05.07.2022
Dagana 11.-14. júlí næstkomandi verður KA með knattspyrnuskóla á KA-svæðinu í samstarfi við danska stórliðið FC Midtjylland og Niceair. Þetta er frábært tækifæri fyrir efnilega fótboltakrakka til að bæta sig enn frekar og ákaflega gaman að við getum boðið upp á skólann fyrir okkar iðkendur
05.07.2022
KA og Valur skildu jöfn 1-1 í stórleik á Greifavellinum í gær en liðin eru í harðri baráttu í efri hluta Bestu deildarinnar. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom mikið líf í þeim síðari þar sem KA liðið reyndi hvað það gat til að tryggja sér öll stigin
05.07.2022
Það var ansi stór helgi hjá lyftingadeild KA 25.-26. júní síðastliðinn en gríðarlegur kraftur er innan þessarar nýstofnuðu deildar félgsins. Á laugardeginum hélt deildin dómaranámskeið í KA-Heimilinu en námskeiðið veitti landsdómararéttindi í ólympískum lyftingum og útskrifuðust alls fimm dómarar
05.07.2022
36. N1 mót okkar KA manna var haldið á KA-svæðinu dagana 29. júní - 2. júlí og heppnaðist það ákaflega vel. Alls var keppt í 13 mismunandi deildum á mótinu þar sem 200 lið léku listir sínar. Keppendur voru rúmlega 2.000 en alls voru leiknir 900 leikir á mótinu og heldur betur mikið fjör á Akureyri á meðan mótinu stóð
02.07.2022
Stórkostlegu N1-móti okkar KA manna lauk í dag þar sem gríðarlega margir sjálfboðaliðar hafa lagt hönd á plóg! Á morgun, sunnudag, klukkan 11:00 ætlum við að taka saman höndum og pakka mótinu saman ofan í kassa!
Við ætlum að ganga frá og hreinsa svæðið okkar. Við þiggjum allar hendur sem mögulegt er, bæði frá iðkendum og foreldrum þeirra. Á sama tíma þökkum við ykkur fyrir frábært mót, þetta væri aldrei hægt án ykkar allra - sjáumst vonandi sem flest á morgun
25.06.2022
Fótboltaveislan heldur áfram og nú á sunnudaginn tekur KA á móti Fram í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins klukkan 16:00 á Greifavellinum. Liðin mættust nýverið í hörkuleik sem endaði með 2-2 jafntefli og alveg ljóst að við þurfum öll að fjölmenna í stúkuna til að koma strákunum áfram í næstu umferð
23.06.2022
Aldís Ásta Heimisdóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við sænska liðið Skara HF. Aldís sem er uppalin hjá KA/Þór er algjör lykilmaður í liðinu hvort sem er í sókn eða vörn. Þá lék hún sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd í vetur og gerði sín fyrstu landsliðsmörk í leik gegn Sviss
22.06.2022
Knattspyrnudeild KA hefur fengið Thomas Danielsen til liðs við þjálfarateymi meistaraflokks karla en Thomas er gríðarlega fær afrekssálfræðingur sem mun án nokkurs vafa lyfta starfi okkar upp á enn hærra plan
14.06.2022
Knattspyrnudeild KA og Greifinn skrifuðu undir nýjan styrktarsamning í dag og mun heimavöllur okkar KA-manna bera nafnið Greifavöllurinn næstu tvö árin. Sumarið 2018 gerðu KA og Greifinn fyrst álíka samning sín á milli og hefur því heimavöllur okkar hér á Akureyri borið nafnið Greifavöllurinn síðan
14.06.2022
Fyrsti heimaleikur sumarsins á KA-svæðinu er á fimmtudaginn gott fólk! Það er heldur betur veisla framundan þegar KA tekur á móti Fram í Bestu deildinni klukkan 18:00 þann 16. júní næstkomandi