Fréttir

Íslandsmót hjá 6. fl karla og kvenna um helgina

Um helgina fer fram fyrsta umferð Íslandsmótsins í handknattleik hjá 6. flokki karla og kvenna / eldra ár hér á Akureyri. Leikið er í KA-Heimilinu og Íþróttahöllinni en leikið er laugardag og sunnudag

Heimaleikur gegn Stjörnunni á fimmtudaginn

Það er loksins komið að næsta heimaleik í handboltanum þegar KA tekur á móti Stjörnunni í Olísdeild karla á fimmtudaginn. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og eru strákarnir okkar staðráðnir í að nýta meðbyrinn úr Evrópuævintýrinu til að tryggja tvö mikilvæg stig

Ívar Örn valinn besti leikmaður KA

Knattspyrnudeild KA fagnaði frábærum árangri sumarsins á Evrópufögnuði sínum í Sjallanum um helgina. Sumarið var gert upp og voru hinir ýmsu leikmenn verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína er KA náði sínum næstbesta árangri í sögunni

Myndaveislur frá skrautlegum Evrópuleikjum 2005

KA lék sína fyrstu Evrópuleiki í handbolta í 17 ár um nýliðna helgi er strákarnir sóttu Austurríska liðið HC Fivers heim í tveimur leikjum. Eftir hörkueinvígi þar sem KA vann fyrri leikinn 29-30 voru það Austurríkismennirnir sem fóru áfram samanlagt 59-56

Áhorfsvika 1- 7 nóvember

Í upphafi hvers mánaðar, 1. til og með 7. hvers mánaðar, eru foreldrum, systk. ömmum og öfum velkomið að sitja inn í sal á meðan á æfingu stendur og horfa á . Hinar vikurnar biðjum við ykkur að bíða fram í anddyri hússins ef þið ætlið að bíða eftir börnum ykkar á meðan æfingu stendur. Þetta hefur reynst mjög vel fyrir iðkendur, þjálfara og ekki síst aðstandendur.Ef af einhverjum ástæðum þið komist ekki umrædda viku þá endilega talið við þjálfara hópsins um að fá að vera inni utan þess tíma sem getinn er. Ef þið eruð með lítið barn með ykkur þegar þið horfið á vinsamlegast passið að það sé EKKI inn á æfingasvæðinu það getur skapað hættu því hraðinn á iðkendur er mikill í hlaupum og slys geta orðið.

Stórafmæli í nóvember

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í nóvember innilega til hamingju.

Myndaveislur er KA tryggði 2. sætið

KA tók á móti Val í lokaumferð Bestu deildarinnar í knattspyrnu á laugardaginn í blíðskaparveðri á Greifavellinum. Fyrir leikinn var KA í 2. sæti deildarinnar og alveg ljóst að strákarnir ætluðu sér sigur gegn sterku liði Vals og um leið tryggja silfurverðlaun sem er besti árangur KA frá árinu 1989

Þrjú gull og tvö silfur á fyrsta móti vetrarins

Það var heldur betur líf og fjör hjá blakdeild KA um helgina en alls tóku átta lið á vegum félagsins þátt á fyrsta móti Íslandsmótsins sem fór fram í Mosfellsbæ. Gríðarleg fjölgun iðkenda hefur átt sér stað undanfarin ár hjá okkur í blakinu og afar gaman að sjá deildina vera að uppskera eftir mikla vinnu

U17 áfram í milliriðil í forkeppni EM

U17 ára landslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér sæti í milliriðli í forkeppni EM en íslenska liðið varð í 2. sæti í sterkum riðli sem leikinn var í Makedóníu undanfarna daga. Þrír leikmenn KA léku með liðinu en þetta eru þeir Elvar Máni Guðmundsson, Ívar Arnbro Þórhallsson og Valdimar Logi Sævarsson

Amelía og Jóna í 5. sæti með U19

Þær Amelía Ýr Sigurðardóttir og Jóna Margrét Arnarsdóttir voru í eldlínunni með U19 ára landsliði Íslands í blaki sem keppti á NEVZA evrópumóti í Finnlandi um helgina. Þá var Gígja Guðnadóttir aðstoðarþjálfari liðsins