Fréttir

Úrtaksæfingar um helgina

Sex drengir fara suður næstu helgi á úrtaksæfingar í U17-U19 hjá KSÍ.

Lið í Malawi í KA-búningum

Lið í Lifuwu í Malawi hefur síðustu mánuði spilað í KA-búningum. Inga Rakel Ísaksdóttir er sjálfboðaliði þar og færði liðinu búningana að gjöf.

Snjór stoppar engann

Miðvikudaginn 30.október var gevigrasvöllurinn á KA vellinum á kafi í snjó. En það stoppaði ekki 4.fl karla að spila á vellinum

U17 og U19 æfingar um helgina

Um helgina fara fram úrtaksæfingar fyrir U17 og U10 ára landslið karla. Þar eigum við KA menn 4 fulltrúa að þessu sinni. Æfingarnar fara fram fyrir sunnan.

Hrannar Björn í KA (Staðfest)

Hrannar Björn Steingrímsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við KA. Hrannar kemur til okkar frá Völsung þar sem hann er uppalinn og hefur spilað allan sinn feril þar af síðustu tvö ár sem fyrirliði liðsins.

Þór/KA úr leik í Meistaradeild Evrópu

Þór/KA lék seinni leik sinn gegn Zorky í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag. Leikurinn fór fram í Rússlandi og höfðu heimastúlkur betur 4-1 og samtals 6-2 í viðureigninni. Fyrirliðinn Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði fyrir Þór/KA.

Fannar og Ævar Ingi í milliriðil

Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson voru báðir í byrjunarliði U19 sem vann Norður-Íra 1-0. Á sama tíma gerðu Belgar og Frakkar 2-2 jafntefli sem þýddi að Íslendingar komust upp fyrir Frakka og höfnuðu í 2. sæti riðilsins. Þeir eru því komnir áfram í milliriðil ásamt Belgum en Frakkar og Norður-Írar sitja eftir.

Belgar höfðu betur gegn Fannari og Ævari Inga

Belgar sigruðu Íslendinga 2-0 í U19 undankeppni EM í Belgíu. Fannar Hafsteinsson spilaði allan leikinn í markinu og varði 10 skot og Ævar Ingi Jóhannesson kom inná í hálfleik. Strákarnir mæta Norður-Írum á þriðjudaginn.

Birkir Bjarna: Ég er KA-maður

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason sagði í viðtali við fotbolti.net að hann væri KA-maður. Birkir leikur núna í Seriu A á Ítalíu með Sampdoria. Hann hefur verið einn af lykilmönnum Lars Lagerback sem leika í kvöld gegn Kýpur og á þriðjudaginn gegn Norðmönnum.

Fannar og Ævar Ingi gerðu jafntefli gegn Frökkum

Fannar og Ævar Ingi voru báðir í byrjunarliði U19 sem gerði jafntefli við Frakka 2-2 í undankeppni EM í dag. Fannar spilaði allan leikinn en Ævar fyrstu 78 mínúturnar.