Flýtilyklar
Fréttir
18.09.2024
Ekki missa af hópferð á bikarúrslitaleikinn!
KA og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í knattspyrnu laugardaginn 21. september á Laugardalsvelli og er eftirvæntingin í hámarki. Við erum með hópferð fyrir þá sem vantar far frá Akureyri og til baka og hvetjum við ykkur eindregið til að nýta ykkur þetta kostaboð
Lesa meira
17.09.2024
Skúli Ágústar heiðursgestur á bikarúrslitaleiknum
Skúli Gunnar Ágústsson er heiðursgestur KA á úrslitaleik KA og Víkings í Mjólkurbikar karla á Laugardalsvelli nk. laugardag, 21. september
Lesa meira
Almennt - 20:30
Bikarúrslita-BarSvar í KA-heimilinu á þriðjudag
Á morgun, þriðjudag, verður formlega byrjað að hita upp fyrir Bikarúrslitaleik KA og Víkings í KA-heimilinu. Það verður gert með hinu geysivinsæla BarSvari sem fer fram í fundarsal KA-heimilisins kl. 20:30
Lesa meira
13.09.2024
Stelpurnar eru klárar fyrir veturinn!
Blakveislan hefst með látum á morgun, laugardag, þegar stelpurnar okkar mæta Aftureldingu í keppni Meistara Meistaranna kl. 16:00 að Varmá. Stelpurnar okkar eru heldur betur klárar í slaginn og tókum við púlsinn á þeim Amelíu Ýr og Lovísu Rut fyrir fyrsta leik tímabilsins
Lesa meira
13.09.2024
Markmannsæfingar handboltans á þriðjudögum
Handknattleiksdeild KA verður með sérstakar markmannsæfingar fyrir metnaðarfulla stráka og stelpur á þriðjudögum í vetur. Svavar Ingi Sigmundsson yfirþjálfari deildarinnar mun sjá um æfingarnar sem verða klukkan 6:20 á þriðjudagsmorgnum
Lesa meira
11.09.2024
Fyrsti heimaleikur er á fimmtudaginn!
Fyrsti heimaleikur KA í Olísdeildinni þennan handboltavetur er á fimmtudaginn klukkan 19:00 þegar Haukar mæta norður. Það er mikil eftirvænting fyrir tímabilinu hjá strákunum okkar og klárt að þetta verður stórskemmtilegur vetur
Lesa meira
06.09.2024
Miðasala, VIP miðar og hópferð á bikarúrslitin
KA og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í knattspyrnu laugardaginn 21. september á Laugardalsvelli og er eftirvæntingin í hámarki. Almenn miðasala hefst miðvikudaginn 11. september kl. 12:00 og eru nokkrir punktar sem við viljum ítreka áður en salan fer í gang
Lesa meira
04.09.2024
Lydía framlengir við KA/Þór
Lydía Gunnþórsdóttir skrifaði í dag undir nýjan eins árs samning við KA/Þór og verður hún því áfram í eldlínunni með okkar öfluga liði í Grill66 deildinni í vetur. Lydía er einn efnilegasti leikmaður landsins og var meðal annars í lykilhlutverki með U18 ára landsliði Íslands á HM sem fór fram í Kína í sumar
Lesa meira
03.09.2024
Styrktarmót handboltans er á laugardaginn!
Hið árlega styrktarmót handknattleiksdeildar KA verður haldið laugardaginn 7. september en leikið verður á Jaðarsvelli. Mótið hefur verið gríðarlega vel sótt undanfarin ár og ljóst að þú vilt ekki missa af einu skemmtilegasta golfmóti landsins
Lesa meira
02.09.2024
Kynningarkvöld á miðvikudaginn - Ársmiðasala hafin
Handboltaveislan er að hefjast gott fólk og verða KA og KA/Þór með stórskemmtilegt kynningarkvöld í KA-Heimilinu á miðvikudaginn klukkan 19:00. Það er spennandi handboltavetur framundan og eina vitið að koma sér í gírinn fyrir handboltaveislu vetrarins
Lesa meira