Fréttir

Coerver skólinn í fullum gangi

Þessa vikuna fer fram Coerver Coaching knattspyrnuskóli á KA svæðinu þar sem strákar og stelpur á aldrinum 9-16 ára fá sérkennslu í leikfærni og boltameðferð. Alls taka þátt um 180 krakkar í skólanum en þjálfarar eru í bland frá Coerver og frá KA.

Stórleikur í bikarnum hjá Þór/KA

Kvennalið Þórs/KA hefur spilað frábærlega það sem af er sumri og hefur unnið alla 10 leiki sína. Á morgun, föstudag, klukkan 18:00 mætir liðið ríkjandi Íslandsmeisturum Stjörnunnar á útivelli í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Baráttusigur Þórs/KA í Krikanum

Kvennalið Þórs/KA vann í kvöld mikinn baráttusigur á FH í Kaplakrika en sigurmark undir lok leiksins tryggði öll stigin eftir erfiðan leik.

Svekkjandi tap á Valsvelli

Topplið Vals lagði KA í leik liðanna í 8. umferð Pepsi deildar karla í gær. Eina mark leiksins var sjálfsmark sem kom strax í upphafi leiks.

Þór/KA mætir í Hafnarfjörðinn

Kvennalið Þórs/KA mætir í Hafnarfjörðinn á morgun, þriðjudag, og mætir þar liði FH á Kaplakrikavelli. Leikurinn er liður í 9. umferð deildarinnar og hefst klukkan 18:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Upphitun fyrir útileikinn gegn Val

KA sækir Bikarmeistara Vals heim í 8. umferð Pepsi deildar karla sunnudaginn 18. júní klukkan 17:00.

Stórsigur Þór/KA á Grindavík

Kvennalið Þórs/KA vann í kvöld stórsigur á Grindavík og er því áfram á toppi Pepsi deildarinnar með fullt hús. Þetta er ótrúleg byrjun hjá liðinu og þær halda áfram að gera lítið úr spám sérfræðinga fyrir mót.

Þór/KA fær Grindavík í heimsókn

Kvennalið Þórs/KA fær Grindvíkinga í heimsókn á Þórsvöll á morgun, föstudag, klukkan 18:00. Stelpurnar eru á toppnum og það með fullt hús stiga eftir fyrstu 7 umferðirnar í deildinni. Liðið hefur nú þegar lagt stórlið að velli eins og Stjörnuna, Breiðablik og Val

Markalaust gegn ÍA

KA og ÍA gerðu kvöld markalaust jafntefli í 7. umferð Pepsi-deildarinnar.

Myndbandsupphitun fyrir leikinn gegn ÍA

KA tekur á móti ÍA í 7. umferð Pepsi deildar karla miðvikudaginn 14. júní klukkan 19:15. Við bendum á að þetta verður fyrsti leikur KA í deildinni sem verður ekki sýndur á Stöð 2 Sport og það er því ekkert annað í stöðunni en að drífa sig á völlinn og hvetja okkar lið til sigurs!