01.09.2022
Það er komið að stærsta leik sumarsins til þessa þegar strákarnir sækja FH heim í undanúrslitum Mjólkurbikarsins klukkan 17:00 í dag. Það má búast við svakalegum leik og hvetjum við alla sem geta til að mæta í Hafnarfjörðinn í dag
01.09.2022
Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í september innilega til hamingju.
31.08.2022
Handboltaveturinn fer af stað á laugardaginn þegar KA sækir Valsmenn heim í leik Meistara Meistaranna og verður ansi spennandi að sjá hvernig strákunum okkar reiðir af í vetur. Við teflum fram ungu og spennandi liði sem er að langmestu leiti byggt upp af strákum sem koma uppúr starfi KA
30.08.2022
Hið árlega golfstyrktarmót handknattleiksdeildar KA verður haldið laugardaginn 10. september næstkomandi en leikið er á Jaðarsvelli. Í fyrra mættu 136 kylfingar til leiks og var heldur betur mikið fjör á vellinum
29.08.2022
Fimleikafélag Akureyrar fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á opnu húsi laugardaginn 27. ágúst síðastliðinn.
27.08.2022
Æfingar blakdeildar KA hefjast á mánudaginn og hvetjum við alla sem hafa áhuga til að koma og prófa þessa stórskemmtilegu íþrótt. Æfingar fara fram í KA-Heimilinu og Naustaskóla en mikil fjölgun hefur orðið í blakinu hjá KA undanfarin ár og erum við afar stolt af því
26.08.2022
FH og KA mætast í undanúrslitum Mjólkurbikarsins fimmtudaginn 1. september að Kaplakrika í Hafnarfirði og bjóðum við upp á hópferð á leikinn. Einungis kostar 2.500 krónur að fara í ferðina og hvetjum við ykkur eindregið til að nýta ykkur þetta kostaboð
24.08.2022
Vetrarstarfið í fótboltanum hefst föstudaginn 2. september. Flokkaskiptin hjá árgöngum 2008 og yngri eiga sér þá stað fyrir utan þau lið sem eru enn í úrslitakeppnum. Þjálfarar setja inn á Sportabler æfingaplan fyrir þá iðkendur sem enn eru á Íslandsmóti
23.08.2022
Miguel Mateo Castrillo er tekinn við sem aðalþjálfari karlaliðs KA í blaki og honum til aðstoðar verður Gígja Guðnadóttir. Mateo verður spilandi þjálfari en hann hefur verið einhver allra öflugasti leikmaður efstu deildar karla undanfarin ár og farið fyrir gríðarlega sigursælu liði KA