsliðinu og keppa þeir kl 17:15 í dag.
EM var síðast haldið fyrir níu mánuðum síðan og varð Ísland Evrópumeistarar í kvennaflokki. Karlaflokkur Íslands lenti í öðru sæti, stúlknaflokkur í öðru sæti og blandaði hópurinn í þriðja sæti.
14.09.2022
Handboltaveislan er framundan gott fólk en fyrsti heimaleikur KA í vetur er á laugardaginn þegar ÍBV kemur í heimsókn. Stelpurnar í KA/Þór taka svo á móti Haukum þann 25. september og því eina vitið að koma sér í gírinn fyrir veisluna í vetur
12.09.2022
Alex Cambray Orrason úr lyftingadeild KA keppti fyrir hönd Íslands í Frakklandi um helgina á Vestur-Evrópuleikunum í kraftlyftingum. Það má með sanni segja að Alex hafi sýnt styrk sinn en hann gerði sér lítið fyrir og vann bæði sinn flokk sem og opna flokkinn