Æfingar júdódeildar KA hefjast 6. september næstkomandi og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að kíkja á æfingu upp í júdósal KA-Heimilisins og upplifa þessa stórskemmtilegu íþrótt
Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í júdó og átti Júdódeild KA alls níu fulltrúa á mótinu, sex drengi og þrjár stúlkur. Eftir erfiðan vetur voru krakkarnir spenntir að fá að reyna á sig á stóra sviðinu og ekki stóð á árangri hjá þeim
Sæl verið þið ágæta júdófólk og forráðamenn. Vegna þess ástands sem ríkir í nærumhverfi okkar og hertra reglna sem taka eiga gildi nú um miðnætti höfum við tekið þá ákvörðun að fella niður allar æfingar frá og með deginum í dag (föstudag 30. október) þar til annað verður ákveðið.
Reykjavíkurleikarnir (RIG) standa nú yfir en RIG alþjóðlegt mót sem haldið er ár hvert í hinum ýmsu greinum. Í ár var met þátttaka í júdó og hefur þátttaka verið að aukast með árunum en keppendur voru nú um 70
Jólamót júdódeildar fór fram í dag að viðstöddu fjölmenni. Fullt af flottum glímum og krakkarnir stóðu sig öll með sóma.
Áður en verðlaunaafhendingin fór fram var kynnt kjör á júdómanni og júdókonu ársins og veitt viðurkenning fyrir mestu framfarirnar.
Viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar á árinu hlaut Hannes Sigmundsson.
Júdókona ársins er Berenika Bernat.
Júdómaður ársins er Alexander Heiðarsson.
Berenika og Alexander verða í kjörinu til íþróttamanns og íþróttakonu Akureyrar 2019.
Júdó æfingum er aflýst í dag og á morgun miðvikudag vegna veðurs. Allir júdómenn og foreldrar eiga hins vegar að fara út í garð og gera stóran snjókarl!
Júdódeild KA hefur vetraræfingar sínar mánudaginn 2. september næstkomandi. Deildin er þessa dagana að flytja allan sinn búnað yfir í KA-Heimilið og eru því spennandi tímar framundan þar sem að allar æfingar í júdóinu munu fara fram í KA-Heimilinu
Júdódeild KA verður með sumaræfingar í sumar rétt eins og fyrri ár. Æfingarnar hefjast 10. júní næstkomandi og verður æft í Laugagötu rétt hjá Sundlauginni. Athugið að æfingarnar eru ekki kynjaskiptar