08.05.2017
Á morgun, þriðjudag, ætlum við að taka vinnudag á Akureyrarvelli þar sem við óskum eftir sjálfboðaliðum til þess að hafa völlinn og stúkuna klára fyrir fyrsta heimaleik í Pepsi-deildinni sem er á sunnudaginn næsta.
08.05.2017
KA sækir Íslandsmeistara FH heim í dag kl. 18:00 í Kaplakrika í Hafnarfirði.
02.05.2017
KA bar sigurorð af Breiðablik, 3-1 í gær í fyrsta leik sínum í Pepsi-deildinni. Mörk KA skoruðu þeir Elfar Árni Aðalsteinsson, Darko Bulatovic og Ásgeir Sigurgeirsson. Næsti leikur KA er gegn FH á mánudaginn kl. 18:00 í Kaplakrika
02.05.2017
Þriðjudaginn 3. maí kl. 18:00 í Boganum taka okkar stúlkur á móti Breiðablik.
30.04.2017
KA leikur á morgun, 1. maí, sinn fyrsta leik í deild þeirra bestu síðan sumarið 2004. Mikil eftirvænting er fyrir leiknum og er fjölmennur hópur sem leggur leið sína suður til að sjá leik Breiðabliks og KA á Kópavogsvelli en leikurinn hefst klukkan 17:00
29.04.2017
KA lék sinn fyrsta evrópuleik þegar Búlgarska stórliðið CSKA Sofia mætti á Akureyrarvöll þann 19. september árið 1990. KA hafði orðið Íslandsmeistari árið 1989 og keppti því fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni Meistaraliða árið 1990
26.04.2017
Það er nóg um að vera á fimmtudaginn í KA-heimilinu.
Klukkan 19:30 verður síðasta matarkvöldið í KA-heimilinu en þar verður boðið upp á nautarib-eye, franskar og bernaise-sósu. Það kostar 2000kr, sem er gjöf en ekki gjald fyrir hlaðborð af bestu gerð.
Klukkan 20:30 er síðan árlegt kynningarkvöld knattspyrnudeildar þar sem Túfa mun kynna til leiks lið sumarsins í Pepsi-deildinni. Léttar veitingar verða í boði.
25.04.2017
Á fimmtudaginn kl. 17:45 mætir Þór/KA Val í fyrsta leik Pepsi-deildar kvenna.
21.04.2017
Mánudaginn 24. apríl kl. 20:00 verður kynning á Pepisdeildarliði Þór/KA og 2. flokki félagsins í KA-heimilinu.
Lið sumarsins verða kynnt ásamt nýjum búningi liðsins. Veitingar í boði - allir hjartanlega velkomnir
19.04.2017
Mánudaginn 1. maí leikur KA sinn fyrsta leik í Pepsi deildinni þegar liðið sækir Breiðblik heim. Mikil eftirvænting er fyrir sumrinu hjá öllum KA mönnum og ætla stuðningsmenn að fjölmenna á leikinn.