04.10.2012
Hallgrímur Mar Steingrímsson, kantmaðurinn knái í KA-liðinu, framlengdi samning sinn við KA í dag og er nú samningsbundinn félaginu
næstu tvö keppnistímabil.
04.10.2012
Nýr þjálfari KA í knattspyrnu verður kynntur til sögunar í KA heimilinu í dag (fimmtudag) kl 17:15, í leiðinni mun einn okkar allra
efnilegasti leikmaður skrifa undir nýjan samning. ALLIR KA menn og konur eru hjartanlega velkomin í KA-Heimilið í dag og bera nýjan þjálfara augum,
boðið verður uppá kaffi og jafnvel með því! Mætum KA fólk!
27.09.2012
Gunnlaugur Jónsson lét af störfum sem þjálfari KA á lokahófi kanttspyrnudeildar um
síðustu helgi en hann hafði stýrt liðinu í 2 ár og var á réttri braut með liðið en fjölskylduaðstæður urðu til
þess að ómögulegt var fyrir hann að halda áfram á Akureyri.
24.09.2012
Gauti Gautason, miðvörðurinn sterki, var í dag valinn í U-17 landsliðshóp Íslands, sem spilar í undankeppni Evrópumótsins
á Möltu við Portúgala laugardaginn 29. september, Norðmenn mánudaginn 1. október og Möltu fimmtudaginn 4. október.
23.09.2012
Í lokahófi knattspyrnudeildar KA í gærkvöld var í fyrsta skipti afhent viðurkenning, sem hér eftir verður árlega afhent einhverjum dyggum
stuðningsmanni KA. Viðurkenninguna fékk í fyrsta skipti Helga Steinunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í knattspyrnudeild og
formaður KA til fjölda ára, en hún hefur lengi fylgst vel með og verið umhugað um framgang knattspyrnunnar í félaginu.
23.09.2012
Í lokahófi knattspyrnudeildar í gærkvöld var Gunnar Valur Gunnarsson, fyrirliði KA, útnefndur leikmaður ársins, en það eru
leikmennirnir sjálfir og stjórnarmenn í knattspyrnudeild sem hafa atkvæðisrétt í kjörinu. Stuðningsmannaklúbburinn Vinir
Móða útnefndi hins vegar Hallgrím Mar Steingrímsson leikmann ársins.
23.09.2012
Srdjan Tufegdzic, Túfa, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir sex farsæl ár í KA-treyjunni. Frá þessu var greint
í lokahófi knattspyrnudeildar KA í gærkvöld.
23.09.2012
Gunnlaugur Jónsson, sem verið hefur þjálfari
mfl. KA undangengin tvö keppnistímabil, stýrði
liðinu í síðasta skipti á Ísafirði í gær gegn BÍ/Bolungarvík. Í lokahófi knattspyrnudeildar í
gærkvöld var greint frá því að það sé sameiginleg ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar og Gulla að hann hætti sem
þjálfari KA eftir tveggja ára farsælt samstarf.
22.09.2012
Bí/Bolungarvík og KA gerðu 0-0 jafntefli í síðustu umferð 1. deildar á Ísafirði í dag og þar með luku KA-menn
keppnistímabilinu í 4. sæti deildarinnar - fengu 33 stig - jafnmörg stig og Þróttur og Haukar, en markatalan var hagstæðari hjá
Þrótti sem munaði fjórum mörkum eftir 6-0 sigur á Tindastóli í dag og Haukarnir voru með tveimur mörkum lakara markahlutfall en KA.
16.09.2012
Bein lýsing verður frá leik KA og Víking Ólafsvík. leikurinn hefst 14:00 en lýsingin hefst 13:55!
Streaming video by Ustream