Fréttir

Breytingar á stundaskrá.

Á undanförnum dögum hafa krakkarnir verið að koma heim með miða um breytingar á tímum hjá Fimleikafélagi Akureyrar.Stjórn FA vill koma því að að þessar breytingar eru gerðar til að mæta kröfum heilbrigðiseftirlitsins sem kom í heimsókn á dögunum og  gerði athugsemd vegna fjölda iðkenda í sal Glerárskóla á hverjum klukkutíma.

Stofnun foreldrafélags

Fimmtudaginn 15.febrúar, var haldin óformlegur stofnfundur foreldrafélags Fimleikafélags Akureyrar.Átta manns sem sýnt hafa þessu verkefni áhuga mættu á fundinn þar var þeim kynnt lauslega þau verkefni sem foreldrafélag á að starfa eftir og þeim afhent gögn til að kynna sér.

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA verður haldinn í KA-heimilinu föstudaginn 16. febrúar 2007 kl 20.00

Blak: Kvennaleikir í KA-heimilinu um helgina

Þá verða leiknir tveir leikir í 1.deild kvenna í blaki um helgina, en þá eigast við lið KA og Þróttar Neskaupstað. Fyrri leikurinn er í kvöld föstudagskvöld og hefst hann kl 20:00.

Töp gegn Þrótti Neskaupsstað

KA stúlkur töpuðu fyrir Þrótti frá Neskaupsstað í tveimur leikjum um helgina. Báðum leikjunum lauk 0-3 (13-25, 13-25 & 15-25 á föstudag og 18-25, 17-25 & 14-25 á laugardag) fyrir gestunum sem verma annað sætið í deildinni. Móttakan hjá heimaliðinu var afar slök í leikjunum tveimur og reyndist liðinu því erfitt að byggja upp almennilegar sóknir.

Handbolti: Úrslit leikja helgarinnar

Þriðji flokkur karla í handbolta lék tvo leiki á laugardag, fyrst áttust við KA2 og Fram og töpuðu KA-menn naumt, 27-28. Seinna um daginn áttust við HK og endaði sá leikur með sigri KA-manna 36-29.

Fótbolti: KA vann Völsung

KA og Völsungur öttu kappi á Powerrade mótinu í gær. Skemmst er frá því að segja að KA vann glæstan sigur á Völsungi 4-2.

Fótbolti: Jónsprettsmótið hefst á morgun

Hið árlega Jóns Sprettsmót þriðja flokks karla mun hefjast á morgun í Boganum en mótið fer nú fram þriðja árið í röð og er það skipulagt af foreldrum strákanna í þriðja flokknum. Það er hugsað sem æfingamót sem og til fjáröflunar. Nánari upplýsingar á heimasíðu mótsins.

Glæsilegur árangur á þrepamóti

3.febrúar hófst keppni á fyrsta stórmóti vetrarins í fimleikum, Þrepamóti FSÍ, sem haldið er í hinu stórkostlega fimleikahúsi Gerplu í Kópavogi.Á meðal keppenda í dag voru 16 krakkar frá Fimleikafélagi Akureyrar.

KA menn fyrstir til að fá stig gegn Stjörnunni

KA menn léku tvo leiki við Íslands- og bikarmeistara Stjörnunar á Íslandsmótinu um helgina. Skemmst er frá því að segja að Stjarnan hafði betur í báðum leikjunum 3-1.