Fréttir

Fyrstu skóflustungurnar að nýjum keppnisvelli

Í dag er ansi merkur dagur í sögu Knattspyrnufélags Akureyrar en í morgun voru teknar fyrstu skóflustungurnar að nýjum keppnisvelli félagsins í knattspyrnu. Á svæðinu verður byggður upp gervigrasvöllur ásamt glæsilegri stúku

Drög af stundatöflu

Drög af stundatöflunni hafa verið birt og er hún birt með fyrirvara um breytingar. Æfingar hefjast þessa daga. K3, F3,F4 - 29.ágúst I3,I4,I5 - 29.ágúst P1,P2,P3 - 29.ágúst A1,A2 - 5.september S hópar (Krílahóparnir) - 10.september

Útileikur gegn FH í undanúrslitum bikarsins

Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikarsins í kvöld og fékk KA útileik gegn FH þann 1. september næstkomandi klukkan 17:00. Deginum áður mætast Breiðablik og Víkingar í hinum undanúrslitaleiknum og ljóst að gríðarlega spennandi leikir eru framundan á lokastigum Mjólkurbikarsins

Opið hús í FIMAK

Opið hús verður í FIMAK laugardaginn 27 ágúst milli 13:00 og 15:00

Handboltaæfingar vetrarins byrja á mánudaginn

Handboltinn fer aftur að rúlla eftir helgi og hefjast æfingar yngriflokka KA og KA/Þórs á mánudaginn, 22. ágúst. Það er svo sannarlega mikil eftirvænting hjá okkur að byrja aftur og byggja áfram ofan á frábærum árangri undanfarinna ára

KA hefur leik á Ragnarsmótinu í dag

KA hefur leik á Ragnarsmótinu í dag er strákarnir sækja heimamenn í Selfoss heim klukkan 18:30 í Set höllinni. Þetta er mikilvægur undirbúningur fyrir komandi handboltavetur en fyrsti leikur tímabilsins er 9. september næstkomandi að Ásvöllum þar sem Haukar taka á móti okkar liði

Judoæfingar eru að hefjast

Judoæfingar hefjast mánudaginn 22. ágúst í KA heimilinu. Judoæfingar eru fyrir alla einstaklinga frá 6 ára aldri (1. bekk). Við bjóðum alla velkomna að prófa, nýja sem gamla iðkendur.

KA í undanúrslit Mjólkurbikarsins!

KA vann 3-0 sigur á Ægismönnum á Greifavellinum í gær en með sigrinum tryggðu strákarnir sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og heldur frábært gengi liðsins í sumar því áfram og afar spennandi tímar framundan

KA-menn í eldlínunni með karlalandsliðinu

Karlalandslið Íslands í blaki stendur í ströngu um þessar mundir en liðið leikur í undankeppni EM 2023 þar sem Ísland leikur gegn Svartfjallalandi, Portúgal og Lúxemborg. Blaksambandið hefur verið í mikilli uppbyggingu í kringum landsliðin og umgjörðin algjörlega til fyrirmyndar

Vorsýning FIMAK 2022

Vorsýningarnar sem haldnar voru 4.júní eru komnar inná Youtube þar sem hægt er að sjá allar þrjár sýningarnar. Hér er slóð sýningar þrjár: Sýning 1: https://youtu.be/o-SueXeFCYASýning Sýning 2: https://youtu.be/dZVfcfXUmRMSýning Sýning 3: https://youtu.be/Hxmbbh9Rh_o