Fréttir

Gunnar Valur útnefndur leikmaður ársins - Vinir Móða kusu Hallgrím Mar besta leikmanninn

Í lokahófi knattspyrnudeildar í gærkvöld var Gunnar Valur Gunnarsson, fyrirliði KA, útnefndur leikmaður ársins, en það eru leikmennirnir sjálfir og stjórnarmenn í knattspyrnudeild sem hafa atkvæðisrétt í kjörinu.  Stuðningsmannaklúbburinn Vinir Móða útnefndi hins vegar Hallgrím Mar Steingrímsson leikmann ársins.

Túfa leggur skóna á hilluna

Srdjan Tufegdzic, Túfa, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir sex farsæl ár í KA-treyjunni. Frá þessu var greint í lokahófi knattspyrnudeildar KA í gærkvöld.

Gulli Jóns hættir sem þjálfari KA

Gunnlaugur Jónsson, sem verið hefur þjálfari mfl. KA  undangengin tvö keppnistímabil, stýrði liðinu í síðasta skipti á Ísafirði í gær gegn BÍ/Bolungarvík. Í lokahófi knattspyrnudeildar í gærkvöld var greint frá því að það sé sameiginleg ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar og Gulla að hann hætti sem þjálfari KA eftir tveggja ára farsælt samstarf.

KA endaði í fjórða sæti í 1. deildinni

Bí/Bolungarvík og KA gerðu 0-0 jafntefli í síðustu umferð 1. deildar á Ísafirði í dag og þar með luku KA-menn keppnistímabilinu í 4. sæti deildarinnar - fengu 33 stig - jafnmörg stig og Þróttur og Haukar, en markatalan var hagstæðari hjá Þrótti sem munaði fjórum mörkum eftir 6-0 sigur á Tindastóli í dag og Haukarnir voru með tveimur mörkum lakara markahlutfall en KA.

Bein Lýsing: KA-Víkingur Ó

Bein lýsing verður frá leik KA og Víking Ólafsvík. leikurinn hefst 14:00 en lýsingin hefst 13:55!   Streaming video by Ustream

Leik KA og Víkings Ó frestað fram á sunnudag

Af óviðráðanlegum ástæðum er leik KA og Víkings Ó, sem vera átti á morgun, laugardag, kl. 14, frestað til nk. sunnudags, 16. september, kl. 14.00. KA-fólk nær og fjær er hvatt til þess að fjölmenna á Akureyrarvöll og styðja strákana í þessum gríðarlega mikilvæga leik. Oft er þörf á góðum stuðningi, en nú er nauðsyn!

Úrslitaleikur í 4. fl. kvk á Kópavogsvelli kl. 16.00 fimmtudaginn 13. september

KA tryggði sér sl. sunnudag rétt til að spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil A-liða í 4. flokki kvenna og verður Breiðablik andstæðingur KA-stelpna í þeim leik. KA sigraði annan úrslitariðilinn, sem var spilaður á Akureyri um helgina, með fullt hús stiga og Breiðabliksstúlkur sigruðu sömuleiðis alla þrjá leiki sína í hinum úrslitariðlinum um helgina. Úrslitaleikurinn verður fimmtudaginn 13. september kl. 16 á Kópavogsvelli. Þetta er frábær árangur hjá KA-stelpunum og þjálfurum þeirra, Agli Ármanni Kristinssyni og Srdjan Tufegdzic og er þeim óskað til hamingju með að vera annað tveggja bestu liða í þessum aldursflokki á landinu.

KA bikarmeistari í 3.fl kk Nl/Al

3. flokkur karla varð í gær bikarmeistari fyrir Norður-/Austurland með sigri á KF/Tindastóli með tveimur mörkum gegn einu í úrslitaleik í Ólafsfirði.  Þetta er annað árið í röð sem KA vinnur KF/Tindastól í þessum úrslitaleik.

Úrslitakeppni: 4.fl kvenna vinnur Fjölni

Í gær laugardag spiluðu 4.fl stelpurnar sinn annan leik í úrslitakeppninni á Akureyrir. Fyrirfram mátti búast við hörku leik sem og varð. Þær gerðu sér lítið fyrir og unni leikinn 3-2 eftir að hafa lent tvisvar undir.

Úrslitakeppni: 4.fl kvenna með sigur á Tindastól í dag

í dag spilaði 4.fl kvenna sinn fyrsta leik af 3 í úrslitakeppni 4.fl kvenna. Þær mættu Tindastól á KA vellinum og má segja að þær hafi verið vel tilbúnar í þetta verkefni. Eftir 13 mín komst KA yfir með marki frá Margréti Árnadóttur. Hún náði síðan að bæta við öðru marki á síðust mínútu fyrri hálfleiks