Fréttir

KA stelpur TM meistarar annað árið í röð!

TM mótið fór fram í Vestmannaeyjum um helgina en þar léku stelpur í 5. flokki listir sínar. KA sendi alls fjögur lið til leiks og má með sanni segja að stelpurnar hafi staðið sig eins og hetjur auk þess að skemmta sér konunglega á þessu stóra og flotta móti

Fimm fulltrúar KA í U16 sem lagði Færeyinga

Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum 16 ára og yngri lagði jafnaldra sína frá Færeyjum tvívegis í æfingaleikjum um helgina. KA átti alls fimm fulltrúa í hópnum en það eru þeir Dagur Árni Heimisson, Hugi Elmarsson, Jens Bergþórsson, Magnús Dagur Jónatansson og Óskar Þórarinsson

Sumaræfingarnar hefjast í dag!

Sumaræfingar yngstu flokka KA í fótbolta hefjast í dag, þriðjudaginn 7. júní, og má með sanni segja að mikið fjör sé framundan. Við hvetjum að sjálfsögðu áhugasama eindregið til að koma og prófa

Óðinn og Rut bestu leikmenn Íslandsmótsins

Handknattleikssamband Íslands hélt uppskeruhátíð sína í dag þar sem leikmenn sem sköruðu framúr á nýliðnum handboltavetri voru heiðraðir. Óðinn Þór Ríkharðsson og Rut Arnfjörð Jónsdóttir voru valin bestu leikmenn Íslandsmótsins og er þetta annað árið í röð sem að KA og KA/Þór eiga besta leikmann tímabilsins

Anna Þyrí og Einar Birgir framlengja

Anna Þyrí Halldórsdóttir og Einar Birgir Stefánsson skrifuðu í dag undir nýjan tveggja ára samning við KA og KA/Þór. Bæði eru þau lykilleikmenn hjá liðunum og gríðarlega jákvætt að halda þeim báðum áfram innan okkar raða

Gauti Gunnarsson til liðs við KA

Gauti Gunnarsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og mun því leika með liðinu á næstu leiktíð. Gauti er gríðarlega spennandi tvítugur örvhentur leikmaður sem gengur til liðs við KA frá ÍBV

Stórafmæli í júní

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í júní innilega til hamingju.

Sumaræfingar handboltans, skráning hafin

Handknattleiksdeild KA verður með sumaræfingar fyrir metnaðarfulla og öfluga krakka í 5.-7. flokk í sumar. Æfingarnar eru samstarfsverkefni unglingaráðs og meistaraflokka KA og KA/Þórs en leikmenn meistaraflokka munu aðstoða við æfingarnar og miðla af sinni reynslu og þekkingu til iðkenda

Skemmtilegar strandblaksæfingar í sumar

Blakdeild KA verður með skemmtilegar strandblaksæfingar fyrir hressa krakka í sumar. Strandblaksæfingarnar hafa slegið í gegn undanfarin ár og ljóst að það ætti enginn að láta þetta framtak framhjá sér fara

KA fékk heimaleik, Þór/KA útileik

Dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla og 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í dag og voru KA og Þór/KA bæði í pottinum eftir góða sigra í síðustu umferð. KA vann 4-1 sigur á Reyni Sandgerði á meðan Þór/KA vann 6-0 sigur á Haukum