Fréttir

KA tekur á móti Grindavík á Skírdag í Boganum

KA tekur á móti Grindavík í undanúrslitum Lengjubikarsins í Boganum kl. 17:15 á Skírdag

Emil Lyng í raðir KA

Danski sóknarmaðurinn, Emil Lyng, hefur komist að samkomulagi við KA um að leika með liðinu út tímabilið, sem hefst eftir rétt einn mánuð

Túfa framlengir samning sinn við KA

Srdjan Tufegdzic, eða Túfa eins og hann er alltaf kallaður framlengdi í gær samning sinn við KA til tveggja ára. Þetta eru frábær tíðindi fyrir KA en Túfa hefur verið aðalþjálfari liðsins undanfarið eitt og hálft ár.

Samstarf KA og Þórs um rekstur Þór/KA tryggt

Nýr samningur er frágenginn milli Íþróttafélagsins Þórs og Knattspyrnufélags Akureyrar um áframhaldi samstarf félaganna og rekstur kvennaliðs Þórs/KA í knattspyrnu.

Vinstri bakvörður til reynslu hjá KA

Darko Bulatovic, 27 ára gamall Svartfellingur, er á leið til KA á reynslu.

Aron Dagur framlengir um þrjú ár

Aron Dagur Birnuson framlengdi samning sinn við KA til þriggja ára

Daníel Hafsteinsson skrifar undir þriggja ára samning við KA

Daníel Hafsteinsson skrifar undir þriggja ára samning við KA

KA vann Leikni F. 8-1 (myndband)

Frábær endir á frábæru ári hjá KA

Knattspyrnulið KA endar árið 2016 kórónar frábært ár með góðum úrslitum í æfingarleikjum í desember.

Archange Nkumu framlengir samning sinn við KA

Archange Nkumu eða Archie eins og hann er alltaf kallaður skrifaði nýverið undir nýjan tveggja ára samning við KA sem gildir út árið 2018